Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 17
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 17 Úr gulri dragt í kraftgalla „Ég hafði unnið í nokkra mánuði á flottri lög fræði­ og endurskoðunarskrifstofu og leidd ist tilbreytingarleysið,“ segir Jenný en vinnusvæðið í Grænlandi ber nú nafn hennar. „Mér var bent á að það vantaði ritara hjá Ístaki svo ég sendi umsókn. Þeir hringdu í mig í vinnuna og báðu mig að koma í viðtal upp í Hvalfjörð. Ég var í ljósgulri dragt og fínum skóm og spurði hvort ég ætti ekki að skipta um föt áður en ég kæmi í viðtalið. „Nei, algjör óþarfi,“ var svarið. Ég fór á staðinn og áður en við var litið var farið með mig niður að stafninum þar sem vinnan við göngin var að hefjast. Sumir vinnufélagar mínir muna enn eftir þessum klæðaburði sem passaði ekki alveg!“ Jenný var ritari verkfræðinganna við Hval­ fjarðargöngin en þegar hún hafði lausa stund fór hún út á verkstæði, raðaði véla­ hlutum og taldi skrúfur og bolta sér til skemmtunar auk þess sem hún hélt utan um olíu­ og bensínnotkun vinnuvélanna. Lokið var við göngin og ráðningartíminn rann út. „Mér fannst svolítið gaman að þessu og spurði hvort eitthvað meira væri fyrir mig að gera en þeir vissu ekki um neitt. Skömmu seinna var hringt og spurt hvort ég gæti hugsað mér að fara upp á Sultar­ tanga. Fólki hafði fundist skrítið að ég skyldi vinna í Hvalfjarðargöngunum en Sultartangi var þó enn undarlegri vinnu­ staður og það að ég ætti ekki að vinna á skrifstofu heldur á lager.“ Tók lyftarapróf og hreinsaði snjó Jenný hefur gaman af útivist og sló því til: „Ég verð þó að viðurkenna að fyrstu tvo þrjá mánuðina sá ég stjörnur á kvöldin, ég var svo þreytt, eftir að hafa unnið frá sjö til sjö. Ég var alveg búin.“ Jenný byrjaði í október og fyrsta veturinn snjóaði varla en í október árið eftir byrjaði að snjóa og snjóaði til vors. Hún segir að hefði sá vetur verið hennar fyrsti hefði hún aldrei haldið þetta út. Vinnan gekk ágætlega á lagernum enda hafði Jenný aflað sér undirstöðuþekkingar á skrúfum og boltum uppi í Hvalfirði, auk þess tók hún lyftarapróf og fékk meira að segja að prófa að hreinsa snjó með jarðýtu. Hún sá líka um útilagerinn og vinnan átti bara vel við hana þótt henni fyndist stund um svolítið skrítið að vinna í þessu mikla karla­ samfélagi. Frá Sultartanga lá leiðin á Grundartanga, síðan í Schengenhluta flug­ stöðvarinnar í Keflavík, í Smáralindina, í Fáskrúðsfjarðargöng, allt á vegum Ístaks. Í Smáralindinni var Jenný bæði ritari og reddari og sá um erlenda starfsmenn en í Fáskrúðsfjarðargöngunum komu öryggis­ mál inn á hennar borð svo starfsreynslan er orðin fjölbreytt. Loks rak hún vinnubúðir fyrir Ístak í nær tvö ár í Arnarholti þar sem iðulega voru hátt í 100 menn; mikil vinna og viðveran stundum allan sólarhringinn. Þá kom Grænlandsþátturinn. „Sést hafði til ísbjarna við Sisimiut, sem er annar stærsti bær á Grænlandi, um 100 km norðan heim ­ skautsbaugs, og þangað var ég send. Karl ­ arnir höfðu sagt: „Fáum Jenný hingað og þá flýja ísbirnirnir.“ Það reyndust orð að sönnu. Við sáum engan björn á meðan ég var þarna en hins vegar veiddust tveir birnir hér fyrir norðan um þetta leyti!“ Vinna við vatnsaflsvirkjunina hafði staðið í ár þegar Jenný kom þangað en Ístak ann­ aðist verkið. Hún vatt sér í að koma lagi á lagerinn, leita að dóti sem týnst hafði í snjónum og reyna að halda utan um bæði smátt og stórt sem gat stundum verið erfitt við grænlenskar aðstæður. Eftir nokkuð á annað ár frá því Jenný kom lauk verkinu og farið var að tala um aðra virkjun hundrað kílómetrum norðar, við Ilulissat. Menn sögðu: „Þú kemur með okkur þangað.“ Hlaut nafnið Jenny Bay „Er þetta ekki orðið gott? sagði ég. Það er meira en að segja það að vinna á þessum slóðum og ferðirnar frá Íslandi voru erfiðar og gátu jafnvel tekið 10 tíma.“ Það var í tengslum við Ilulissat­virkjunina sem Jenny Bay kom til sögunnar. Firðirnir við Sisimiut heita einfaldlega Fyrsti fjörður, Annar fjörður og Þriðji fjörður svo menn fóru að kalla hið nýja lagersvæði Ístaks Jenny Bay og síðan var nafnið sett á vinnu­ teikningar af lagersvæðinu. Nú starfar Jenný á skrifstofum Ístaks í Mos fellsbæ en þar er lagersvæði og verk­ stæði fyrirtækisins. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt en hún sér um að panta flugferðir og hótel fyrir starfsmenn Ístaks á Grænlandi, á fimm stöðum í Noregi og á Montigo Bay á Jamaíka. Starfsmennirnir eru fjórar vikur úti í senn og þurfa auk þess iðulega að fara á milli staða svo þetta getur orðið býsna flókið. Ekki bætti gosið í Eyjafjallajökli ástandið á meðan öskufallið var hvað mest að sögn Jennýjar. Fundurinn í Höfða skemmtilegur Í mörg ár var Jenný viðloðandi Menningar­ stofnun Bandaríkjanna. Hún hóf þar störf árið 1975 og segir minnisstæðasta verk efnið fund Reagans og Gorbasjovs í Höfða og ótrúlega skemmtilegt hafi verið að kynnast starfsmönnum Hvíta hússins og blaðamönnunum sem hingað komu vegna fundarins. Á vegum Menn ingar stofn unarinnar fór hún líka oft á námskeið til Banda­ ríkjanna og Evrópu en eftir 1990 ákvað hún að fara í ferðamálanám í Suður­Karó línu og Alaska og hefur það nýst henni vel. Um framtíðina segir Jenný: „Í þessum bransa veistu aldrei hvað er næst og ég hugsa ekki um það. Ég veit þó hvað ég ætla að gera þegar ég er orðin stór! Flytja út á land og eiga landnámshænur. Ég uni mér yfirleitt alls staðar vel og mér leiðist aldrei.“ Jenný er svo sannarlega kona sem hefur ekki farið troðnar slóðir á vinnu­ markaðinum. Vinnufötin hennar hjá Ístaki hafa oftar en ekki verið kraft- galli og hjálmur. Þegar hún réðst til fyrirtækisins sem ritari gekk hún um í pilsi. Nú vinnur Jenný á skrifstofum Ístaks í Mosfellsbæ en hjálmurinn er aldrei langt undan. Jenný í gallanum sem var hennar ein kennisbúningur á Grænlandi og reyndar víðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.