Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 13
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM sjúklingi með helftarbláæðarlokun jókst súrefnismettun stig af stigi eftir því sem leysimeðferð var bætt við. Niðurstöður mælinga á sjúklingum með CRVO sýndu einnig aukna súrefnismettun eftir leysimeðferð. Ályktanir: Súrefnismælirinn greinir aukna súrefnismettun blóðrauða eftir leysimeðferð við BRVO. Þessi niðurstaða er í samræmi við dýratilraunir. Súrefnismælingar gætu nýst til að ákvarða æskilegt umfang leysimeðferðar og til að meta árangur af slíkri meðferð. V 7 Skammtímaárangur í meðferð of feitra barna Þrúður Gunnarsdóttir1, Z. Gabriela Sigurðardóttir Árni V. Þórsson1-2, Kolbeinn Guðmundsson4, Ragnar Bjarnason2J 'Háskóli Islands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala, 3GP-GRC, Dep of Pediatrics, Sahlgrenska Academy at Göteborg University, Gautaborg, 4íslensk erfðagreining thrudur@hi.is Inngangur: Algengi offitu meðal barna hefur aukist mikið á íslandi og annars staðar í heiminum á síðustu áratugum. Áhættuþættir eru margir og samspil þeirra flókið. Flestum ber þó saman um að aukið algengi megi rekja til þeirra breytinga sem hafa orðið á lífsháttum fólks á síðustu áratugum. Þróun áhrifaríkrar meðferðar er mikilvægur þáttur í að bæta heilsu og líðan feitra barna sem og mikilvægur þáttur í forvörnum gegn offitu meðal fullorðinna. Markmið: Meginmarkmið var að meta skammtímaárangur fjölskyldumeðferðar Epsteins á úrtaki íslenskra barna í klínískum aðstæðum. Aðferð: Þátttakendur voru 12 of feit börn (LÞS > 2,4 sf) og foreldrar þeirra. Börnin voru á aldrinum 8-12 ára, 9 stúlkur og 3 drengir. Skipt var handahófskennt í tvo hópa, samanburðarhóp sem fékk hefðbundna meðferð (viðtal við lækni og næringarfræðing á Landspítala) og tilraunahóp sem fékk fjölskyldumeðferð. Meðferð stóð yfir í 16 vikur og fólst í fræðslu og atferlismótun. Miðgildi líkamsþyngdarstuðuls barna í tilraunahópi var 3,6 staðalfrávik yfir meðaltali við upphaf meðferðar (spönn 2,4-3,8) en 3,3 staðalfrávik yfir meðaltali fyrir börn í samanburðarhópi (spönn 2,8-3,9). Markhegðun sem atferlismótun barna í tilraunahópi beindist að var dagleg neysla grænmetis og ávaxta og dagleg líkamleg hreyfing. Niðurstöður: Eftir 16 vikna meðferð var miðgildi þyngdartaps fyrir börn í tilraunahópi 3,0 kg (spönn 1,0-4,3 kg) og miðgildi þyngdartaps foreldra 6,8 kg (spönn 5,8-9,1 kg). Miðgildi líkamsþyngdarstuðuls barna í tilraunahópi var þá kominn niður í 3,4 staðalfrávik yfir meðaltali (spönn 1,9-3,6) en var enn 3,3 (spönn 2,8-4,0) fyrir börn í samanburðarhópi. Dagleg neysla ávaxta og grænmetis og líkamleg hreyfing barna í tilraunahópi jókst markvert. Dagleg neysla ávaxta og grænmetis barna í tilraunahópi: miðgildi fyrir meðferð var 1,3 skammtar (spönn 1- 2) en við lok meðferðar 3,75 skammtar (spönn 1,3-4,3). Dagleg hreyfing barna í tilraunahópi fyrir meðferð: miðgildi 20 mín. (spönn 0-80) við lok meðferðar 72 mín. (spönn 40-126). Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að fjölskyldumeðferð beri árangur með íslenskum börnum í klínískum aðstæðum. Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði Landspítala og Actavis. V 8 Faraldsfræði gauklasjúkdóma á íslandi 1983-2002 Konstantín Shchcrbak'. Ólafur Skúli Indriöason1-2, Viðar Eðvarðsson’, Jóhannes Björnsson4 5, Runólfur Pálsson12-5 * * * * * * ‘Lyflækningasviði I, 2nýrnalækningum, ’Barnaspítala Hringsins, 4rann- sóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 5læknadeild HÍ olasi@landspitali. is Inngangur: Þótt gauklasjúkdómar séu ein af helstu orsökum lokastigsnýrnabilunar hér á landi, liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um faraldsfræði þeirra. Þá finnast takmarkaðar upplýsingar meðal annarra þjóða. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði gauklasjúkdóma á Islandi. Aðferðir: Þetta var aftursæ rannsókn á öllum nýrnasýnum sem rannsökuð voru á Landspítala frá 1983 til 2002. Upplýsingar um vefjagreiningu voru fengnar úr skrám Rannsóknastofu í meinafræði á Landspítala og klínískar upplýsingar úr sjúkraskrám. Endaleg sjúkdómsgreining var byggð á niðurstöðu meinafræðilegrar rannsóknar með hliðsjón af klínískum þáttum. Ef fleiri en ein greining fannst í ákveðnu sýni voru báðar taldar. Niðurstöður: Á tímabilinu komu 590 nýrnasýni úr 521 einstaklingi til rannsóknar á Rannsóknarstofu í meinafræði. Við útilokuðum 257 sýni vegna þess þau voru úr ígræddu nýra, innihéldu ekki gauklasjúkdóm eða voru endurtekin sýni úr sama einstaklingi. Önnur 42 sýni sem tekin voru vegna gruns um gauklasjúkdóm voru útilokuð vegna óvissrar greiningar eða ófullnægjandi sýna. Eftir voru 291 sýni sem gáfu 294 greiningar. Miðgildi (spönn) aldurs sjúklinga var 47 (2-86) ár og 54% voru karlar. Nýgengi gauklasjúkdóma var 5,60/100.000/ár fyrir allt tímabilið. Það var 4,72 árin 1983-1987; 4,31 árin 1988-1992; 6,43 árin 1993-1997 og 6,84/100.000/ár tímabilið 1998-2002. Algengustu greiningar voru IgA-nýrnamein (24,1%), focal segmental glomerulosclerosis (10,2%), og sykursýkinýrnamein (8,2%). Membranous nephropathy (4,8%), minimal change disease (4,8%) og membranoproliferative glomerulonephritis (3,7%) voru frekar fátíðar greiningar. Ályktanir: Svo virðist sem nýgengi gauklasjúkdóma fari vaxandi þó ekki sé hægt að útiloka að aukin tíðni nýrnasýnistöku eigi þátt í þeirri nýgengisaukningu. IgA-nýrnamein er algengasta tegund gauklasjúkdóms hér á landi eins og víðast annars staðar. Athyglisvert er að focal segmental glomerulosclerosis er algengari en membranous nephropathy. V 9 Efnaskiptaáhættuþættir fyrir myndun nýrnasteina meðal sjúklinga í nýrnasteinagöngudeild Landspítala Ólafur Skúli Indriðason', Viðar Eðvarðsson2, Guðjón Haraldsson3, Eiríkur Jónsson’ og Runólfur Pálsson1-4 'Nýrnalækningum, lyflækningasviði I, 2Barnaspítala Hringsins, 3þvagfæra- skurðlækningum, skurðlækningasviði, Landspítala, 4læknadeild HÍ olasi@landspitali. is Inngangur: Þrátt fyrir miklar tækniframfarir við brot og brottnám nýrnasteina eru margir sjúklingar þjakaðir af endurteknum steinaköstum. Fyrir þá einstaklinga hefur verið lögð aukin áhersla á greiningu undirliggjandi áhættuþátta og fyrirbyggjandi meðferð. í þeim tilgangi var nýlega stofnuð sérstök nýrnasteinagöngudeild á Landspítala. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.