Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 13
Finnbogi Jakobsson. Elías Ólafsson. Jakobsson árið 1989. Finnbogi hafði stundað sér- nám í taugalækningum við Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Hann hafði áður verið deildarlæknir á taugalækningadeild Landspítalans. Finnbogi varð sérfræðingur á taugalækningadeild Karolinska Sjukhuset að loknu sérfræðinámi. Árið 1995 fékk Finnbogi einnig sérfræðiviðurkenningu í undirgrein taugalækninga, klínískri tauga- lífeðlisfræði, eftir sérfræðinám í klínískri tauga- lífeðlisfræði á taugalífeðlisrannsóknarstofnun á Karolinska Sjukhuset. Árið 1991 varði hann doktorsritgerð í taugasjúkdómafræði, Studies of muscle fibre composition and motor unit recruitment in chronic hemiplegia, við Karolinska Institutet. Finnbogi hlaut vísindaverðlaun frá Svenska Lákarsallskapet úr sjóði Frithiof Lennmalms fyrir doktorsritgerðina og er hann eini íslenski taugalæknirinn sem hefur hlotið þessi verðlaun. Hann hóf að starfa sem sérfræðingur á taugalækningadeild Karolinska Sjukhuset árið 1989. Finnbogi var ráðinn taugalæknir á taugalækningadeild Landspítalans árið 1994 en starfaði síðar á tauga- og endurhæfingardeild á Grensásdeild. Finnbogi starfar nú sem sérfræðingur á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi.28-3738 Elías Ólafsson varð sérfræðingur í tauga- lækningum 1990. Hann fékk einnig sérfræðileyfi í taugalífeðlisfræði sem undirgrein taugalækninga sama ár. Hann var í sérnámi við New Britain General Hospital, University of Connecticut og á Boston City Hospital í Massachusetts í Bandaríkjunum á árunum 1983-1987. Elías var við sérfræðinám í taugalífeðlisfræði á Lahey Clinic Medical Center í Boston í Massa- chusett og við University of Minnesota í Bandaríkjunum á árunum 1987-1990. Árið 1990 varð hann taugalæknir við taugalækningadeild Landspítalans. Hann varði doktorsritgerð um faraldsfræði flogaveiki á íslandi, Epidemiology of Epilepsy, við læknadeild Háskóla íslands árið 1998. Þann 1. janúar 1999 varð Elías yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Tók hann við því starfi af Gunnari Guðmundssyni sem hætti sökum aldurs. Elías tók einnig við prófessorsstöðu í taugasjúkdómafræði en þeirri stöðu hafði Gunnar gegnt.28-39 Fyrsta konan sem fékk sérfræðileyfi í tauga- lækningum á íslandi var Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir 1994. Áður en Sigurlaug hóf sérnám í taugalækningum með flogaveiki sem undirgrein á Hvidovre Sygehus í Kaupmannahöfn 1987 hafði hún starfað sem aðstoðarlæknir á tauga- lækningadeild Landspítalans. Sigurlaug stundaði einnig sérnám á The National Hospital for Neurology and Neurosurgery á Queen Square í Lundúnum. Þar starfaði hún við rannsóknir í taugalífeðlisfræði. Þá var hún einnig við nám við Maida Vale í Lundúnum og við The ChalfontCentre for Epilepsy í Chalfont St. Peter í Buckinghamshire í Englandi. Sigurlaug varð sérfræðingur á taugalækningadeild Landspítalans árið 1993.28'40 Hún er nú taugalæknir á taugalækningadeild á Broomfield Hospital í Chelmsford í Essex í Englandi. Guðrún Rósa Sigurðardóttir varð sérfræðingur í taugalækningum í júlí 1994 eftir að hafa stundað sérnám í taugalækningum á háskólasjúkrahúsinu í Lundi og Lasarettet í Ystad í Svíþjóð. Hún hafði hlotið sérfræðileyfi í taugalækningum í Svíþjóð árið 1990 og er því fyrst íslenskra kvenna til að ljúka sérnámi í taugalækningum. Áður en Guðrún Rósa hóf sérfræðinám í Svíþjóð 1986 hafði hún verið aðstoðarlæknir á tauga- og endurhæfingardeild Borgarspítalans. Eftir sémám árið 1990 gerðist hún taugalæknir við taugalækningadeild háskólasjúkrahússins í Lundi.28 Guðrún starfar nú sjálfstætt á Læknasetrinu í Reykjavík. Gunnar Friðriksson varð einnig sérfræðingur í taugalækningum 1994 eftir nám í taugalækningum á Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var áður aðstoðarlæknir á taugalækn- ingadeild Landspítalans. Gunnar varð sjálfstætt starfandi sérfræðingur í taugalækningum á Akureyri árið 1996 og er nú taugalæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA).28 Haraldur Jóhannsson varð sérfræðingur í tauga- lækningum 1995 eftir sérnám í taugalækningum á Haukeland Sykehus í Björgvin í Noregi. Haraldur LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.