Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 125

Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 125
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 125 Lærir að njóta lífsins Í kvikmyndinni Eat Prey Love leikur Julia Roberts hina 32 ára Eliza beth og myndin hefst þegar hún er á krossgötum, nýskilin eftir erfitt hjónaband og íhugar þá spurningu hvað hún vilji fá út úr líf- inu. Elizabeth leggur í þeim tilgangi í heimsreisu þar sem skiptast á skin og skúrir en oftast nýtur hún þó lífsins til fullnustu og hvergi er hún eins hamingjusöm og á eyjunni Balí þar sem hún finn- ur ást ina öðru sinni. Eins og gefur að skilja er Eat Prey Love stíluð inn á kvenfólkið og ráðlagði virt bandarískt tíma- rit, í umfjöllum um kvikmyndina, öll um karl mönn- um að vera búnir að skipuleggja veiðitúr helgina sem hún verður frumsýnd. Meðleikarar Juliu Roberts í Eat Prey Love eru Javier Bardem, sem leikur hinn rómantíska Felipe, sem Elizabeth hittir á Balí, James Franco, Billy Crudup og Viola Davis. Handritið skrifar Jennifer Salt, sem á merkilegan feril að baki. Hún er dóttir eins virtasta hand rits höfundar í Hollywood, Waldos Salts, sem hlaut tvenn óskarsverðlaun (Com ing Home, Midnight Cowboy). Eftir að hafa starfað sem leikkona í 22 ár með misjöfnum ár angri sneri Jennifer Salt sér að handritsgerð og er þekktust fyrir handrit sín í sjónvarpsseríunni Nip/Tuc sem fjallar um tvo lýtalækna og skrautlegt líf þeirra, his purslaus sjón varpssería sem vakti mikla athygli. Leik stjór inn Ryan Murphy er að leikstýra annarri kvik mynd sinni, en hann vann eins og Jennifer Salt við Nip/Tuc-sjónvarpsseríuna þar sem hann leik stýrði mörgum þáttum og hefur undanfarið leik stýrt þáttum í hinni vinsælu sjónvarpsseríu Glee. Fyrstu kvikmynd sinni, Running with Scis sors, leikstýrði Murphy árið 2006 og skartaði hún Annette Bening, Joseph Fiennes, Gwyneth Palt row, Alec Baldwin og Evan Rachel Wood í aðal hlut verk um. Ein kvikmynd á næsta ári Eins og komið hefur fram hefur Julia Roberts ekki verið afkastamikil í kvikmyndaleik frá því hún eignaðist tvíburana sína og ekki er fyrirsjáanlegt að mikil breyting verði þar á. Hún er að vísu orðuð við nokkrar kvikmyndir en hefur aðeins leikið í einni, sem frumsýnd verður 2011, en það er Larry Crowne sem búið er að kvikmynda og er komin í eftirvinnslu. Larry Crowne er önnur kvikmyndin sem Tom Hanks leikstýrir og leikur hann einnig titil hlutverkið; miðaldra karl mann sem skráir sig í há skólanám eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni. Julia Roberts leikur háskólakennara sem hrífst af mið aldra nemanda sínum. KVIKMYNDAFRÉTTIR Náttúruöflin fjögur Kvikmyndir M. Nights Shyamalans eru misjafnar að gæðum. Hæstu hæð- um náði hann með Sixth Sense og mestri lægð var náð með Lady in the Water sem var með öllu óskiljanleg. Kvikmyndir Shyamalans eiga það þó sammerkt að ekki er allt sem sýnist á yfirborðinu og þarf stundum að kafa djúpt til að vita hvað hann er að fara. Nýjasta kvikmynd hans, The Last Air- bender, er ekki síður dularfull. Um ævin týramynd er að ræða þar sem náttúru öflin fjögur, vatn, loft, eldur og jörð, eru bundin sama örlagavef. Vef- urinn brestur þegar þjóð eldsins lýsir yfir stríði og grimmir eldar geisa í heila öld. Vonleysi ríkir þegar hetjan okkar, Aang, uppgötvar að hann hefur vald til þess að stjórna öllum fjórum náttúruöflunum. Aang gengur í lið með systkinunum Sokka og Katara, sem getur stýrt vatn- inu, og í sameiningu reyna þau að koma á jafnvægi í stríðshrjáðum heimi. Í þetta sinn eru allir leikarar óþekktir en þess má geta að Shyamalan og Bruce Willis ætla að leiða saman hesta sína á ný, en Willis lék aðalhlutverkið í Sixth Sense og Unbreakable. Ástarhreiðrið Taylor Hackford hefur á 35 ára ferli aðeins leikstýrt 13 kvikmyndum. Þar á meðal eru nokkrar ágætis kvikmyndir eins og An Officer and a Gentleman, Against All Odds, Dolores Claibourne og nú síðast Ray. Meira hefur borið á eiginkonu hans, Helen Mirren, og hefur Hackford staðið að nokkru leyti í skugganum af henni. Þau hjón eiga að baki langt og farsælt samband en aldrei hafa þau gert saman kvikmynd fyrr en nú að Love Ranch lítur dagsins ljós. Gerist myndin á áttunda áratugnum og fjallar um hjónin Grace og Charlie sem stofnuðu fyrsta löglega hóruhúsið í Nevada. Líf þeirra er í föstum skorðum þar til frægur þungaviktarboxari kemur til að æfa í hóruhúsinu og sýnir mad döm- unni of mikinn áhuga að mati Charl ies. Helen Mirren leikur að sjálf sögðu Grace og Joe Pesci leikur eiginmanninn. Í hlutverki boxarans er spænskur leikari, Sergio Peris-Mencheta. Auk þeirra leikur Gina Gershon stórt hlutverk í myndinni. Borgin Ben Affleck er ekki bara leikari, hann fékk óskarsverðlaunin ásamt Matt Damon fyrir handritið að Good Will Hunt - ing og hann leikstýrði Gone Baby Gone sem fékk góðar viðtökur fyrir þremur árum. Nú er hann að fara að frumsýna sitt annað leikstjórnarverk, The Town, og leikur hann einnig aðalhlutverkið, en hann lét bróður sínum Casey eftir leikinn í Gone Baby Gone. Í The Town leikur hann foringja bankaræningja sem er öruggur með sjálfan sig enda aldrei verið handtekinn. Í einu ráninu taka ræningjarnir gísl í stutta stund en sleppa honum síðan. Gíslinn, sem er stúlka, grunar að þeir viti hver hún er og muni ná henni. Hana grunar þó ekki að Doug, myndarlegur maður sem heimsækir hana, sé bankaræninginn sem hræddi hana sem mest og fellur fyrir honum. Rebecca Hall leikur stúlk- una en í öðrum hlutverkum eru Jon Hamm, Chris Cooper, Jeremy Renner og Blake Lively. Julia Roberts í hlutverki rithöfundarins Elizabeth Gilberts í Eat Prey Love. Jon Hamm úr Mad Men fer fyrir lögregl- unni þegar reynt er að handsama banka- ræningjana. Aang (Noah Ringer) hefur mátt til að bjarga stríðshrjáðum heimi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.