Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 110

Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 110
110 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 jafnréttisstEfna fyrirtækja Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna­ og þróunarstjóri Bláa Lónsins, hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins frá árinu 1993. Ása afhenti Katrínu Júlíusdótt­ ur iðnaðarráðherra fyrstu vörurnar, en Katrín var heiðurgestur í spa­boðinu þegar vörurnar voru fyrst kynntar. Katrín sagði við þetta tilefni að það væri sérstaklega ánægjulegt að vera við stödd viðburðinn. Orka, nýsköpun, iðn aður og ferðaþjónusta væru málefni iðnaðar ráðu ­ neytisins og í Bláa Lóninu sam einuðust allir þessir þættir. nýjar hagnýtingarleiðir kÍSilSinS Nýju Blue Lagoon­vörurnar eru: silica mud exfoliator sem er endurnærandi skrúbb fyrir andlit og líkama. Varan byggist á kísil Bláa Lónsins og inniheldur örfínar kísilagn­ ir sem slípa húðina og fjarlægja dauðar húð­ frumur. Hér er á ferðinni einstök náttúru leg vara án parabena. Silica Foot & Leg Lotion inniheldur kísil Bláa Lónsins sem styrkir og nærir auk þess að innihalda mentól sem kælir, róar og frísk­ ar fæturna. Varan er frábær nýjung í Blue Lagoon­vörulínunni og er fyrsta varan innan línunnar sem er þróuð sérstaklega fyrir fætur. Ása segir að kísillinn sé mest einkenn­ andi efni Bláa Lónsins. „Nýju vörurnar eru afrakstur þróunarstarfs undanfarinna ára þar sem áhersla er lögð á nýjar hagnýtingar­ leiðir kísilsins. Vísindarannsóknir sem við höfum unnið í samstarfi við prófessor Jean Krutmann, húðlækni og sérfræðing í öldrun húðarinnar og áhrifum umhverfis á hana, benda til þess að kísillinn styrki efsta varnar­ lag húðarinnar. Niðurstöður rannsóknanna eru mjög áhugaverðar þar sem starfsemi efsta varnarlags húðarinnar gegnir lykilhlut­ verki í heilbrigði hennar. Bláa Lónið hefur sótt um einkaleyfi á þess um rannsóknum. Blue Lagoon­húðvörurnar byggjast á Bláa Lóns jarðsjónum og virkum efnum hans, kísli, söltum og þörungum. Fyrstu vörurn­ ar voru settar á markað 1995 og voru þær þróaðar með þarfir fólks með þurra og viðkvæma húð í huga. Heildstæð vörulína er nú fáanleg með vörum fyrir andlit og líkama, þ.á m. andlitsvörur sem vinna gegn öldrun húðarinnar ásamt ,,professi o­ nal“ vörulínu til notkunar á snyrtistofum og í spa­meðferðum Bláa Lónsins. Allt frá því að fyrstu vörurnar voru settar á markað höfum við lagt áherslu á að hlusta á þarfir markaðarins. Vörurnar eru ofnæmispróf aðar og framleiddar við vottaðar aðstæður. Bláa Lónið fylgir evrópskum stöðlum um framleið slu snyrtivara.“ Að sögn Ásu hefur Bláa Lónið í gegn um árin átt frábært samstarf við franskt snyrtivöruþróun ar­ fyrirtæki við þróun Blue Lagoon­ húðvaranna en mekka snyrti vöru­ iðnaðarins er í Frakklandi og þar liggur gríð arleg þekking og reynsla á þessu sviði. „Við leitumst ávallt við að vinna með færustu sérfræðingum á þessu sviði,“ segir hún. einStakt viStkerfi – grænaframleiðSluaðferðir Bláa Lónið er hluti af einstöku lokuðu vist­ kerfi. Nýtt merki er á bakhlið varanna með táknmynd af vatni og texta sem myndar hring með orðunum „geothermal eco­cycle, energy for life“ en það vísar í uppruna varanna sem byggjast á einstöku jarðvarma­ vistkerfi þar sem sjálfbærar og grænar vinnsluaðferðir eru hafðar að leiðarljósi. ,,Umhverfismál skipta okkur miklu máli og við erum t.d. nýfarin að nýta kolsýru eða afgas frá orkuver­ inu í Svartsengi til þörungaræktun ar. Með þessu móti sköpum við verðmæt efni úr kolsýru/ afgasi og leggjum einnig lítil lóð á vogar­ skálarnar í kolefnisjöfnun.“ fimm hundruð konur fögnuðu komu nýrra Blue Lagoon-vara í spapartýi Bláa Lónsins Ása segir að kísillinn sé mest einkennandi efni Bláa Lónsins. „Nýju vörurnar eru afrakstur þróunarstarfs undanfarinna ára þar sem áhersla er lögð á nýjar hagnýtingarleiðir kísilsins.“ Bláa Lónið Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.