Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 100
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ óna séu ólík í arfberum BRCA2 stökkbreytingar borið saman við aðra með tilliti til brjóstakrabbameinsáhættu. V 135 Áhrif extrakta íslenskra Sedum tegunda á krabbameinsfrumur og malaríusníkil in vitro Edda Hafstcinsdóttiri, Elín S. Olafsdóttir1, Jerzy Jaroszewski2, Helga Ög- mundsdóttir3 ÍLyfjafræöidcild HÍ, 2Dept. of Mcdicinal Chemistry, Danish School of Pharmacy, Kaupmannahöfn, 3Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði elinsol@hi.is Inngangur: Fjórar tegundir af hnoðrum (Sedum) vaxa Islandi, það er Sedum acre, S. annuum, S. villosum og S. reflexum og hafa ekki verið efnagreindar svo vitað sé. Erlendar hnoðrategundir framleiða mörg efnasambönd, meðal annars alkalóíða. Markmið verkefnisins var að kanna hvort íslensku hnoðrarnir framleiði alkalóíða og að kanna áhrif extrakta þeirra á malaríusníkilinn P. falciparum og á krabbameinsfrumulínuna T-47D in vitro. Efniviður og aðferðir: Plöntuefni var úrhlutað með petroleum ether í Soxhlet og með MeOH/CH-,Cl2 (50:50) á hristara. Þunnlags- greining og framköllun með Dragendorff reagens var notuð til að kanna hvaða fraktionir innihéldu alkalóíða. Próf á hamlandi áhrif- um á krabbameinsfrumulínu T-47D in vitro, var framkvæmt með ljósmælingu (570 nm) eftir Iitun frumnanna með Crystal violet lit. Antimalaríuvirkni var metin með því að mæla upptöku geislavirks phenýlalaníns í frumdýrið. Niðurstöður: TLC af extröktum gáfu til kynna að einungis S. acre og S. annuum innihéldu alkalóíða. Byggingar þeirra voru ekki skil- greindar frekar. í frumuprófunum sýndu extraktar S. acre, S. annu- um og S. villosum einungis litla virkni, en extrakt S. reflexum sýndi aftur á móti um 50% hamningu strax í minnsta styrk (12,5 pg/ml). í antimalaríu-prófunum var virkni lítil fyrir S. acre og S. annuum, heldur meiri fyrir S. villosum en langmest fyrir S. reflexum, sem sýndi yfir 60% hamningu í minnsta styrk (12,5 pg/ml). Alyktanir: S. reflexum sýndi langmesta og áhugaverða hamlandi virkni bæði á malaríusníkilinn og brjóstakrabbameinsfrumur í frumu- rækt og eru það því ekki alkalóíðarnir sem eru virkir. í undirbúningi er að rannsaka nánar innihaldsefni S. reflexum til að ákvarða hvaða efnasamband/efnasambönd það eru, sem eru virk í þessum tveimur lífvirkniprófunum. V 136 Vaxtarhindrandi áhrif 5-lípoxygenasa hindra úr íslenskum fléttum á illkynja frumur in vitro Sigurdís Huraldsdóttir1^, Ema GuðlaugsdóttirU, Kristín Ingólfsdóttir3, Helga M. ÖgmundsdóttirU ^Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 2læknadcild og 3lyfjafræðideild HI sigurdis@hi.is Inngangur: Á undanförnum árum hafa menn beint sjónum sínum í auknum mæli að efnum sem hindra virkni lípoxygenasa (LOX) sem hugsanlegri meðferð gegn krabbameinum. Lípoxygenasar hvata myndun leukotríena og HETE úr arakídónsýru og eiga sér þrjú ísó- form en tvö þeirra, 5- og 12-LOX, hafa fundist yfirtjáð í krabba- meinsfrumum. Markmið þessa verkefnis var að kanna vaxtarhindr- andi áhrif þriggja 5-LOX hindra úr íslenskum fléttum og eins sér- tæks 5-LOX hindra á 12 illkynja frumulínur af mismunandi vefja- uppruna og einnig að kanna tjáningu 5- og 12-LOX í þremur þess- ara lína. Efniviður og aðferöir: Tólf illkynja frumulínur voru keyptar hjá ATCC. Fléttuefnin voru einangruð við lyfjafræðideild; prótólichest- erínsýra (PA) úr fjallagrösum, lóbarínsýra (LA) úr grábreyskju og baeomýcesínsýra (BA) úr ormagrösum. Zileuton (Zil) er sértækur 5-LOX hindri. Vaxtarhindrandi verkun var metin með thymidín- upptöku. Tjáning 5- og 12-LOX var metin með mótefnalitun. Niðurstöður: PA hafði mest vaxtarhindrandi áhrif með ED50 á bilinu 2,4-18,1 p-g/ml, LA fylgdi í kjölfarið (ED50=15,2-65,5 p-g/ml) en verkun BA og Zil var minni (ED50=20->80 p-g/ml). Frumulínur úr brjósti, blöðruhálskirtli og brisi voru næmastar fyrir PA en ristil- krabbameinslínan var minnst næm. Tjáning 5- og 12-LOX var mest í bris- og brjóstakrabbameinslínum en minnst í ristilkrabbameins- línunni. 5-LOX var staðsett í kjarnahjúp og var háð staðsetningu í frumuhring. Ennfremur sást 5-LOX í kjarna í brjóstakrabbameins- línunni. Ályktanir: PA og LA höfðu meiri vaxtarhindrandi verkun heldur en BA og Zil og hafa því lfklega einhverja virkni fram yfir 5-LOX hindrun, hugsanlega 12-LOX hindrun. Tjáning 5-LOX var meiri í þeim línum sem voru næmar fyrir fléttuefnunum. Auk þess var ens- ímið staðsett í kjarnahjúp sem bendir til þess að það sé á virku formi. V 137 Áhrif furanocoumarina úr ætihvönn á vöxt krabbameinsfrumna úr mönnum Steinþór Sigurðsson1, Helga Ögmundsdóttir2, Sigríður Jónsdóttir1, Sigmund- ur Guðbjamasoni 1 Raunvísindastofnun HÍ, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags fslands í sameinda- og frumulíffræði sts@raunvis.hi.is Inngangun Furanocoumarin eru, ásamt ilmolíum, talin helstu virkni- efni í ætihvönn. Þau hafa mikið verið rannsökuð og rannsóknir hafa aukist á undanförnum árum, meðal annars í sambandi við bælandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna. í þessari rannsókn var kannað (i) magn einstakra furanocoumarina í fræjum íslenskrar ætihvannar og (ii) áhrif tveggja algengra furanocoumarina og furanocoumarinríkrar jurtaveigar úr ætihvannarfræjum á krabbameinsfrumur úr mönnum. Efniviður og aðferðin Ætihvannarfræjum var safnað víða um landið. Imperatorin var einangrað úr ætihvönn, en xanthotoxin keypt frá Sigma. Magnmælingar voru gerðar með útdrætti og vökvaskilju (HPLC). Rannsóknir á virkni sýna voru gerðar með því að mæla áhrif þeirra á fjölgun briskrabbameinsfrumna úr mönnum (PANC) í rækt, en þá var mæld upptaka á 3H-thýmídín eftir að frumurnar höfðu vaxið með sýnunum í sólarhring. Niðurstöður: Allt að fjórfaldur munur reyndist á magni furanocou- marina í fræjum eftir því hvar það var tekið. Furanocoumarinin imperatorin og xanthotoxin eru í miklu magni í ætihvannarfræjum, eða allt að 10000 og 2400 ppm. Helmingsvirkni xanthotoxins var 3,7 pg/mL, eða 17 pM, en imperatorins við 2,7 pg/mL, eða 10 pM. Áhrif jurtaveigar bentu til þess að önnur furanocoumarina hefðu virkni innan þessa bils, að því gefnu að önnur innihaldsefni hefðu óveruleg áhrif. Tílsvarandi niðurstöður fengust við rannsóknir á brjósta- og ristilkrabbameinsfrumum úr mönnum (T47D og WiDr). 100 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.