Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 12

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 ÞAU HAFA ORÐIÐ MIKILVÆGI VALDDREIFINGAR Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Enginn getur gert allt. Góður stjórnandi þarf að vita hvaða störfum hann þarf að sinna sjálfur og hvaða störfum aðrir geta sinnt,“ segir Ingrid Kuhlman og bendir á mikilvægi valddreifingar sem hún segir víða vanmetið; mörgum finnst fljótlegra að gera allt sjálfir. „Segja má að verkefni stjórnenda skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða verkefni sem aldrei er hægt að fela öðrum svo sem hvað varðar launamál, aga­ mál, trúnaðarmál, stefnumótun, starfsmannasamtöl og uppsagnarviðtöl. Í öðru lagi er um að ræða verkefni sem hægt er að setja yfir á aðra strax og í þriðja lagi verkefni sem krefst leiðbeiningar eða þjálfunar og aðrir geta tekið yfir með tímanum. Það er gott fyrir alla stjórnendur að horfa gagnrýnum augum á verkefnin og skipta þeim í þessa þrjá flokka. Að fela öðrum umsjón með verkefnum er sérlega mikilvægt í allri stjórnun. Stjórnendur þurfa að treysta starfsmönnum sínum og forðast að upplifa þá sem ógnun. Stjórnandi sem felur starfsmönnum verkefni fær sjálfur tíma til að vinna að öðrum nýjum og spennandi verkefnum sem auðga starf hans og leiða til aukinnar starfsánægju.“ AÐ NÝTA PENINGANA SEM BEST Ásmundur Helgason, markaðsfræðingur hjá Dynamo: Það sem fólk og fyrirtæki eru fyrst og fremst að hugsa um í dag er að nýta peningana sem best; að fá mikið fyrir lítið,“ segir Ás ­mundur Helgason. „Þannig sjáum við að birt ingarfé fer í auknum mæli á netmiðla, í útvarp og jafnvel í skjáauglýsingar. Í svona árferði, þegar fjöl mörg fyrirtæki berjast í bökkum og hafa jafnvel sleg ið alla markaðssetningu af, er komið tækifæri fyrir keppinautana að slá í klárinn og ná forskoti á markaði.“ Ásmundur segir að símafyrirtækin hafi verið mest áberandi undanfarin misseri. „Þá eru bankarnir farnir að láta á sér kræla og bílaumboðin eru að vakna úr dái. Allt eru þetta góðar fréttir. Varðandi miðla þá er merkileg þróunin á sjón­ varps áhorfi og þá verður spennandi að sjá hvernig hið nýja helgarblað eða helgarblöð koma inn á mark aðinn og ekki síður hvort allir þeir miðlar sem eru til í dag muni lifa. Kreppunni er nefnilega ekki lokið þó svo að það muni lifna yfir hlutunum fram að jólum.“ 01 AUGLÝSINGAR02 Frjáls verslun hefur fengið tólf þekkta einstaklinga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölublaði. Við kynnum þau til leiks Gjörið svo vel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.