Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 5
Taugalæknafélag íslands Saga lítils en stórhuga félags Erla Dóris Halldórsdóttir Þann 21. apríl 1960 stofnuðu tveir taugalæknar sérgreinafélag, Taugalæknafélag íslands. Þetta voru þeir Kjartan Ragnar Guðmundsson (1906- 1977) og Gunnar Guðmundsson (1927-1999), sér- fræðingar í taugalækningum við Landspítalann. Engin taugalækningadeild var starfrækt hér á þessum tíma.1 Kjartan og Gunnar voru einu starfandi taugalæknar á íslandi árið 1960. Kjartan hafði hlotið sérfræðileyfi í taugalækningum 1942 og Gunnar 1959.2'3 Innan hins nýja félags skiptu þeir með sér verkum, Kjartan varð formaður og Gunnar ritari og gjaldkeri. Lætur Gunnar þess getið mörgum árum eftir stofnun félagsins að sumum hafi þótt það nokkuð broslegt að Taugalæknafélag íslands hafi verið stofnað „þar sem augljóst var að meðlimirnir gátu ekki orðið fleiri en sérfræðingarnir en þeir voru aðeins tveir."4 Vegna anna tókst ekki að skrásetja stofnfund félagsins í fundargerðabók „enda þótt [...] fundargerðabók hafi verið keypt skömmu eftir Gunnar Guðmundssonfyrsti ritari og gjaldkeri Taugalæknafélags íslands. stofnfundinn" eins og Gunnar orðaði það 11 árum eftir fundinn.1 Fyrsti aðalfundur Taugalæknafélags íslands var haldinn 11. október 1971, en við það tilefni skráði Gunnar stutta sögulega samantekt félagsins í fundargerðabók. Þar kom fram að margir fundir hefðu verið haldnir í félaginu þau 11 ár sem það hefði verið starfrækt „en flestir ef ekki allir óformlegir, mismunandi langir og á ýmsum stöðum [...] oftast á göngum Landspítalans eða í bílum formanns eða ritara."1 Þrátt fyrir að stofnendur Taugalæknafélagsins hafi aðeins verið tveir höfðu þeir ákveðnar hugmyndir um tilgang félagsins. Kjartan og Gunnar töldu að með því gætu þeir unnið sérgrein sinni og sjúklingum meira gagn en ella.4 Síðar kom í ljós að stofnun Taugalæknafélagsins markaði ákveðin þáttaskil í taugalækningum sem fólst m.a. í stórbættri þjónustu við sjúklinga með taugasjúkdóma. Kjartan R. Guðnntndssonfyrsti formaður Taugalseknafélags íslands. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.