Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 8

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Þórhallur Örn Guðlaugsson varði doktorsritgerð sína um þjónustustjórnun á dögunum. Þetta er fyrsta doktorsvörnin við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Það urðu söguleg tímamót í við­skipta fræðideild Háskóla Íslands föstu daginn 3. september sl. Þá varði Þórhallur Örn Guðlaugsson doktors ritgerð sína; Þjónustustjórnun: markaðs­ og þjónustuáhersla í opinbera geir an um. Hann er jafnframt fyrsti nem­ and inn til að útskrifast með doktorsgráðu frá viðskipta fræðideild Háskóla Íslands. Andmælendur ritgerðar voru dr. Anders Söderholm, rektor Mid Sweden University, og dr. Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri hjá Alvogen Inc. Aðalleiðbeinandi í verkefninu var dr. Runólfur Smári Stein­ þórs son, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknarspurningin sem fengist er við í ritgerðinni er: Hvernig getur þjónustu­ starf semi á vegum hins opinbera náð betri árangri með því að tileinka sér kenningar og aðferðir markaðs­ og þjónustufræða? Ritgerðin byggist á fjórum ritrýndum grein um sem birst hafa eða hafa verið sam­ þykktar til birtingar í ritrýndum tíma ritum. Að auki er upphafsgrein þar sem gefið er fræðilegt yfirlit yfir viðfangsefnið og loka­ grein þar sem fjallað er um niðurstöður. Í fyrstu greininni, Markaðsáherslur og markaðshneigð, er sjónum sérstaklega beint að því hvort opinbert fyrirtæki geti, út frá forsendum markaðshneigðar, tileinkað sér markaðshneigð og markaðsleg vinnubrögð. Niðurstöður benda til þess að þannig fyrir­ tæki geti tileinkað sér markaðshneigð í auknum mæli. Ýmsar hindranir séu þó í veginum sem m.a. má rekja til fyrir tækja­ menningar og skipulags. Viðfangsefni greinar tvö, Vægi þjónustuþátta, er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um grundvallaratriði þjónustugæða og þjónustumats og hins vegar er skoðað FYRSTA DOKTORSVÖRNIN VIÐ VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD HÍ Þórhallur Örn Guðlaugsson. Doktorsritgerð Þórhalls Markaðsáherslur og markaðshneigð Vægi þjónustuþátta Samkeppni, þjónusta og tryggð Service quality and universities (Fjórir meginkaflar)

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.