Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 30
Sigurjón B. Stefánsson les úr heilariti. 1981 var nýtt vöðvaritstæki keypt (DISA). Síðan hafa vöðvaritstækin verið endurnýjuð tvisvar sinnum, fyrst 1990 (Dantec) og aftur 2008 (Medelec Synergy).112 Rannsóknastofa í klínískri taugalífeðlisfræði hóf starfsemi á Eiríksgötu 29 um það leyti sem Guðjón var ráðinn sérfræðingur og 14. desember 1981 flutti stofan á 1. hæð í húsnæði geðdeildar við Landspítalann. Þar fóru fram allar tauga- og vöðvarannsóknir og heilarit voru tekin þar. í ársskýrslu Ríkisspítala 1981 var sérstaklega tekið fram að 23.749 heilarit, þ.e. vökurit og svefnrit, hefðu verið tekin á vegum Landspítalans frá því að starfsemi heilarita hófst á spítalanum 1963.118 Arið 1987 var nýtt 21 rásar heilaritstæki keypt frá Japan og var það notað fram til 1999 en þá var farið að skrá heilarit á stafrænan hátt með tækjabúnaði sem kallast Nervus og var frá Taugagreiningu hf. Þetta fyrirtæki var upphaflega stofnað af Erni Snorrasyni, taugasálfræðingi og geðlækni, og náði það með tímanum góðum árangri í markaðssetningu á heilaritstækjabúnaði víða um heim.112'119 Árið 1988 var Sigurjón B. Stefánsson klínískur taugalífeðlisfræðingur fenginn til að leysa Guðjón S. Jóhannesson af í tvö ár. Nýtt tæki hafði þá nýlega verið keypt fyrir deildina (Biologic) til að mæla hrifrit (evoked potentials) og sá Sigurjón um að koma af stað hrifritsrannsóknunum á deildinni. Höfðu sams konar rannsóknir áður verið gerðar á Grensásdeild undir stjórn Ernis Snorrasonar og Torfa Magnússonar taugalæknis.28,112 Árið 1992 var farið að notast við svokallað „flogaveikisírit" á taugalækningadeild Land- spítalans en tækið hafði verið keypt fyrir söfnunarfé Landsambands áhugafólks um flogaveiki (LAUF). Tækið var í upphafi í umsjá Elíasar Ólafssonar taugalæknis sem numið hafði taugalækningar og taugalífeðlisfræði í Bandaríkjunum.28-112 Nýtt hrifritstæki sem var tæknilega betra barst deildinni 1997. Með því var hægt að gera sjón-, heymar- og líkamsskynhrifrit eins og með gamla tækinu, en úrvinnslumöguleikar gagna urðu mun fullkomnari.120 Árið 1995 tók til starfa rannsóknastofa í faraldsfræði taugasjúkdóma í húsnæði Háskóla Islands í Sigtúni 1 í Reykjavík. Rannsókninni stýrði Elías Ólafsson taugalæknir. Rannsóknastofan hafði hlotið styrk frá The National Institutes of Health í Bandaríkjunum til rannsóknar á faraldsfræði flogaveiki. Styrkurinn var til fimm ára og var rannsóknin unnin í samvinnu við Barnaspítala Hringsins og Columbiaháskóla f New York.121 Göngudeild taugalækningadeildar og endurhæfingardeiid Göngudeild fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma og endurhæfingardeild eru mikilvægir hlekkir í starfsemi taugalækningadeildar. Göngudeild taugalækningadeildar Landspítalans tók til starfa um það leyti sem taugalækningadeild var opnuð í nóvember 1967. Deildin sem staðsett var í kjallara nýja spítalans var fyrir þá sjúklinga sem höfðu legið á taugalækningadeild en þurftu áfram sérfræðilegt eftirlit eftir útskrift.4 Haustið 1980 flutti göngudeild taugalækn- ingadeildar í nýtt húsnæði í geðdeildarbyggingu og kemur fram í ársskýrslu Ríkisspítala 1981 að starfsemi deildarinnar hafi aukist mjög við það að sérfræðingar taugalækningadeildar fengu betri aðstöðu til móttöku göngudeildarsjúklinga. Deildarstjóri göngudeildar taugalækningadeildar var þá Oddný Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. I skýrslu hennar um starfsemi deildarinnar kom fram að starf hjúkrunarfræðinga á göngudeild hafi einkum falist í því að „aðstoða sérfræðing við skoðun sjúklings, til að mynda aðstoða sjúkling úr og í fatnað, taka blóðþrýsting og púls, aðstoða við ýmsar sýnitökur ef þurfa [þótti] og koma sýnunum á rétta staði."118 Haustið 1981 varbættviðgöngudeildarþjónustu þegar farið var að taka á móti sjúklingum með 30 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.