Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 82
Eric Kugelberg fremst á myndinni til vinstri að taka taugarit. að starfa með handlæknum, sem meðhöndluðu heilaskaddaða hermenn. Hann dvaldi síðar eitt ár á Johns Hopkins sjúkrahúsinu í Baltimore. Eftir heimkomuna hélt hann áfram störfum á Serafimerlasarettet, og árið 1922 gerði hann sína fyrstu aðgerð á sjúklingi með heilaæxli. Fimm árum seinna gaf hann út ásamt Lysholm ritið Die Chirurgische Behandlung der Gehimtumoren. Árið 1930 var stofnuð taugaskurðdeild við sjúkrahúsið, og 1935 var Olivecrona skipaður prófessor í taugaskurðlækningum við Karolinska Institutet. Margir komu þangað til að læra af honum, og meðal þeirra var danski lieilaskurðlæknirinn Eduard Busch. Eftirmaður Olivecrona var Lars Leksell (1907-1986), sem þróaði stereotaktiskar aðgerðir og gamma hnífinn. I tíð Antonis varð taugalækningadeildin á Karolinska „útungunarstöð" næstu kynslóðar taugalækna í Svíþjóð, og fyrir tilstilli hans var Svenska Neurologföreningen stofnuð 1938. í lok þessa tímabils urðu til sjálfstæðir kennslustólar í taugalæknisfræði við gömlu háskólana í Uppsala og Lundi og við nýju skólana í Umeá og Gautaborg. í þessa stóla settust lærisveinar Antonis. Eftirmaður Antonis við Karolinska Institutet var Eric Kugelberg (1913-1983). Áður en hann varð prófessor í taugalækninum 1954, var hann yfir rannsóknardeild í klínískri taugalífeðlisfræði á Serafimerlasarettet.67 Þar þróaði hann vöðvaritun og lýsti ýmsum electromyographiskum fyrir- bærum. Ásamt Ragnar Múller (1915-2009) lýsti hann árið 1959 myopathiskum breytingum hjá sjúklingum með Cushings heilkenni. Ragnar Múller varð árið 1960 fyrsti prófessorinn í taugalæknisfræði í Umeá. Hann rannsakaði heila- og mænusigg (MS) og heilablóðfall. Karl Gunnar Wohlfart (1910-1961) sótti um kennslustöðuna á Karolinska á móti Kugelberg og var mjög sleginn að fá hana ekki. Sagan segir, að ein ástæða þess, hve sleginn hann varð, hafi verið frétt í dagblöðum, um að taugalæknirinn mikilsvirti frá Boston, Denny- Brown, sem var í dómnefndinni, hafi sagt, að hann væri ekki jafn hæfur og Kugelberg.68 Wohlfart hafði doktorspróf í læknisfræði og heimspeki og var auk þess frábær píanóleikari. Hann var afbragðs microskópisti, en aðalrannsóknarsvið hans var meinafræði sjúkdóma í vöðvum og úttaugum. Wohlfart-Welander-Kugelberg heilkennið ein- kennist af dauða hreyfitaugafrumna í mænu hjá ungu fólki. Wohlfart varð fyrsti prófessorinn í taugalæknisfræði í Lundi 1950. Þegar hann andaðist 1961, tók Ragnar Múller við stöðunni, en Lisa Welander (1909-2001) varð eftirmaður Múllers í Umeá. Hún eins og hinir hafði hlotið þjálfun í taugalækningum á Serafimerlasarettet hjá Antoni. Hennar áhugasvið voru einkum vöðvasjúkdómar. Tore Broman (1908-2000) var sonur Ivar Bromans anatómíuprófessors í Lundi, vinar Knud Krabbes. Broman lærði læknisfræði í Lundi. Eftir að hafa verið á Serafimerlasarettet hjá Antoni, varð hann yfirlæknir nýstofnaðrar taugalækningadeildar í Gautaborg 1951 og fyrsti prófessorinn þar í faginu 1954. Áhugi hans beindist að faraldsfræði taugasjúkdóma. Árið 1958 varð Karl-Axel Ekbom (1907-1977) fyrsti taugalæknisfræðiprófessorinn í Uppsala. Hann hafði áður starfað í um 20 ár 82 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.