Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 21
af heildareignum þessara lífeyrissjóða. Ef allt færi á versta veg með
Framtakssjóðinn – sem er auðvitað mjög hæpið og þyrfti í raun
aðra kollsteypu í þjóðfélaginu – þá væru það þessir 42 milljaðar sem
töpuðust.
Þessi risi er kominn til að láta að sér kveða í fjárfestingum. Hann er
kjölfestufjárfestir í Icelandair Group. Þau viðskipti vöktu enga sér staka
athygli. Jú, jú, menn tóku eftir þeim.
En jörð skalf þegar risinn rumskaði og fór í ríkið, ríkisbankann Lands
bankann, og keypti kippu fyrirtækja, þ.e. Icelandic, Vodafone, Skýrr, EJS,
HugAx, Húsasmiðjuna og Plastprent. Kaupverðið á Vestiakippunni er
19,5 milljarðar. Vaxtaberandi skuldir fyrirtækjanna sjö eru um 40 mill
jarðar króna.
Ekki hefur endanlega verið gengið frá þeim kaupum þar sem þau eru
gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem nú stendur yfir.
Gert ráð fyrir 12 milljarða framlegð
Framtakssjóðurinn miðar við að EV–virði (Enterprise value = heildar
virði) fyrirtækjanna sjö í Vestia liggi í kringum fimm falt EBITDA.
EBITDA er hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir; í rauninni
framlegð. Miðað við að vaxtaberandi skuldir fyrirtækjanna sjö nema
um 40 milljörðum og kaupverðið á Vestia er 19,5 mill jarðar, samtals
um 60 milljarðar, þýðir þetta að sjóðurinn gerir kröfu um að fram
legð þessara sjö fyrirtækja sé um 12 milljarðar króna á ári.
Mörgum finnst þetta of hátt verð og of lítil krafa um framlegð.
Nær væri að miða við að EV virðið væri fjórfalt EBITDA, 4,0,
sem krefðist framlegðar hjá fyrirtækjunum upp á 15 milljarða króna
miðað við að kaupverð plús skuldir séu 60 milljarðar.
En það er hægt að horfa á þetta frá annarri hlið. Ef EBITDA í
fyrirtækjunum er 12 milljarðar, eins og Framtakssjóðurinn gerir ráð
fyrir, þá eigi ekki að greiða meira fyrir fjárfestinguna í heild en 48
milljarða króna miðað við að EBITDA sé 4,0.
Þarna munar ansi miklu, eða um 12 milljörðum, og þýddi að kaup
verðið á Vestia þyrfti að lækka sem því nemur miðað við EBITDA
upp á 4,0 og fara niður í tæpa 10 milljarða króna. Spyrja má sig á
móti hvort bankinn hefði verið tilbúinn að selja Vestia á því verði því
bankinn er að koma með hlutafé inn í Framtakssjóðinn sem nemur
næstum kaupverðinu á Vestia. Mjög líklega ekki.
Áætlanir innan Icelandair Group gera ráð fyrir því að það félag sé með
EBITDA upp á um 8,5 mill jarða á ári. Að vísu er mikil afskriftarþörf
(þ.e. nýja fjárfestingar) hjá Icelandair svo einhver gæt sagt að EBITDA
væri ekki rétti mæli kvarðinn. En hvað um það, EBITDA er alls staðar
notuð. Og EBITDA þessara 8 fyr ir tækja, sem Framtakssjóðurinn á í,
er í kring um 20 mill jarðar króna. Velta þeirra er um 300 milljarðar og
starfs menn um 8 þúsund.
Mörgum finnst undarlegt að sjóðurinn ætli sér allt að 90 milljarða til
fyrirtækjakaupa við þær kringumstæður sem núna eru á markaðnum
– nema hann ætli sér að kaupa öll fyrirtækin í bænum. Of miklir
peningar geti sljóvgað kröfu um ávöxtun og aukið á bruðl.
Þá er bent á að enginn sé að höndla með sína eigin peninga, nokkurn
veginn eins og Ísland er í dag. Lífeyrissjóðirnir séu í eigu fólksins og
Landsbankinn sé ríkisbanki. Raunar má spyrja sig eftir hrunið og
rannsóknarskýrsluna hvort Jón Ásgeir, Björgólfur Thor og Hannes
Smára son hafi verið með sína eigin peninga í fyrir tækjakaupum!
Fjöldalýðræðið innan lífeyrissjóða hefur oft borið á góma. Hverju
ráða sjóðfélagar þegar kemur að kjöri í stjórn lífeyrissjóða þar sem
atvinnurekendur og verkalýðsfélög skipa í stjórnir sjóðanna – sem
svo taka sjálfstæðar ákvarðanir eins og að stofna Framtakssjóðinn?
Það er nú það.
Gert er ráð fyrir að framlegð fyrirtækjanna
sjö í Vestia sé um 12 milljarðar króna.
Virði fyrirtækjanna eftir því hvort EBITDA-
margfaldarinn er 5,0 eða 4,0 er annars vegar
60 milljarðar eða 48 milljarðar. Þarna munar
um 12 milljörðum króna á kaupverði.
Margir forstjórar í landinu eru bálreiðir yfir
þessari ósanngirni. Nýir eigendur taka við
hinum föllnu fyrirtækjum með afskrifaðar
skuldir og eru jafnvel orðnir sterkari en
keppinauturinn sem rembist við að greiða af
sínum lánum.
FYRIRTÆKI FRAMTAKSSJÓÐSINS
ICELANDAIR GROUP
Velta 90 milljarðar kr.
Starfsmenn 2 þúsund.
Vaxtaberandi skuldir 30 milljarðar enn verða 20 milljarðar
eftr hlutafjárhækkun.
EBITDA um 8,5 milljarðar.
VESTIA-FYRIRTÆKIN ÁTTA
Icelandic, Teymi (Vodafone, Skýrr, EJS, Hands Holding
og Hugur-Ax), Húsasmiðjan og Plastprent.
Velta 200 milljarðar kr.
Starfsmenn 6 þúsund.
Vaxtaberandi skuldir um 40 milljarðar kr.
Krafa um að EBITDA sé 12 milljarðar kr.
ICELANDIC GROUP
Velta 150 milljarðar
Vaxtaberandi skuldir 25 milljarðar.
TEYMI
(Vodafone, Skýrr, EJS og Hugur-Ax, Hands Holding)
Velta 40 milljarðar kr.
Vaxtaberandi skuldir 12 milljarðar.
HÚSASMIÐJAN
Velta 12 milljarðar kr.
Vaxtaberandi skuldir 3 milljarðar.
PLASTPRENT
Velta 1,5 milljarðar.
Ný valdablokk lífeyrissjóða? Ýmsir halda
því fram. En því er mótmælt. Völd séu ekki
markmiðið heldur að byggja upp atvinnulífið
og ná góðri ávöxtun. Til standi að leysa
Framtakssjóðinn upp eftir tíu ár og selja
fyrirtækin fyrir þann tíma.