Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 38
haustsins 2002 og hafði þá að jafnaði 24 rúm. Fyrri hluta sumars 2002 flutti sjúkradeild taugalækningadeildar Landspítalans á Grensás og sameinaðist deildinni þar. Sameinaðar fluttu svo þessar deildir á B-2 í Fossvogi og mynduðu þar nýja taugalækningadeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss (LSH) 4. nóvember 2002 með 22 rúmum. Ásgeir B. Ellertsson hætti yfirlæknisstörfum við flutning taugalækningadeildar og Elías Ólafsson prófessor varð yfirlæknir sameinaðrar deildar. Ingibjörg S. Kolbeins hjúkrunardeildarstjóri á deild E-61 starfaði áfram á Grensási undir merkjum endurhæfingar.130 Gigtardeild á Grensási Deild E-62 sem staðsett var á 2. hæð á Grensási hóf starfsemi í lok árs 1973. Sú deild var einkum fyrir sjúklinga með „gigtarsjúkdóma, bakverki, alls konar beinbrot og afleiðingar slysa".132 Fyrsta deildarhjúkrunarkonan á þeirri deild var Ása Aðalsteinsdóttir og fyrsti sérfræðingur deildarinnar var Jóhann G. Þorbergsson gigtar- læknir. Margrét Hjálmarsdóttir tók við sem deildarstjóri 1977 en fór í leyfi frá störfum 1988 og við tók Valgerður L. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur.137 Margrét kom aftur til starfa 1989 og tók við deildarstjórastöðunni og var þar fram til 2000.141'142 í byrjun árs tók Þórdís Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur við sem deildarstjóri deildarinnar og gegndi hún því starfi til loka september sama ár en þá tók hún við starfi sviðsstjóra hjúkrunar á endurhæfingarsviði. Þórveig Hulda Bergvinsdóttir (1955-2009) hjúkrunarfræðingur tók við starfi deildarstjóra á deildinni og gegndi því starfi til 1. maí 2009.143 Heila- og mænuskaðaeining tók til starfa á deild E-62 þegar deildin hóf starfsemi. Auk heila- og mænuskaða tók einingin við öðrum sjúklingum frá heila- og skurðlækningadeild spítalans eins og afleiðingum heilamengisblæðinga og heilaæxla.136 Árið 1993 voru fjórar einingar starfræktar á endurhæfingar- og gigtardeild, þ.e. almenn endurhæfingareining, gigtareining, heila- og mænuskaðaeining og biðeining.139 Nafni deildar- innar var breytt í R-2 árið 1998.144 Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Þann 1. janúar 1973 var hjúkrunar- og endur- hæfingardeild í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg lögð undir Grensásdeild. Þar var starf- rækt 30 sjúkrarúma hjúkrunardeild, deild E-63.145 Frá því í október 1955 hafði mænusóttardeild verið staðsett í Heilsuverndarstöðinni og í febrúar 1956 var hún nefnd lyflækningadeild og farsóttadeild Bæjarspítalans í Reykjavík. Lyflækningadeildin flutti 1967 úr Heilsu- verndarstöð á Borgarspítalann í Fossvogi. Deildin í Heilsuverndarstöðinni varð þá hjúkrunar- og endurhæfingardeild og það var svo í byrjun janúar 1973 sem hún fór undir stjóm yfirlæknis endurhæfingardeildar Borgarspítalans.5-145 Arndís Bjarnadóttir (1915-2005) var fyrsti hjúkrunardeildarstjóri hjúkrunar- og endurhæf- ingardeildar í Heilsuverndarstöðinni, þ.e. eftir að deildin varð hluti af endurhæfingardeild Borgar- spítalans.134-135 Guðmundur Elíasson sérfræðingur í lyflækningum sá um læknisþjónustu á deildinni en hann lét af störfum 1987.28- 146 Þá sinnti Gísli Einarsson sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækningum læknisstörfum á deildinni og svo þeir Finnbogi Jakobsson tauga- læknir og Halldór Steinsen gigtarlæknir.137' 147Árið 1986 voru gerðar miklar umbætur á deildinni og eftir það var fjöldi sjúklinga á deildinni 25 talsins. Sama ár lét Arndís Bjarnadóttir deildarstjóri af störfum vegna aldurs og við tók Ingibjörg Hjálmarsdóttir 1. janúar 1987.148 Ingibjörg hætti störfum árið 1988. Þá tók Björg Einarsdóttir við sem deildarstjóri og gegndi því starfi þar til deildin var lögð niður í lok ársins 1996.137 Þar með lauk 41 árs starfsemi legudeildar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Eldri sjúklingar deildar E-63 voru fluttir á Landakot en þeir yngri á 2. hæð Grensásdeildar.145 í byrjun febrúar 1997 fluttu sjúklingar og starfslið E-63 frá Grensásdeild í Skógarbæ.140 Taugalífeðlisfræði- og tauga- sálfræðieining á Grensási I byrjun níunda áratugar 20. aldar var farið að starfrækja sérstaka taugalífeðlisfræði- og taugasálfræðieiningu á Grensási og sá Ernir Snorrason taugasálfræðingur um þá starfsemi. Taugarannsóknir fóm fram í kjallara sundlaugar- byggingar á Grensási. Frá 1980 höfðu verið gerðar taugagreinismælingar þar og í lok ársins 1984 38 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.