Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 63
Guillaume Betijamin Amand Duchenne rannsakar starfsemi andlitsvöðva með rafórvun. taugakerfisins. Einn þessara lækna var Frakkinn Guillaume Benjamin Amand Duchenne (1806- 1875). Hann lærði læknisfræði í París, en stundaði síðan lækningar í heimaborg sinni, Boulogne- sur-Mer, þar til eiginkona hans andaðist, og hann flutti til Parísar á ný til að sinna köllun sinni - taugalæknisfræðinni. Duchenne de Boulogne fékk aldrei fast starf á sjúkrahúsum Parísarborgar, heldur vann hann sjálfstætt við lækningar og rannsóknir. Hann hafði áhuga á notkun rafmagns í læknisfræði, bæði til meðhöndlunar og rannsókna. Með raförvun kannaði hann vöðvastarfsemi hjá heilbrigðum og sjúkum, og til að glöggva sig betur á sjúkum vöðvum tók hartn vöðvasýni. Eftir honum er nefndur vöðvasjúkdómurinn Duchenne muscular dystrophy. Jean-Martin Charcot (1825- 1893) varð vinur Duchennes og kallaði hann „mon maitre". Duchenne varð einna fyrstur manna til að nota ljósmyndir við myndskreytingu bóka, en Charcot tók það einnig upp og varð meistari í myndtækni við kennslu. Síðustu árin lagði Duchenne fyrir sig smásjárskoðun undir handarjaðri Charcots, sem þá var orðinn prófessor í meinafræði við Parísarháskóla. Árið 1882, sjö árum eftir andlát Duchennes, var Jean Martin Charcot skipaður prófessor í taugalæknisfræði, og á þeim degi hefur hann vafalaust hugsað til „mon maitre", sem aldrei hlaut akademíska viðurkenningu í heimalandi sínu. Frakkland - Hvernig Charcot krufði heilann og síðan sálina22 Á vinstri bakka Signu í París, ekki langt frá Austerlitz brautarstöðinni, er Pitié-Salpétriére sjúkrahúsið. Fyrir daga frönsku byltingarinnar kallaðist það Hospice de la Salpétriére. Upphaflega var þarna saltpétursgeymsla fyrir púðurgerð, en á dögum Lúðvíks 14. (1638-1715) voru reist þar frekari húsakynni fyrir óæskilega þegna ríkisins. Ákveðið hafði verið að hreinsa til í ríkinu, og í þeim tilgangi var stofnaður Hópital général í hverri borg. Þessir „spítalar" voru ekki sjúkrahús í nútímaskilningi heldur geymslustaðir fyrir vandræðafólk. Tveir helstu „spítalar" í París voru Bicétre fyrir karla og Salpétriére var fyrir konur. Með tímanum breyttust þessar stofnanir í sjúkraheimili, og í frönsku byltingunni var Salpétriére kallað Hospice de la Vieillesse- Femmes. Þarna voru um 10000 konur til heimilis, og það var þarna, sem Philippe Pinel (1745-1826) leysti þær geðsjúku úr hlekkjunum árið 1795.23 Nokkurn spöl frá Salpétriére, hinum megin við Jardin des Plantes, stóð la Pitié, stofnun fyrir betlara, sem síðan varð einnig sjúkrastofnun. Jean-Martin Charcot hóf nám í læknisfræði 1843 og lauk því eftir fimm ár. Þá tók við fjögurra ára sérfræðinám í lyflæknisfræði og meinafræði. Næstu 10 ár starfaði hann við ýmis sjúkrahús í París og einnig sjálfstætt. Árið 1862 var hann ráðinn að Salpétriére spítalanum. Þar var hans starfsvettvangur til dauðadags, og þar byggði hann upp taugalæknisfræði sem sérgrein. Þegar Charcot hóf störf á Salpétriére voru þar um 5000 konur, flestar vel fullorðnar. Tæplega helmingur þeirra var talinn hafa geðsjúkdóma, en hinar voru fátæklingar illa farnir af líkamlegum sjúkdómum, þar á meðal flogaveiki og hysteríu. Sá hluti sjúklinganna, sem var með líkamlega sjúkdóma, var settur í umsjá Charcots og starfsfélaga hans, Alfred Vulpians (1826-1887). Þeir félagarnir tóku nú til við að skoða og flokka sjúklingana, og þegar sjúklingarnir létust, krufðu þeir líkin samkvæmt Parísarskólahefð. Smásjáin var nú orðin það LÆKNAblaöið 2010/96 Fylgirit 64 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.