Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 89
Líveríj Osípovítsj Vladímír Míkhajlovítsj Darkshevítsj. Bekhterev (HBaH riaBJioBHH Mep*eeBCKHíí 1838-1908), leit svipuðum augum á geðlæknisfræði og Griesinger í Berlín. Eftir að hafa varið doktorsritgerð um hitastjóm líkamans hjá geðsjúkum 1881, hélt Bekhterev til útlanda. Hann dvaldi hjá Paul Emil Flechsig í Leipzig. Þar lýsti hann nucleus vestibularis superior (efri andarkjarni) fyrstur manna, og var þessi kjarni lengi nefndur eftir Bekhterev. í Leipzig lagði hann einnig stund á sálfræði. Kennari hans var Wilhelm Wundt (1832-1920), einn þeirra frumkvöðla, sem gerðu sálfræði að vísindagrein. Bekhterev var einnig í París hjá Charcot. Eftir heimkomuna 1885 varð hann prófessor í Kazan. Árið 1893 var hann kallaður til St. Pétursborgar og varð eftirmaður síns gamla kennara, Merzhejevskíjs, við tauga- og geðdeild herakademíunnar. Þessari stöðu fylgdi hershöfðingjanafnbót. Þegar Bekhterev lét af yfirmannsstörfum 1913, var deildinni skipt upp í geðdeild og taugalækningadeild. Yfirmaður taugalækningadeildarinnar og prófessor varð Míkhaíl Níkholajevítsj Zhúkovskíj (MnxaHJi HnKOJiaeBnn IKyKOBCKHÍi 1868-1916). Armeninn Míkhaíl Ívanovítsj Astvatsatúrov (Mnxaiui HBaHOBHH Ac'i'Bana’iypoB 1877-1936) tók við af honum. Hann hafði mikinn áhuga á hugmyndum Hughlings Jacksons og þróaði þær frekar.86 Taugalækningar voru stundaðar víðar í St. Pétursborg en á herakademíunni. Leoníd VasíljevítsjBlúmenaú(JIeoHHflBacHJibeBHHEjiyMeHay 1862-1931) varð prófessor í taugalæknisfræði árið 1903 við Klínísku ríkisstofnunina, sem kennd var við prinsessuna Friederike Charlotte Marie von Wurttemberg (1806-1873). Blúmenaú hafði lagt stund á taugalæknisfræði hjá Flechsig í Leipzig og Charcot í París. Ljúdvíg Martynovítsj Pússep (JlioflBiir MapTbiHOBHH nyccen 1875-1942) ívan Petrovítsj Pavlov. var frumkvöðull í taugaskurðlækningum við Keisaralegu medico-chirurgisku herakademíuna í St. Pétursborg undir handarjaðri Bekhterevs. Hann varð reynslunni ríkari, eftir að hafa verið læknir í stríði Rússa og Japana 1904-1905. Árið 1907 stóð Bekhterev fyrir uppbyggingu Psyko-neurológíu stofnunarinnar í St. Pétursborg, og þar var einnig opnuð taugaskurðlækningadeild. Árið 1910 varð Pússep prófessor í taugaskurðlækningum.87 Á 19. öld voru taugalæknafélög stofnuð í Moskvu, Kazan og St. Pétursborg. í Sovétríkjunum var Alsambandsfélag taugasjúkdómalækna og geðlækna (BcecoK)3Hoe oðmecTBO HeBponaTOJioroB ii ncnxnaTpoB) stofnað árið 1936. Árið 1991 skiptist félagið í tvennt, Alrússneska félag taugalækna (BcepoccniicKoe oóihcctbo HeBpojioroBj og Alrússneska félag geðlækna (BcepoccniícKoe oðiuecTBO ncnxnaTpoB). Bekhterev hafði góða þekkingu á sálarfræði og setti fram kenningu, sem tengir sálarlíf og heilastarfsemi. Kallaði hann kenninguna reflexológíu.88 Með reflexológíu sinni var Bekheterev kominn í samkeppni við ívan Petrovítsj Pavlov (HBaH neTpoBHH Hubjiob 1849-1936), lífeðlisfræðinginn við háskólann í St. Pétursborg, sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1904 fyrir vinnu sína við kirtla meltingarvegarins. Seinna fór Pavlov að rannsaka viðbrögð hunda við óskilyrtu og skilyrtu áreiti. Óskilyrt viðbragð hunds er að slefa, þegar fæða kemur í munn hans. Skilyrt viðbragð er hins vegar að slefa, þegar ljós blikkar eða bjalla hljómar. Hægt er að kenna hundi skilyrt viðbragð með því að láta ljós blikka eða bjöllu hljóma nokkrum sinnum stuttu áður en fæðan er sett í munn hans. Pavlov gerði mikilvægan greinarmun á mönnum og dýrum. Hjá dýrum eru tvenns konar áreiti möguleg, innan frá líkamanum Lev Semenovítsj Vygotskíj. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.