Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 9
íslands að hann hefði lokið tilskildu sérfræðinámi og landlæknir mælt með leyfisveitingunni. Engar sérgreinar í læknisfræði voru nefndar í þessum lögum. Það var á valdi læknadeildar Háskóla íslands að setja reglur um nám sérfræðinga í læknisfræði og þurfti ráðherra að staðfesta þær.21 Fyrstu læknar sem hlutu sérfræðingsleyfi samkvæmt lögunum frá 1932 voru Kristinn Björnsson (1902-1972) sérfræðingur í handlækn- ingum og Kristján Sveinsson (1900-1985) augnlæknir. Læknar sem höfðu starfað sem sérfræðingar áður en lögin gengu í gildi fengu að halda réttindum sínum.6,23 Sérfræðingum í lækningum fjölgaði hratt þegar líða tók á 20. öld og árið 1950 eru 68 sérgreinalæknar á lista Læknafélags Reykjavíkur. Félagið hafði þá látið taka saman fjölda sérfræðinga og skrifað bréf til nokkurra þeirra um tillögur vegna greiðslna fyrir ýmiss konar læknisverk en semja átti nýja gjaldskrá fyrir sérgreinalækna. Það sem vekur athygli er að Jóhann Sæmundsson og Kjartan R. Guðmundsson, sérfræðingar í taugalækningum, eru nefndir á sama lista og þeir sem höfðu sérfræðileyfi í tauga- og geðlækningum en tekið var sérstaklega fram að Jóhann og Kjartan hefðu eingöngu sérfræðileyfi í taugalækningum.24 Ekkert varð úr því að ný reglugerð um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa tæki gildi á íslandi 1. janúar 1960. Samkvæmt henni átti að veita læknum sérfræðiviðurkenningu í 18 aðalsérgreinum læknisfræði og þær voru þessar: lyflækningar, handlækningar, geðlækningar, kvensjúkdóma- og fæðingarlækningar, berklalækningar, barnalækn- ingar, taugalækningar, húð- og kynsjúkdóma- lækningar, bæklunarlækningar, háls-, nef- og eymalækningar, augnlækningar, taugahand- lækningar, skapnaðarlækningar (urðu síðar að lýtalækningum), orkulækningar, röntgen- lækningar, svæfingar- og deyfingar, lækninga- rannsóknir og aðrar lækningagreinar en þær voru ekki skilgreindar á annan hátt en að veita mátti sérfræðileyfi í öðrum lækningagreinum en þeim sem að framan greindi að fullnægðum samsvarandi kröfum um sérnám. Ekki átti að veita læknum sérleyfi nema í einni aðalsérgrein og mun það ákvæði hafa komið frá læknadeild Háskóla íslands og rökin þau að ómögulegt væri fyrir lækna að stunda eða halda sér við í fleiri en einni sérgrein.24'25 í desember 1959bárust Læknafélagi Reykjavíkur tillögurumreglugerðinaíþvíformisemlæknadeild Háskólans hafði sent heilbrigðisyfirvöldum. Ekki hafði verið óskað eftir umsögn Læknafélags Reykjavíkur um reglugerðina og hún aldrei borin undir stjórn félagsins. í áliti Læknafélags íslands um reglugerðina kom fram að hún þótti „fljótfærnislega samin og mjög ábótavant í mörgum megin atriðum".24 í ljósi þessa var ákveðið að fresta gildistöku hennar.24 Tíu ár liðu þar til ný reglugerð um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa gekk í gildi. Ný læknalög gengu í gildi 23. júní 1969. Samkvæmt þeim mátti enginn kalla sig sérfræðing í læknisfræði nema hann hefði fengið leyfi ráðherra til þess. Það var áfram á ábyrgð læknadeildar Háskóla íslands að setja reglur um nám sérfræðinga sem ráðherra staðfesti. Reglugerð um lækningaleyfi og sérfræðileyfi gekk í gildi 1. maí 1970. Samkvæmt reglugerðinni skyldi sérnám fara fram á sjúkrahúsum eða stofnunum sem viðurkenndar voru til slíks náms. Ráðherra veitti slíka viðurkenningu að undangengnu mati á starfseminni. Þá áttu læknar í sérnámi að starfa sem aðstoðarlæknar í fullu starfi á þeim sjúkrahúsum eða stofnunum þar sem þeir voru í námi.26 Veita mátti sérfræðileyfi í 16 aðalsérgreinum læknisfræðinnar. Þær voru: augnlækningar, bamalækningar, geðlækningar, geislalækningar (röntgenlækningar), háls-, nef- og eymalækningar, heimilislækningar, embættislækningar, húð- og kynsjúkdómalækningar, kvenlækningar, lyflækn- ingar, meinafræði, orkulækningar, skurðlækningar, svæfingar, deyfingar og taugalækningar. Þá mátti veita lækni sérfræðileyfi í öðrum greinum læknisfræði en þeim sem að framan greinir ef fullnægt var kröfum um sérmenntun að mati læknadeildar. í því sambandi er vert að nefna að tveir íslenskir læknar fengu sérfræðileyfi í grein sem metin var sem aðalsérgrein í læknisfræði, þ.e. í klínískri taugalífeðlisfræði, á grundvelli þessarar reglugerðar eins og fjallað verður um hér á eftir. Enginn læknir gat þó hlotið sérfræðileyfi nema í einni aðalsérgrein í læknisfræði. Þá mátti veita læknum í fyrsta skiptið sérfræðileyfi í 24 undirgreinum aðalsérgreina í læknisfræði.26 Til þess að læknir gæti fengið sérfræðileyfi í taugalækningum samkvæmt reglugerðinni frá 1970 átti hann að hafa stundað sérnám í taugalækningum. Námstíminn var tvö ár á LÆKNAblaöið 2010/96 Fylgirit 64 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.