Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 12
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VlSINDI Á VORDÖGUM með gegnstreymi á súrefni frá slagæðlingum í sjónhimnu til nálægra bláæðlinga. V 4 Súrefnismettun í slag- og bláæðlingum sjónhimnu er minni í Ijósi en í myrkri Samy Basit', Sveinn Hákon Harðarson', Gísli Hreinn Halldórsson2, Róbert Arnar Karlsson2, James M. Beach2, Þór Eysteinsson', Jón Atli Benediktsson2, Einar Stefánsson' 'Augndeild Landspítala, 2verkfræðideild H1 sveinnha@gmail. com Inngangur: Rannsóknir á dýrum hafa gefið til kynna að súrefnisþrýstingur í innri sjónhimnu sé minni í ljósi en í myrkri en að í ytri sjónhimnu sé súrefnisnotkun minni í ljósi. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla súrefnismettun blóðrauða (Sat02) í æðlingum í sjónhimnu manna í ljósi og myrkri. Aðferðir: Súrefnismælirinn er settur saman úr augn- botnamyndavél, ljósdeili (e. beam splitter) og stafrænni myndavél. Hann skilar augnbotnamyndum með fjórum bylgjulengdum af ljósi samtímis. Sérsmíðaður hugbúnaður les úr myndunum og metur Sat02. Súrefnismælingar voru gerðar í sjónhimnu níu heilbrigðra sjálfboðaliða. Fyrstu gráðu slag- og bláæðlingar voru mældir í öðru auga hvers sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðarnir voru aðlagaðir að rökkri í 30 mínútur, síðan aðlagaðir að herbergisljósi í fimm mínútur og því næst aðlagaðir að myrkri í fimm mínútur. Súrefnismælingar voru gerðar eftir hverja aðlögunarlotu. Við úrvinnslu var notuð ANOVA fyrir endurteknar mælingar og Bonferroni eftirpróf. Niðurstöður: í slagæðlingum var Sat02 97±5% (meðal- tal±staðalfrávik, n=9) eftir 30 mínútur í rökkri, 93±3% eftir 5 mínútur í ljósi og 97±4% eftir 5 mínútur í rökkri þar á eftir. Samsvarandi niðurstöður (í sömu röð) fyrir bláæðlinga voru 61±6%, 53±8% og 59±7%. Sat02 í slagæðlingum var marktækt minna í ljósi en eftir aðlögun að rökkri í 30 mínútur (p<0,05) eða 5 mínútur (p<0,01). Sat02 var einnig marktækt minna í bláæðlingum í ljósi en í myrkri (p<0,01 eftir 30 mínútur í rökkri, p<0,05 eftir fimm mínútur). Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að súrefnismettun blóðrauða í slag- og bláæðlingum í sjónhimnu sé minni í ljósi en í myrkri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri fannsóknir á dýrum. V 5 Flæði í augnhólfi er skylt seigjustigi efnisins samkvæmt formúlu Stokes-Einstein Svanborg Gísladóttir', Þorsteinn Loftsson2, Einar Stefánsson1-3 Læknadeild HÍ', lyfjafræðideild HÍ2, augnrannsóknarstofa Landspítala3 svanbog@hi.is Inngangur: Lögmál Stokes-Einstein, Ficks og Hagen-Poiseuille kenna að flutningur sameinda með flæði eða í straumum tengist seigjustigi þess efnis sem sameindirnar flæða um. Seigjustig glerhlaups er mun meira en saltvatns. I glerhlaupsaðgerðum er glerhlaup augans fjarlægt og augað fyllt í staðinn með saltvatni eða sílikonolíu. Eftir glerhlaupsaðgerðir hafa komið fram margskonar langvinnar afleiðingar, ýmist jákvæðar eða neikvæðar. Fram að þessu hefur ekki verið ljóst hvað veldur þessum afleiðingum glerhlaupsaðgerða. Samkvæmt Stokes- Einstein jöfnu hækkar flæðistuðullinn og sameindir flæða hraðar þegar glerhlaupið er fjarlægt og augnhólfið fyllt í staðinn með saltvatni, þetta hefur áhrif á flutning allra sameinda, þar á meðal lyfja, súrefnis og vaxtaþátta. Markmið: Að sýna fram á að lögmál Stokes Einstein geti spáð fyrir um breytingar á flutningi sameinda þegar saltvatni er komið fyrir í augnhólfi í stað glerhlaups í glerhlaupsaðgerð. Aðferðir: Sérhannaðar flæðisisellur voru notaðar, þar sem var miðhólf, fyllt annaðhvort með glerhlaupi úr svíni eða saltvatni, á milli tveggja sellófan himna (MWCO 12,000- 14,000). Dexamethasone var notað sem viðmiðunarsameind. HPLC greining var notuð til að mæla flæði dexamethasone sameindanna í gegnum saltvatnið og glerhlaupið. Flæðistuðull glerhlaupsins og saltvatnsins var reiknaður útfrá lögmálum Ficks og Stokes-Einstein. Niðurstöður: Meðal flæði dexamethasone í gegnum miðhólf fyllt með saltvatnslausn var 0,32 pg/(klst*cm2) (n=10) og 0,12 pg/(klst*cm2) með glerhlaupi (n=9). Flæðistuðullinn fyrir glerhlaup úr svíni er 0,00016 cm2/klst og 0,0013 cm2/klst í saltvatnslausn. Þar með er flæði dexamethasone í gegnum satlvatnslausn u.þ.b. áttfalt hraðara heldur en í glerhlaupi. Ályktun: Þessar niðurstöður gefa til kynna að flæði er hraðara í saltvatnslausn en í glerhlaupi. Þessi upgötvun, sem hægt var að spá fyrir um með klassískum lögmálum eðlisfræðinnar, getur útskýrt eðlisfræðilegar, lyfjafræðilegar og klínískar afleiðingar glerhlaupsaðgerða. V 6 Súrefnismettun vex eftir leysimeðferð við bláæðastíflu í sjónhimnu Sveinn Hákon Harðarson', Róbert Arnar Karlsson2, Gísli Hreinn Halldórsson2, Samy Basit'.Þór Eysteinsson', Jón Atli Benediktsson2, James M. Beach2, Einar Stefánsson' 'Augndeild Landspítala, 2verkfræðideild HÍ sveinnha@gmail.com Inngangur: Rannsóknir á dýrum benda til þess að súrefnisþurrð verði í sjónhimnu við bláæðagreinarstíflu (e. branch retinal vein occlusion, BRVO). Dýratilraunir benda jafnframt til þess að leysimeðferð bæti súrefnisbúskapinn. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla súrefnismettun blóðrauða (SatO,) í bláæðlingum í sjónhimnu sjúklinga með BRVO, bæði fyrir og eftir leysimeðferð. Aðferðir: Súrefnismælirinn er settur saman úr augnbotna- myndavél, ljósdeili (e. beam splitter) og stafrænni myndavél. Hann skilar augnbotnamyndum með fjórum bylgjulengdum af ljósi samtímis. Sérsmíðaður hugbúnaður les úr myndunum og metur Sat02. Mælingar voru gerðar á 14 manns með BRVO. Fimm voru mældir bæði fyrir og eftir leysimeðferð. Einnig voru mældir sjúklingar með helftarbláæðarlokun (e. hemivein occlusion) og miðbláæðarlokun í sjónhimnu (e. central retinal vein occlusion, CRVO). Parað t-próf var notað til úrvinnslu. Niðurstöður: í þeim bláæðlingum, sem urðu fyrir áhrifum af BRVO, var Sat02 45±10% (meðaltal±staðalfrávik) fyrir leysimeðferð en 53±6% eftir leysimeðferð (p= 0,041, n=5). í 12 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.