Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 29 Hann sagði ennfremur að Framtaks sjóð­ urinn stefndi að því að skrá þessi fyrirtæki á markaði þegar færi gæfist. Icelandair Group væri núna eina félag Framtakssjóðsins sem væri skráð á markaði. Að vísu væri enn ekki búið að ganga endanlega frá Vestia­ kaup unum þar sem nú stæði yfir áreiðan­ leikakönnun. „Það var mikil vinna lögð í kaupin á Vestia; stanslaus vinna í sumar í tvo og hálfan mánuð. Þetta byrjaði allt á því Steindór Pálsson, bankastjóri Lands bank­ ans, þá nýkominn til starfa hafði samband og vildi ræða með hvaða Landsbankinn og Framtakssjóðurinn gætu átt samstarf í endurreisn efnahagslífsins,“ sagði Finnbogi. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Ex press, sagði í erindi sínu að hann ætlaði að vera stuðandi og tala fyrst og fremst um Icelandair Group og efnahagsreikning fél­ agsins sem hann sagði að væri með mikið loft í. Matthías beindi orðum sínum mjög að Finnboga. Honum fannst það ójöfn sam­ keppni að fá skyndilega fjársterkt félag líf­ eyrissjóðanna til að gerast kjöl festu fjár festir í Icelandair – helsta keppinaut sínum. Það skekkti myndina. „Það er mikið loft í þessum eignum“ Matthías bætti því við að eignir Icelandair væru of hátt skráðar í efnahagsreikningi og þar væru miklar óefnislegar eignir – duldar eignir. „Það er mikið loft í þessum eignum,“ sagði Matthías. Hann sagði að Íslandsbanki væri að færa skuldir Icelandair niður um 20 mill jarða með aðkomu sinni að fél ag inu og endur­ skipulagningunni með Fram taks sjóðn um. Þá vísaði Matthías í Warren Buffett, hinn kunna bandaríska fjárfesti, sem hefur gefið það út að hann fjárfesti aldrei í flugfélögum; svo áhættusamt sé það. Matthías brosti auðvitað þegar hann sagði þetta sem forstjóri flugfélags. Kallað var út úr sal hver ætti Iceland Express og svaraði Matthías því til að það væri Pálmi Haraldsson. Matthías sagði að eftir að Framtaks sjóð­ urinn hefði komið inn hefði Icelandair ákveðið að fljúga á Billund og Gautaborg, staði sem Iceland Express hefði flogið á undanfarin ár. Þá hefði Icelandair ákveðið að hefja flug til Alicante á Spáni en þangað hefði Iceland Express flogið við góðan orðstír síðustu ár. „Icelandair hefur núna fengið aukakraft til að hefja keppni á þessum leiðum,“ sagði Matthías. Nokkur kurr fór um salinn við þessi orð Matthíasar og hvíslað var við borðin að Iceland Express hefði kóperað flugleiðir Icelandair til Bandaríkjanna og hann gæti því lítið sagt þótt Icelandair svaraði fyrir sig. Engu að síður stillti hann umræðunni upp sem viðureign Davíðs og Golíats. Matthías sagði að svo mikil einokun væri enn í tengslum við Icelandair að þegar Iceland Express sækti um flugleyfi á nýja staði færi það fyrst til umsagnar hjá Icelandair. „Nýjar leiðir okkar koma þeim í Icelandair því ekki á óvart.“ Það vakti nokkra athygli þegar Matthías sagði að Iceland Express ætlaði að þrefaldast að stærð á næstu árum. Verða öflugt alþjóð­ legt flugfélag og hefði burði til þess. Finnbogi Jónsson sagðist ekki ætla að karpa við Matthías um efnahagsreikning Ice landair Group. Kaupin á Icelandair Pétur Blöndal skaut því að Finnboga í spurningu hvort hann ætti ekki að ráða Hallbjörn í vinnu til sín. Þá var mikið hlegið. Finnbogi sagði að það væri svolítið sérstök staða ef Fram taks- sjóðurinn væri kominn til að taka þátt í endurreisn atvinnu- lífsins því það vantaði fé inn á markaðinn en mætti svo ekki kaupa nein fyrirtæki í samkeppni. Frosti Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.