Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 32

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Þegar fyrirtækin halda áfram að tapa og þurfa nýtt fjármagn þá kemst Fram taks­ sjóður ekki hjá því að bæta við fé til að halda rekstrinum gangandi.“ Hallbjörn gerði að umtalsefni þetta með Warren Buffett fjárfesti sem fjárfestir alls ekki í flugfélögum vegna áhættunnar. Hann bætti því við að einn maður hefði þó grætt á því að fjárfesta í flugfélögum og selja þau aftur á uppsprengdu verði; það væri Pálmi Haraldsson. Þá urðu hlátrasköll í salnum. Frosti Bergsson spurði Finnboga hverju hann ætti að svara starfsmönnum sínum sem ættu í Opnum kerfum og greiddu í líf­ eyris sjóði sem ættu í Framtakssjóðnum sem væri kominn í samkeppni við þá. Finnbogi sagði Frosta að hann ætti að svara því til að verið væri að byggja upp atvinnu lífið og það væri mikils virði fyrir allt gangverkið í þjóðfélaginu – heildar­ hags munir væru að leiðarljósi. Pétur Blöndal skaut því að Finnboga í spurn ingu hvort hann ætti ekki að ráða Hall björn í vinnu til sín. Þá var mikið hlegið. Hallbjörn ítrekaði að fara ætti mjög varlega með lífeyrissjóði landsmanna þegar kæmi að því að kaupa fyrirtæki og halda þeim uppi. „Lífeyrissjóðirnir verða að telja sig geta gert betur en markaðurinn í þessum fjárfestingum.“ Hann sagði að venjulegir fjárfestar hugs­ uðu um það að tapa ekki peningum. „Þeir verða að leyfa mörgum spennandi verk ­ efn um að sigla framhjá sér. Þeir verða að þekkja vel þann rekstur sem þeir fara út í. Það er ábyrgðarhluti að fara með peninga annarra.“ Lífeyrissjóðirnir seldu hlutabréf úti Hallbjörn ræddi ennfremur um að dreifa áhættunni og undraðist að lífeyrissjóðirnir hefðu nýlega selt hlutabréf erlendis til að kaupa erlend íbúðabréf af Seðlabankanum og fært þannig lífeyrissparnaðinn til Íslands í veikara umhverfi þótt þeir gætu reiknað sér hagnað af þessum viðskiptum og náð ávöxtuninni upp. „Það er verið að auka áhætt una með því að koma með þetta heim.“ „Fólk er með allt sitt á Íslandi. Fyrir tækin, vinnuna, húsnæði, bílana og líf eyris sparn­ aðinn að stærstum hluta. Áhættan er öll á sama svæðinu, þess vegna á að dreifa áhættunni með því að fjárfesta erlendis,“ sagði Hallbjörn. Hallbjörn gerði það einnig að sérstöku umtalsefni að Seðlabankinn og lífeyris­ sjóð irnir hefðu í þessu tilviki farið framhjá gjaldeyrishöftunum. Enginn mætti flytja gjaldeyri heim nema á gengi Seðlabankans sem væri fast. En það vefðist ekki fyrir Seðlabankanum og lífeyrissjóðunum að fara framhjá reglunum og færa gengið heim á miklu hærra verði og ná fram gengishagnaði. ORÐRÉTT ÚR RÆÐU HALLBJÖRNS 1. Krafa um ávöxtun Allt sem dregur athyglina frá kröfu um ávöxtun minnkar líkur á árangri Fjár festingar vegna byggðasjónarmiða. Fjárfestingar vegna áhuga á „áhrifum“ – fjölmiðlar gott dæmi. Áhugi á því að „stækka“ fyrirtæki. Og fleiri dæmi. SÍS, Kolkrabbi, Baugsveldi – ágætis dæmi um ofangreint. Líkur á árangri snarminnka þegar þetta gerist. 2. Hagsmunir sjóðfélaga Er ljóst að endurreisn efnahagslífsins sé sjóðfélögum í hag? Já. Er ljóst að lífeyrir sjóðfélaga verði meiri ef sparnaðurinn fer í að endurreisa efnahagskerfið? Nei. Vel má hugsa sér að Markmið Fram taks- sjóðsins náist fullkomlega. Sjóðnum tekst að „endurreisa efnahagskerfið“. Sjóðfélaginn á engan sparnað við 67 ára aldur. Aurunum var eytt í endurreisnina. Gefinn var afsláttur af ávöxtunarkröfu. 3. Reynsluleysi Lífeyrissjóðir hafa litla, ef nokkra, reynslu í kaupum á heilum félögum. Hlutabréfakaup hingað til mest í formi skráðra bréfa. Erlend kaup oftast í gegnum sjóði. Kaup á óskráðum vandamálafyrirtækjum eru einstaklega erfitt verkefni. Lífeyrissjóðir hafa enga reynslu í að „taka til“ í rekstri fyrirtækja. Miklir og óþægilegir hagsmunaárekstrar. Á að reka fullt af starfsmönnum sem í raun eiga hlut í sínu fyrirtæki í gegnum lífeyrissjóðinn sinn? Starfsmaður Símans tekur þátt í að fjármagna Vodafone … Lífeyrissjóðir líklega afleitir eigendur að vandamálafyrirtækjum. 4. Icelandair Fáum hefur tekist að hagnast á fjárfestingum í flugfélögum. (man bara eftir Pálma Haralds …) Að auki er þetta „turn-around“-verkefni „No turnarounds – usually they don’t turn around“ – Warren Buffett. Fínt fyrir hagkerfið að hafa flugfélag – vont fyrir sjóðfélaga að eiga flugfélagið (mjög mjög líklega). KAUPIN Á VESTIA Finnbogi Jónsson, Matthías Imsland og Hallbjörn Karlsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.