Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 68
geðlækninum John Charles Bucknill (1817-1897). Sjúklingum fjölgaði mikið fyrstu árin á National Hospital, og fleiri læknar hófu störf þar. Þetta voru lyflæknar, sem höfðu áhuga á og sérhæfðu sig í taugasjúkdómum. Yfirleitt voru þeir einnig í starfi við önnur sjúkrahús líkt og Ramskill og Hughlings Jackson. David Ferrier vann einnig við Kings College Hospital, en þar varð hann prófessor í réttarlæknisfræði og seinna prófessor emeritus í taugameinafræði. William Gowers (1845-1915) starfaði einnig á University College Hospital eins og Henry Charlton Bastian (1837-1915), en hann var þar lyflæknisprófessor. Báðir höfðu þeir verið lærisveinar Sir John Russel Reynolds. Gowers er höfundur tveggja binda verks í taugalæknisfræði, A Manual of the Diseases of the Nervous System, sem fyrst var gefið út á árunum 1886 til 1888. Þessi kennslubók hefur verið kölluð „The Bible of Neurology". Victor Horsley (1857-1916), skurðlæknirinn á National Hospital, varð einnig prófessor í handlækningum við University College. Robert Marcus Gunn (1850-1909), augnlæknirinn á National Hospital, starfaði einnig á barnaspítalanum Hospital for Sick Children, sem stofnaður var 1852 við Great Ormond Street, rétt hjá Queen Square. Önnur kynslóð taugalækna við National Hospital hélt áfram að gera garðinn frægan. Má þar nefna Kinnier Wilson (1878-1937), Gordon Holmes (1876-1965), Charles Putnam Symonds (1890-1971), Francis Walshe (1885-1973) og Derek Ernest Denny-Brown (1901-1981), en sá síðastnefndi varð seinna prófessor í taugalæknisfræði við Harvard. Denis Williams (1908-1990) fór til Harvard 1937 á Rockefellerstyrk til að sérhæfa sig í taugalæknisfræði og sneri heim þaðan með fyrsta fullkomna heilaritstækið í Bretlandi. Kinnier Wilson hafði einnig stöðu ráðgefandi taugalæknis (consultant neurologist) við Westminster Hospital, og var það í fyrsta skipti, að staða læknis var þannig titluð í Bretlandi. A öðrum almennum sjúkrahúsum í London og í öðrum breskum borgum byggðust upp með tímanum taugalækningadeildir. Henry Head (1861-1940) er þekktur fyrir rannsóknir sínar á skynjun, en hann notaði fyrstur hugtökin „epicritical" og „protopathic" um skynhrif. Hann starfaði við National Hospital og London Hospital. Walter Russel Brain (Lord Brain) var við Maida Vale sjúkrahúsið og London Hospital. Efri röðfrá vinstri: Roger Cilliatt og ]ohn Simpson. Neðri röð: Bryan Mattheivs og David Marsden. Hann er þekktastur fyrir kennslubók, sem nú kallast Brain's Diseases of the Nervous System. Við London Hospital er nú öflug taugalækningadeild. í Manchester starfaði Geoffrey Jefferson (1886-1961), en árið 1939 varð hann fyrsti breski prófessorinn í taugaskurðlækningum í Bretlandi. í Manchester byggðist einnig upp taugalækningadeild.29 Taugalækningadeildir urðu til í Glasgow, Newcastle upon Tyne og Oxford um miðja 20. öld, og eins og artnars staðar í Bretlandi voru þær tengdar lyflæknisfræði (internal medicine) akademískt. Fyrsti prófessor í taugalæknisfræði í Bretlandi var Roger William Gilliatt (1922-1991), skipaður árið 1962 við University of London í tengslum við National Hospital. Árið 1964 varð John Simpson (1922-2009) prófessor í greininni í Glasgow, og 1970 varð Walter Bryan Matthews (1920-2001) prófessor í Oxford, en hann hafði áður verið taugalæknir í Manchester. Matthews fékk þjálfun í taugalæknisfræði í Manchester og við Kings College Hospital í London og var þannig á vissan hátt utan við Queen Square klúbbinn. Hann samdi 68 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.