Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 36
spítalanum áttu að vera tvær sjúkradeildir fyrir 30 sjúklinga hvor, ásamt aðstöðu til sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar og fleira.5 í júní 1972 var staða yfirlæknis í orkulækning- um, eins og sérgrein endurhæfingarlækninga var kölluð þá, við Borgarspítalann auglýst laus til umsóknar. Kom fram í umræddri auglýsingu að umsækjandi ætti að vera sérfræðingur í orkulækningum eða hafa starfsreynslu á sviði endurhæfingar því að honum var „ætlað að stjórna allri starfsemi á því sviði á sjúkrastofnunum borgarinnar, jafnframt því að vera yfirlæknir Grensásdeildar Borgarspítalans."129 Ásgeir B. Ellertsson taugalæknir sem hafði starfað í hálfu starfi sem sérfræðingur í taugalækningum á lyflækningadeild Borgarspítalans sótti um stöðuna. Reyndar hafði ráðning hans sem sérfræðings í taugalækningum á Borgarspítal- anum valdið orðaskiptum meðal félagsmanna í Taugalæknafélagi íslands á þeim tíma. Sumum í félaginu þótti ráðning hans ekki samræmast stefnu félagsins um að stofnuð yrði önnur taugalækningadeild til viðbótar þeirri sem fyrir var á Landspítalanum. Fundarmenn komust þó að þeirri niðurstöðu að ráðning sérfræðings í taugalækningum við Borgarspítalann væri æskileg og myndi stuðla að bættri þjónustu við sjúklinga með heila- og taugasjúkdóma.1 Ásgeir B. Ellertsson taugalæknir var ráðinn sem yfirlæknir endurhæfingardeildar 1. janúar 1973.130 í viðtali sem tekið var við Ásgeir og birtist í Lyfjatíðindum 2007 segist hann hafa verið kominn með þann tíma sem þurfti til að sækja um sérfræðiviðurkenningu í orkulækningum, en þá hefði hann þurft að hætta sem taugalæknir þar sem læknar á íslandi gátu aðeins orðið sérfræðingar í einni aðalgrein læknisfræði. Þegar hann svo tók eftir að mönnum þótti „dálítið pirrandi að hafa taugalækni sem yfirlækni á endurhæfingardeild" ákvað hann að venda sínu kvæði í kross og sótti 1982 um sérfræðiviðurkenningu í endurhæfingar- og orkulækningum í Svíþjóð. Þar hafði hann verið við sérnám í tauga- og endurhæfingarlækningum áður en hann lauk doktorsprófi 1969.28, 131 Stuttu eftir að Ásgeiri var veitt yfirlæknisstaða endurhæfingardeildar Borgarspítalans ferðaðist hann til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna sér starfsemi á endurhæfingardeildum þar.28 Fyrsti aðstoðarlæknir á Grensásdeild var Grétar Guðmundsson síðar taugalæknir.1301 apríl Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. Deild E-63, hjúkrunar- og endurhæfingardeild n Heilsuverndarstöð var iögð undir Grensásdeild árið 1973. 1973, rétt áður en starfsemi hófst á Grensásdeild, var auglýst eftir læknaritara við stofnunina og var Ásta Hallgrímsdóttir ráðin. Hún er jafnframt fyrsti læknaritari stofnunarinnar.130-132 Þegar Grensásdeild hóf starfsemi 1973 tók endurhæfingardeild á Borgarspítalanum til starfa og fór starfsemi hennar fram á þremur stöðum, þ.e. í aðalbyggingu Borgarspítalans sem meðferðardeild með sjúkraþjálfunarþjónustu við deildir spítalans, í Heilsuverndarstöðinni við Barnósstíg þar sem voru 30 sjúkrarúm með sjúkra- þjálfun og fleira og á Grensási. Einn aðalburðarás endurhæfingarinnar var og er sjúkraþjálfun. Hún var rekin sem ein heild undir stjórn Köllu Malmqvist yfirsjúkraþjálfara en hún kom til starfa á Borgarspítalann í september 1969. Sigrún Knútsdóttir var frá byrjun yfirsjúkraþjálfari á Grensási og er hún enn þar að störfum. Iðjuþjálf- unin var í byrjun byggð upp og stjórnað af þýskum iðjuþjálfum, en lengi vel hefur Sigrún Garðarsdóttir yfiriðjuþjálfi verið þar í forystu. Félagsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, talþjálfun og fleira eru mikilvægir þættir endurhæfingar.130431 Endurhæfingar- og taugadeild Árið 1973 tóku tvær sjúkradeildir til starfa á Grensásdeild, deild E-61 og deild E-62. Önnur deildin, deild E-61 sem ætluð var sjúklingum „með einkenni frá heila- og taugakerfi eins og heilablóðföll, þverlamanir, Parkinsonsjúkdóma, MS, taugabólgur, brjósklos, afleiðingar heilaæxla og höfuðverkjasjúklinga" tók til starfa 26. apríl sama ár.130 133 Fyrsta deildarhjúkrunarkonan á þeirri deild var Álfheiður Ólafsdóttir og fyrsta hjúkrunarkona sem réði sig við deildina var 36 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.