Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 98

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 98
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 129 Líkamsþyngdarstuðull íslendinga fer hækkandi Þórarinn Sveinsson, Svandís J. Sigurðardóttir Sjúkraþjálfunarskor læknadeild HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Líkamsþyngdarstuðull (body mass index, BMI) hefur mikið verið notaður til að meta holdafar í faraldsfræðilegum rann- sóknum undanfarin ár. Sýnt hefur verið fram á að þessi stuðull hefur hækkað töluvert á undanförnum áratugum hjá vestrænum þjóðum, þar á meðal hjá íslendingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna breytingar á líkamsþyngdarstuðli meðal íslendinga undanfarin ár og hvort tengja mætti breytingar við reglubundna hreyfingu þeirra. Ef'niviður og aðferðir: Höfundar gerðu könnun á hreyfingu, heilsu og þreki meðal 20-80 ára íslendinga árin 1997 og 2000. Spurninga- listarnir voru unnir í samvinnu við UKK-stofnunina í Finnlandi. Handahófsval á 1650 Islendingum var fengið úr þjóðskrá og fengu þeir spurningalista senda í pósti. Svörun var 51% árið 1997 og 49% árið 2000,36% svöruðu bæði árin. Niðurstööur: Marktæk hækkun varð á líkamsþyngdarstuðli á milli áranna en hann var 25,3 kg/m2 (SD 3,9) árið 1997 og 25,8 kg/m2 (SD 4,0) árið 2000 (p=0,003). Meðalþyngd jókst um 1,6 kg á þessum þremur árum. Marktækur munur var á líkamsþyngdarstuðli eftir því hve mikla hreyfingu fólk stundar í frítímum, bæði árið 1997 og árið 2000 (p=0,02 og p=0,01). Þeir sem hreyfa sig meira höfðu lægri líkamsþyngdarstuðul. Hins vegar var ekki marktækur munur á aukn- ingu í þyngd eða hækkun á líkamsþyngdarsluðli eftir því hversu mikla hreyfingu fólk stundaði í frítímum og heldur ekki hvort fólk stundar almenningsíþróttir eða ekki. Alyktanir: Skýringin gæti legið í því að tiltölulega fáir tilheyra sama hreyfingarhópi til lengri tíma litið eða að fólk hreyfir sig almennt ekki nóg til að halda þyngdinni í skefjum. Önnur skýring væri sú að aðrir þættir í umhverfinu eins og mataræði skipti hér líka máli. I’ukkin Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði HÍ, Aðstoðarmannasjóði HÍ og íþróttasjóði. V 130 Tengsl líkamsástands og líkamlegrar virkni hjá níu ára börnum í Reykjavík Þórarinn Sveinssonl, Sigurbjörn Árni Arngrímsson2, Brynhildur Briem3, Þórólfur Þórlindsson4, Erlingur Jóhannsson2 ^Sjúkraþjálfunarskor læknadeild HÍ, 2íþróttafræðasetur KHÍ að Laugarvatni, 3Kennaraháskóli Islands, 4félagsvísindadeild HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Mjög takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á Is- Iandi á holdafari, líkamshreyfingu og líkamsástandi og hvort þessir þættir séu í einhverju samhengi við aukna kyrrsetu og breytta lifn- aðarhætti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna holdafar, með því að mæla líkamsþyngdarstuðul, líkamsástand með þrekmælingu og virkni meðal níu ára barna í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar var 308 níu ára gömul börn úr fjórum grunnskólum í Reykjavík, Fellaskóla, Laug- arnesskóla, Melaskóla og Seljaskóla. Foreldrar og forráðamenn 237 barna gáfu samþykki fyrir þátttöku barna sinna í rannsókninni og var hún framkvæmd á þeim í september og október árið 2002. Þátt- tökuhlutfallið var því 76,9%. Þrek var metið með svokölluðu fjöl- þrepaprófi af íþróttakennurum hvers skóla. Virkni var mæld með hröðunarmælum hjá 57 börnum en þau báru á sér mælana í fimm heila daga, þar á meðal Iaugardag og sunnudag. Gögn frá 50 börn- um reyndust nothæf. Niðurstöður: Marktæk neikvæð fylgni var á milli þykktar húðfell- inga og árangurs í fjölþrepaprófinu (r=-0,62) og einnig á milli þykktar húðfellinga og virkni (r=-0,42). Hins vegar var fylgnin á milli árangurs í fjölþrepaprófinu og virkni ekki marktæk. Með fjöl- þátta aðhvarfsgreiningu fannst að hægt er að skýra 50% af breyti- leikanum í húðfitu með þreki og virkni (r=-0,706) þar sem báðar breyturnar höfðu marktæk áhrif. Alyktanir: Við ályktum því að þrek og virkni séu óháðar breytur sem hvor um sig hafi óháð áhrif á magn líkamsfitu hjá níu ára börn- um. Börn með litla virkni og með lélega útkomu úr þrekprófinu eru því líklegust til að hafa mikla líkamsfitu á meðan börn með mikla virkni og góða úlkomu úr þrekprófinu hafa minnstu líkamsfituna. I’akkin Rannsóknin var styrkt af Rannís. V 131 Vitneskjan um hollustu hreyfingar dugir ekki til Svandís J. Sigarðardóttir, Þórarinn Sveinsson Sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að vitneskjan um heilsubæt- andi áhrif hreyfingar er ekki alllaf nóg til þess að fólk fari eftir þeim ráðleggingum sem kynntar eru. Vilneskjan um hollustu hreyfingar er þó fyrsta skrefið í því ferli að breyta um lífsstíl frá kyrrsetu í reglubundna hreyfingu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu meðvitaðir Islendingar eru um þessi áhrif og hvort þeir hafi orðið varir við hvatningu til að slunda heilsubætandi hreyf- ingu. Einnig að kanna hvaðan þessi vitneskja kemur og hvort hún skilar sér í aukinni hreyfingu fólks. Efniviður og aöferöir: Höfundar gerðu könnun á hreyfingu, heilsu og þreki meðal 20-80 ára íslendinga árin 1997 og 2000. Spurninga- listarnir voru unnir í samvinnu við UKK-stofnunina í Finnlandi. Handahófsval á 1650 íslendingum var fengið úr þjóðskrá og fengu þeir spurningalista senda í pósti bæði árin. Spurningarnar voru 49 árið 1997 en 24 árið 2000. Svörun var 51% árið 1997 og 49% árið 2000,36% svöruðu bæði árin. Niðurstöður: Af þeim sem svöruðu árið 2000 höfðu einungis 1,6% aldrei orðið varir við hvatningu til almennings um að hreyfa sig reglulega undangengin þrjú ár. Langflestir eða 94,6% svarenda höfðu orðið varir við hvatningu í fjölmiðlum, 17,4% á vinnustað, 4,1% hjá vinum og vandamönnum, 1,9% hjá heilbrigðisstofnunum eða heilbrigðisstarfsfólki og 2,7% nefndu annað. Hins vegar eru 25,8% svarenda kyrrsetufólk eða stunda einungis hæga og rólega hreyfingu og það sjaldnar en fjórum sinnum í viku. Þá hafa 23,4% ekki áhuga á að stunda almenningsíþróttir. Alyktunir: Þrátt fyrir að fólk verði vart við hvatningu til að stunda hreyfingu sér til heilsubótar eru margir sem ekki verða við þeim tilmælum. Nauðsynlegt er að rannsaka nánar hvers vegna fólk hreyfir sig ekki meira þrátt fyrir að það verði vart við hvatningu til þess. Athygli vekur hversu fáir nefna heilbrigðisstarfsfólk og íþrótta- hreyfinguna þegar spurt er um hvar þeir verða varir við hvatningu um að hreyfa sig reglubundið. I’ukkir: Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði HÍ. Aðstoðarmannasjóði HÍ og íþróttasjóði. 98 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.