Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 70
Karl Otto Wilhelm Wilhelm Griesinger. Westphal. á geðveikrahælum og samið kennslubók í geðlæknisfræði. Önnur og endurbætt útgáf a þeirrar bókar kom út 1861 - Die Pathologie und Therapie der psi/chischen Kmnkheiten. Griesinger vildi bættan hag geðsjúklinga og geðlæknisfræðinnar. Hann taldi greinina skorta rannsóknaraðferð, sem leiddi til almennt viðurkenndra niðurstaðna. Helst komu þar rannsóknaraðferðir líffærafræðinnar til greina, því slagorð Griesingers og skoðanabræðra hans var „Geisteskrankheiten sind Gehirnkrankheiten". Vissulega höfðu þeir á margan hátt á réttu að standa. Á geðveikrahælum þeirra tíma var mikið af sjúklingum með vefræna heilasjúkdóma, svo sem dementia paralytica, Korsakovs heilkenni og flogaveiki. Þegar Griesinger var ráðinn, gerði hann það samkomulag við stjórn Charité, að auk þess að stjórna geðdeildinni fengi hann yfirráð yfir göngudeildinni, sem Romberg hafði komið upp. Þannig gerðist það, að geðlæknar náðu göngudeildarsjúklingum Rombergs úr höndum lyflækna. Geðlæknar fóru nú að kalla sig tauga- og geðlækna, enda störfuðu þeir á göngudeild fyrir tauga- og geðsjúklinga. Hinir nýju tauga- og geðlæknar einbeittu sér að líffærafræði heilans (heilaanatómíu) og vildu beita rannsóknaraðferðum líffærafræðinnar í geðlæknisfræði. Á þann hátt var stefnt að því að skapa geðlæknisfræði byggða á vísindalegum grunni. Þetta nýja fyrirkomulag á Charité varð fyrirmynd flestra annarra háskóla í Þýskalandi og Austurríki í uppbyggingu geðlæknisfræði. Tauga- og geðlæknar í þessum löndum urðu margir frumkvöðlar í taugalæknisfræði og taugalíffærafræði. Westphal hætti á Charité, þegar Griesinger kom þangað, en varð síðar eftirmaður Griesingers og byggði upp öfluga taugageðdeild. Þekktasti lærisveinn Westphals var taugalæknirinn Hermann Oppenheim Hjónin Cécile Mugnier og Oskar Vogt rýna í heilasneið. (1858-1919), einn ötulasti talsmaður þess, að taugalæknisfræði yrði sjálfstæð fræðigrein. Vel þekkt nöfn innan þýskrar taugageðlæknisfræði eru Bernhard von Gudden (1824—1886) í Munchen, Theodor Meynert (1833-1892) í Vín, Eduard Hitzig, sem flutti frá Berlín og varð tauga- og geðlæknir í Halle, Paul Flechsig (1847-1929) í Leipzig, Karl Wernicke í Breslau, Frantz Nissl (1860-1919) í Heidelberg og náinn kollegi hans Aloi's Alzheimer (1864-1915) í Múnchen. Síðast en ekki síst voru það hjónin Cécile Mugnier (1875-1962) og Oskar Vogt (1870-1959), en þau kynntust í París, þegar Oskar vann þar hjá Pierre Marie á Bicétre. Hún var frönsk og hann þýskur. Pierre Marie gaf þeim 30 heila í brúðkaupsgjöf, því sama árið, sem þau giftu sig, stofnuðu þau heilarannsóknarstöð í Berlín — Neurologische Zentralstation. Þessi stofnun fékk nafnið Neuro- biologisches Universitats-Laboratorium árið 1915, en varð að Kaiser Wilhelm-Institut fúr Hirn- forschung árið 1931. Samstarfsmaður þeirra hjóna var Korbinan Brodmann (1868-1918). Stærsti hluti geðsjúklinga í Þýskalandi á þessum tíma fékk ekki læknismeðferð á háskólaklíníkum, þar sem tauga- og geðlæknar störfuðu. 1 stað þess voru þeir vistaðir á geðveikrahælum, oft staðsettum í fögru umliverfi utan stórborganna. Fjöldi þessara hæla jókst mjög á 19. öld, og úr varð togstreita á milli akademískra tauga- og geðlækna og hinna félagslega sinnuðu hælisgeðlækna, en þeir síðamefndu sáu ekki notagildi upp- götvana þeirra fyrrnefndu í neuroanatómíu 70 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.