Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 99
auðvitað um þá evrópsku taugalækna, sem unnu aðallega á stofu. Starf venjulegs geðlæknis á 19. öld og í byrjun þeirrar 20. tengdist geðveikrahælinu með sín erfiðu vandamál eða svokallaðri „psýkíatría major". Bandaríska lausnin á vanda geðlæknisfræðinnar var sú, að geðlæknir yrði sérfræðingur bæði í psýkíatría major og psýkíatría minor. Þessi stefna hefur orðið ofan á víðast hvar. Geðlæknar sjá sjúklinga með geðræn vandamál allt frá geðrofi til léttrar taugaveiklunar. Taugalæknar sjá hins vegar einkum sjúklinga með vefræna sjúkdóma, en stundum verður ekki greint á milli „efnis og anda", og á það jafnt við hér og aðrar greinar klínískrar læknisfræði. Hér að ofan hefur mikið verið talað um, hverjir voru fyrstir prófessorar í taugalæknisfræði í þeim löndum, sem rætt var um. Astæðan er sú eins og áður hefur verið getið, að akademískt sjálfstæði sérgreinar innan fræðasamfélagsins er fyrst viðurkennt með veitingu kennslustöðu í greininni, og er þá venjulega átt við prófessorsstöðu. Það kemur síðan í hlut prófessorsins að byggja upp sérgreinina. Samt er rétt að átta sig á því, að „prófessor" og „prófessor" er ekki alltaf það sama. í Evrópu voru prófessorar í læknisfræði launaðir ríkisstarfsmenn, og stöðunni fylgdi spítaladeild, kennsluaðstaða og rannsóknarstofa.108 í Banda- ríkjunum var prófessorsstaðan hins vegar í byrjun mun lausari í reipunum. Venjulegt var, að nemendur greiddu prófessornum þóknun fyrir kennsluna, ekki var sjálfgefið, að stöðunni fylgdu föst laun, sjúkrahúsdeild og rannsóknarstofa. Þetta breyttist með tímanum og oft á þann hátt, að vel efnuð fjölskylda eða fyrirtæki gáfu háskóla peningasjóð til að stofna prófessorsstöðu með öllu, sem henni fylgdi, og með því að ávaxta sjóðinn var stöðunni síðan haldið gangandi. Var þá staðan gjarnan kennd við nafn gefandans. Þetta hefur reynst vel. Það, að fjölskylda eða fyrirtæki taki að sér að kosta prófessorsstöðu í fáein ár í senn eins og sums staðar hefur tíðkast, hefur ekki reynst eins árangursríkt. Vafalaust hefði mátt leggja meiri áherslu á mikilvægi taugalæknafélaga í þróun taugalæknis- fræðinnar. I félögum gátu taugalæknar sýnt samstöðu sína í baráttu fyrir eflingu greinarinnar. í upphafi var markmiðið venjulega að öðlast v'iðurkenningu annarra á mikilvægi og sjálfstæði sérgreinarinnar. Seinna, þegar viðurkenning hafði náðst, komu ný markmið fram, sem beindust að því að efla greinina í daglegu starfi, fræðslu og vísindum. The World Federation of Neurology var stofnað 1957. Þetta eru samtök taugalæknafélaga margra og ólíkra þjóða. Tilgangur samtakanna er í fyrsta lagi að koma betur á framfæri vísindalegri þekkingu innan taugafræðinnar. í öðru lagi ber að stuðla að alþjóðlegri samvinnu í taugavísindum, og loks er mikilvægt markmið að hjálpa þróunarríkjunum að byggja upp taugalækningar. Segja má, að með stofnun alþjóðlegra samtaka hafi taugalæknisfræði endanlega náð að verða sérgrein á heimsvísu. Þakkarorð Höfundur vill þakka eftirfarandi kollegum kærlega fyrir aðstoð og ábendingar. Ólafur Grímur Björnsson las handritið yfir á öllum stigum þess. Elías Ólafsson og Martin Grabowski lásu handritið yfir á lokastigi. Enchtuja Suchegin las yfir kaflann um Rússland og Sovétríkin. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.