Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 56

Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Okkur hefur tekist að stækka og efla fyrirtækið í mjög erfiðu árferði. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfél­ aginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Já, mér finnst þetta aðeins vera að breytast en þó allt of hægt. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Tala við þjóðina. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál mál­ anna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Þeir verða að þora að taka ákvarðanir, líka þær sem verða umdeildar. – Sérðu einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Ég held að við séum nálægt botninun en það á eftir að taka tíma að koma hjólum atvinnulífsins almennilega af stað aftur. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Stjórnunarstíll fólks er misjafn. Þó tel ég að það sé ákveðinn munur á körlum og konum sem ég tel að sé af hinu góða. Bæði konur og karlar hafa ákveðna styrkleika sem nýtast vel við stjórnun fyrirtækja og við eigum að nýta okkur það, það felst styrkur í fjölbreytileika.  – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Veita fólki ábyrgð og svigrúm til að blómstra. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … við einbeittum okkur að því að horfa til framtíðar og þyrðum að taka ákvarðanir. Kristín situr í stjórn FKA. „Okkur hefur tekist að stækka og efla fyrir tækið í mjög erfiðu árferði.“ Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital VEITA FÓLKI SVIGRÚM TIL AÐ BLÓMSTRA – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Þrátt fyrir gríðarlegt álag síðast­ liðið eitt og hálft ár hjá LÍN hefur ánægja viðskiptavina og starfs­ manna verið framar von um. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Því miður finnst mér eins og við séum föst í sama sporinu þar sem við bíðum eftir töfra­ lausninni. Nú þurfa allir að legg j­ ast á eitt og horfa fram á við. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Skipa verkefnisstjórn sem tæki að sér að ná utan um og stýra þeim lykilverkefnum sem bíða úrlausnar í okkar samfélagi. Það á ekki að eyða tímanum í pólitísk átök heldur eigum við að vinna saman sem ein heild. – Fjárhagsleg endurskipu lagn­ ing fyrirtækja er mál mál anna. Hvernig geta bank arnir hraðað þessu ferli? Almennt held ég að bankarnir séu að vinna að málefnum fyrir­ tækjana eins hratt og að stæð ur leyfa. Hins vegar þarf að skil­ greina og kynna verklagið í kringum sölu fyrirtækja sem lenda inni á borði hjá bönkunum. Ef úrlausn á vanda heimilanna fer ekki að líta dagsins ljós er hætta á að fleiri fyrirtæki þurfi á endurskipulagningu að halda. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Fyrst þarf að finna einhverja lausn á fjárhagsvanda heimil­ anna sem er ásættanleg fyrir sem flesta. Þá myndast vonandi sú viðspyrna sem allir bíða eftir. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Persónulega finnst mér skipta miklu máli að það sé fjöl breyti­ leiki í stjórnenda hópn um hvort sem það er út frá kyni, aldri, menntun eða reynslu. Hins vegar finnst mér veru lega halla á hlut kvenna í stjórnendastöðum margra fyrirtækja í dag og úr því þarf að bæta. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Að vera samkvæmur sjálfum sér og láta verkin tala. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … viðskiptalífið og stjórn sýslan sammæltust um forgangs­ verkefni næstu þriggja ára. Guðrún er varamaður í stjórn Landsnets og Landsbankans. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna AÐ VERA SAMKVÆMUR SJÁLFUM SÉR Una Steinsdóttir, frkvstj. viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.