Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 39
var tekinn í notkun nýr tækja- og tölvubúnaður sem Bandalag kvenna í Reykjavík hafði gefið stofnuninni vegna alþjóðaárs fatlaðra 1981. Með tækjasamstöðu þessari var hægt að kanna starfsemi skerðingar í heila (TAS=Topographical Activity System) og sá Emir um þá starfsemi.149 Samkvæmt ársskýrslu endurhæfingardeildar Borgarspítalans 1986 kemur fram að farið var að framkvæma heilakort við taugalífeðlisfræði- og taugasálfræðieiningu á Grensási. Orðið „bím" var notað um þessi heilakort en þau nefnast á ensku, „brain electrical activity mapping" eða „Beam" og áfram sá Emir Snorrason um þessar rannsóknir. Frá árinu 1987 var farið að framkvæma mælingar á Grensási þar sem hægt var að sýna fram á skemmdir í sjóntaug (visual evoked response, VER), heilastofni (Brainstem auditory evoked response, BAER), mænu (somatosensory evoked response, SER) og heila (BÍM). Auk þess voru þessar mælingar framkvæmdar til að mæla heyrnarskerðingu hjá nýbumm og ungum börnum sem ekki var hægt að greina á annan hátt.150-141 í september 1990 hætti Emir Snorrason tauga- sálfræðingur og læknir á deildinni og við tók Torfi Magnússon taugalæknir. í lok ársins 1994 hófust þar vöðva- og taugaritsrannsóknir þegar Finnbogi Jakobsson taugalæknir kom til starfa.147 Finnbogi tók við taugalífeðlisfræðieiningu 1996 en deildin sameinaðist sams konar einingu frá Landspítalanum og flutti á A2 í Fossvogi árið 2002.145 Framhaldsnám í tauga- lækningum á íslandi Sérfræðinám í taugalækningum hérlendis hefur verið eitt af baráttumálum stjórnar Tauga- læknafélags íslands um langt skeið. Umræða um sérfræðinám í taugalækningum við taugalækn- ingadeild Landspítalans var tekin fyrir í fyrsta skipti á félagsfundi í Taugalæknafélagi Islands 16. október 1972. Þá ræddi Kjartan yfirlæknir um hæfni taugalækningadeildarinnar til framhalds- menntunar lækna. Kjartan hafði séð um kennslu í taugasjúkdómum við læknadeild Háskólans frá 1957. Á sama fundi var samþykkt af félagsmönnum í Taugalæknafélaginu að framhaldsmenntun lækna í taugalækningum gæti farið fram hér ef ákveðnum skilyrðum yrði fullnægt.25 Þau fólu í sér eftirfarandi: 1) Kennslunýtingu allra taugasjúklinga á spítölum Reykjavíkursvæðis. 2) Fullt aðstoðarlæknisstarf á taugalækningadeild Landspítalans. 3) Starfa með taugalæknum á öðrum deildum spítalans.25 Var Ásgeiri B. Ellertssyni ritara félagsins falið að tilkynna dósent við læknadeild í tauga- sjúkdómum um niðurstöðu fundarins en þeirri stöðu gegndi Kjartan. Ekkert virtist því til fyrirstöðu að framhaldsnám í taugalækningum gæti hafist en svo virðist sem ekkert hafi orðið úr því. Þó er þess getið í læknatali, Læknar á íslandi, að Grétar Guðmundsson læknir hafi hafið sérfræðinám í taugalækningum við taugalækningadeild Landspítalans í nóvember 1972. Hann sagði mörgum árum síðar að á þessum tíma hefði hann ekki verið búinn að ákveða hvaða sérgrein hann teldi vænlegasta en eftir veruna á taugalækningadeild Landspítalans 1972 og á Grensásdeild 1973-1974 taldi hann „neurologiu" koma vel til greina.28151 Árið 1976 hélt Grétar til Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi og lauk þaðan sérfræðinámi í taugalækningum.28 Fleiri íslenskir læknar áttu eftir að hefja sérnám í taugalækningum á íslandi eins og fjallað hefur verið um í kaflanum Sérfræðingar og fyrstu lög um sérfræðimenntun lækna hér að framan. Samkvæmt fylgiskjali 2 með reglugerð um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa nr. 305 frá 1997 veitti þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, taugalækningadeild Landspítalans og Grensás- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur viðurkenningu til sémáms.42 Sérfræðinám í taugalækningum á íslandi var aftur tekið fyrir á fundi í Taugalæknafélaginu í september 2002. Ástæðan var skortur á aðstoðarlæknum og stungu Haukur Hjaltason og Elías Ólafsson upp á því að framhaldsnámi í taugalækningum yrði komið á hér á landi. Þeir báru fram þá tillögu að námið stæði í eitt til tvö ár þar sem farið yrði yfir ákveðið „pensúm". Námið yrði að vera metið erlendis. Tekið var sérstaklega fram að við sérnámið yrði höfð til hliðsjónar reglugerð um veitingu sérfræðileyfis frá 1997. Vísir að sérfræðinámi í taugalækningum á íslandi var aftur tekinn fyrir á fundi sem haldinn var í Taugalæknafélaginu 30. september 2002. Þá benti Sigurlaug Sveinbjömsdóttir á að breikka LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.