Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 62

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Metnaðarfull fyrirtæki ættu að hafa að markmiði sínu að vinna eins og þau væru á markaði NASDAQ OMX Vaxtarmöguleikar smærri fyrirtækja „Ég tel vaxtarmöguleika smærri fyrirtækja góða því tækifærin eru fyrir hendi,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, um sprota­ og nýsköp­ unar fyriræki: „Nægt fjármagn er á lausu og fjárfesta lengir eftir nýjum kostum. Nýsköp unarfyrirtæki njóta almenns velvilja auk þess sem fjárfestum stendur til boða skattaafsláttur. En þetta er spurning um traust á rekstri og áætlunum fyrirtækisins; hvort það ætlar á markað til dæmis. Fá gæðastimpil á fyrirtækið Marorka, 66°Norður, Nikita, Stjörnu­Oddi og mörg fleiri þekkingarfyrirtæki hafa átt velgengni að fagna og stækkað ört. Með auknum vexti fjölgar starfsfólki og verk ­ efnin verða fjölbreyttari. Sama gildir oft um fjárfestahópinn, hann verður stærri og fjöl breyttari. Verkferlar og upplýsingaflæði breytast og fyrirtæki þurfa að sanna sig fyrir nýjum fjárfestum. Þessi fyrirtæki ættu að hafa að markmiði sínu að starfa eins og þau væru á markaði. Það er gæðastimpill fyrir þau. First North er öflugur kostur fyrir efnileg fyrirtæki Skráning á hlutabréfamarkað greiðir fyrir fjármögnun og viðskiptum. Fyrirtæki á markaði njóta meira trausts gagnvart nýjum fjár festum, lánveitendum og viðskiptavinum og njóta meiri sýnileika. Össur og Marel eru nærtæk dæmi um þetta. First North­ markaðurinn veitir félögum um flest sömu kosti og Aðalmarkaðurinn en er töluvert ódýrari og einfaldari. Ég tel að það gæti aukið slagkraft nýsköpunarfyrirtækja ef þau nýttu sér markaðinn í meira mæli. Um fimmtungur félaga á First North­mark aðn ­ um er undir 500 m.kr. að markaðsvirði og mörg þeirra mun minni. Hér á landi eru því án nokkurs vafa fjölmörg góð fyrirtæki sem eiga fullt erindi á markað.“ „Nægt fjármagn er á lausu og fjárfesta lengir eftir nýjum kostum. Nýsköpunarfyrirtæki njóta almenns velvilja auk þess sem fjárfestum stendur til boða skattaafsláttur.“ Skráning á hlutabréfamarkað greiðir fyrir fjármögnun og viðskiptum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.