Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 8

Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 er svariðjá 118 ja.is Símaskráin Hafðu samband við Já 118 og við förum á netið fyrir þig Í S L E N S K A S IA .I S J A A 5 06 34 0 6/ 10 Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fyrst þetta ... STJÓRNUNARMOLI Hefur vorið verið svolítið öskugrátt í vinnunni? Er kominn tími til að hressa svolítið upp á útlitið, vekja smá athygli? Hvað um Hawaii- skyrtu, röndóttar stuttbuxur og sandala? Jú, það er klæðn aður sem vekur athygli en flestir sérfræðingar um klæða burð á vinnustað munu á móti slíku klæðavali. Það passar óvíða nema helst ef vinnan er á bar á Hawaii. Svo þetta kemur ekki til greina en þó er ekki ástæða til að örvænta. Mörg góð ráð er að finna í tískuritum um hvernig fólk getur klætt sig spennandi í vinnunni án þess þó að verða að athlægi. Evelin Grandell Rosenlund er sænskur vinnufatamarkþjálfi – en það er ein af undirgreinum mark- þjálfunar. Hún leggur þetta til fyrir fólk sem vill vera flott í vinnunni án þess að það kosti of mikið eða gangi fram af vinnufélögunum. Það má heldur ekki gleyma hinu fornkveðna að fötin skapa manninn. Enginn ber virðingu fyrir fram kvæmda- stjóra, sem er klæddur eins og lúði. Eða ef konan í forstjórastólnum mætir alltaf í slitnum fötum. Þetta er spurning um aga á vinnu- stað. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON Fyrir karla er þetta best: Einar klassískar, dökkar buxur, gjarnan nokkuð aðsniðnar og látlausar. Þetta passar alltaf. Kauptu stakan jakka minnst árlega. Sniðin breytast oft þótt munurinn virðist lítill. Þetta er skynsamlegra en að kaupa dýr jakkaföt á tíu ára fresti og vera púkó í níu ár af þessum tíu. Hvít skyrta. Þetta er plagg sem gengur við öll tækifæri. Rykfrakki. Sportúlpur passa ekki ef þú ert í jakkanum og hvítu skyrtunni undir. Svartir spariskór. Hvítir skór passa aldrei í vinnunni. Skartgripir eiga ekkert erindi í vinnuna. Þó er fallegt úr við hæfi og jafnvel ermahnappar. Fyrir konur þetta: Aðskorinn, fallegur jakki. Kona í jakka er stjóri. Hún er ákveðin og elegant. Klassískar buxur og þær mega ekki vera of háar í mittið. Það er kellingalegt. Fallegur kjóll. Hann verður umfram allt að vera passlega síður. Niður að hnjám er um það bil rétt. Rykfrakki. Ekki gleyma að margir litir koma til greina. Ekki kaupa föt í mjög fjölbreyttum litum. Finndu þinn lit. Það er auðveldast að velja saman föt ef liturinn er líkur. Tvennar dökkar gallabuxur. Þær koma sér vel við flest tækifæri. ÚT ÚR ÖSKUGRÁA FATASKÁPNUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.