Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 47
að skilja að bráðameðferð og endurhæfingu þessara
sjúklinga og töldu fundarmenn að endurhæfing
heilablóðfallssjúklinga ætti að vera í höndum
taugalækna. Þessi ályktun Taugalæknafélags
Islands vakti furðu og óánægju félagsmanna í
Félagi íslenskra endurhæfingarlækna á fundi
sem haldinn var í því félagi 9. september 1999.
Þar harmaði félagið að sérfræðingar í einni grein
læknisfræði skyldu „með þessum hætti vega að
starfsheiðri og kunnáttu kollega sinn í öðrum
sérgreinum."25 í framhaldi var ákveðið að senda
stjórn Taugalæknafélags íslands ályktun og þar
kom þetta m.a. fram:
Algengt er að sjúklingar með taugasjúkdóma þurfi á
þjónustu annarra sérfræðinga í læknisfræði að halda og
má þar nefna heila- og taugaskurðlækna, hjartalækna,
endurhæfingarlækna, þvagfæraskurðlækna, öldrunarlækna
og heimilislækna auk annarra. Allar þessar sérgreinar hafa
áratuga þróun að baki eftir að þær voru sérgreindar frá
gömlu aðalgreinunum, lyflækningum og skurðlækningum.
Hinn sérstaka þekkingarforða þessara greina er ekki að finna
í taugalækningum. Það þarf því að fara mjög langt aftur í
tímann til að finna ályktun taugalækna stað auk þess sem
með henni eru hagsmunir sjúklinga bornir fyrir borð með
alvarlegum hætti.25
Að lokum áréttaði Félag íslenskra endurhæf-
ingarlækna að læknisfræðileg endurhæfing
ætti að vera í höndum sérfræðinga í endur-
hæfingarlækningum og þessi réttur og skylda
sérgreinarinnar átti að vera jafn sjálfsögð og
annarra sérgreina. Eftir að ályktun Félags
íslenskra endurhæfingarlækna hafði borist stjóm
Taugalæknafélags íslands var ályktun félagsins
dregin til baka einkum vegna þess að hún
var talin geta valdið ónauðsynlegri „úlfúð"
milli endurhæfingarlækna og taugalækna. Tengsl
taugalækninga og endurhæfingar voru mjög
náin á þessum tíma bæði á Grensásdeild og
Landspítalanum og em enn.25
Gefur ráð um aksturs-
heimildir og hnefaleika
Ýmis mál hafa verið tekin fyrir á fundum í
Taugalæknafélagi íslands og verða ekki tíunduð
hér. Þó ber að nefna að árið 1980 óskaði landlæknir
eftir tillögum frá félaginu um hvaða reglur ættu
að gilda um útgáfu ökuskírteina til þeirra sem
haldnir væru flogaveiki því að nokkurs misræmis
gætti í áliti sérfræðinga um það hvenær ætti að
veita sjúklingum með flogaveiki ökuréttindi.
Málið átti eftir að skjóta upp kollinum aftur og
aftur á fundum félagins.25
Árið 1999, þegar leyfa átti hnefaleika, barst
fyrirspurn frá karlanefnd Jafnréttisráðs um hvort
Taugalæknafélag íslands hefði í hyggju að beita
sér á einhvern hátt í því. Taldi karlanefndin
þrennt mæla á móti leyfisveitingunni, þ.e.
hættu á höfuðáverkum og heilaskemmdum
í kjölfar hnefaleika, ofbeldi og þá staðreynd
að það eru karlar sem stunda hnefaleika og
að leyfið myndi ýta undir þá staðalmynd að
karlar séu ofbeldisfullir í eðli sínu. í svar-
bréfi Taugalæknafélags íslands koma fram að
félagsmenn voru alfarið á móti því að hnefaleikar
yrðu leyfðir hér á landi vegna heilsufarslegra
afleiðinga þeirra og bauðst félagið til að styðja við
bakið á þeim aðilum sem vildu halda uppi virkri
baráttu gegn hnefaleikum.25 Þrátt fyrir það gengu
í gildi lög um áhugamannahnefaleika árið 2002.161
Merki Taugalæknafélags
íslands.
Merki Taugalæknafélags íslands
Á fundi í Taugalæknafélagi íslands 6. maí 1991 var
fyrst farið að tala um merki fyrir félagið. Það var
ekki fyrr en tæpum 10 árum síðar sem Sigurður
Vilberg Sigurðsson röntgenlæknir var fenginn til
að hanna merkið. Árið 2003 var merkið fullbúið af
hálfu höfundar.25
Merkið sýnir höggorm umlykja taugafrumu
með taugaþræði og griplum. Stjórn Taugalækna-
LÆKNAblaöiö 2010/96 Fylgirit 64 47