Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 66

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Vinnu- og heilsuvernd í forgang í fyrirtækjum VINNUVERND Vinnuvernd er þjón ustu­fyr irtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsu­efl ingar í fyrirtækjum, stofnunum og hjá sveitarfélögum. „Við erum sannfærð um að þjónusta á sviði vinnuverndar og heilsueflingar sé mikilvægur þáttur í því að auka starfsánægju og bæta árangur, öryggi, líðan og heilsufar starfsmanna,“ segir Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuverndar. „Starf okkar beinist að starfsmönnum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Við gerum samninga við fyrirtækin um ákveðna þjónustu og oft er grunn ur inn trúnaðarlæknisþjónusta eða fjar vista skrán­ ing. Þjónusta trúnaðarlæknis felur í sér að bæði stjórnendur og starfsmenn hafi aðgang að lækni. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á andleg málefni og höfum lengi verið í samstarfi við sálfræðinga sem hafa sinnt ýms um verkefnum, eins og álags­ og streitu ­ stjórnun og eineltismálum sem þeir sinna inni í viðkomandi fyrirtækjum.“ Samvinna við hvert fyrirtæki Guðbjörg Helga Birgisdóttir, hjúkrunar­ fræðingur Vinnuverndar, segir að skoðað sé í samvinnu við hvert fyrirtæki hvaða mælinga er þörf: „Hjúkrunarfræðingur á vegum Vinnu verndar kemur á vinnustað með allt sem til þarf. Skoðað er í samvinnu við hvert fyrirtæki hvaða mælinga er þörf og hvað gagnast vinnustaðnum best. Farið er yfir niðurstöður mælinga með hverjum starfsmanni jafnóðum og einstaklingshæfð ráðgjöf veitt. Leggja mat á lífsstílstengda áhættuþætti Mælingarnar leggja mat á lífsstílstengda áhættuþætti og mæla t.d. blóðþrýsting, kólesteról, blóðsykur, þyngd, BMI­þyngd­ ar stuðul, fituprósentu líkamans og þol. Þeir þættir sem mældir eru koma við sögu ýmissa sjúkdóma og má þar helst nefna hjarta­ og æðasjúkdóma og sykursýki, auk sívaxandi vandamáls hérlendis sem er offita og hreyfingarleysi. Ávinningur af heilsufarsmælingum – bætt heilsa Mikilvægi góðrar heilsu er sjaldan ofmetið og það er afar áríðandi að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt vinnuumhverfi. Markmið mælinganna er að stuðla að betri heilsu starfs manna, auka vitund fólks um eigin heilsu og hjálpa því að taka ábyrgð á eigin lífi með heilbrigðum lífsstíl. Ánægjulegt er að stjórnendur fyrirtækja í dag eru meðvitaðir um mikilvægi heilsu ­ hrausts starfsfólks; það skilar sér í betri vinnu krafti ef fólk tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl auk þess sem það lýsir umhyggju stjórn enda fyrir starfsfólki sínu að bjóða upp á heilsufarsmat.“ Markmið mælinganna er að stuðla að betri heilsu starfsmanna, auka vitund fólks um eigin heilsu og hjálpa því að taka ábyrgð á eigin lífi með heilbrigðum lífsstíl. Guðbjörg Helga Birgisdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur Vinnuverndar.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.