Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 72

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 TÖLUR FRÁ ÚKRAÍNU OG VÍÐAR TEXTI OG LJÓSMYND: PÁLL STEFÁNSSON Bílar FRÁ FJÖRU TIL FJALLS Í Tinna í Tíbet kemst Tinni í hann krapp an þegar hann rekst á hinn ógurlega snjó- mann Himalæjafjallanna. Hann er víst til, þótt enginn nema Tinni hafi rekist á hann undanfarin árhundruð. Ógurlegi snjómaðurinn, þekkt þjóðsagnapersóna, heitir á máli heimamanna Yeti. Það er líka nafnið á nýjum jepplingi sem tékkneski bifreiðaframleiðandinn Škoda frumsýnir um þessar mundir. Bíll sem er eins og klæð- skerasaumaður fyrir íslenskar aðstæður. Eyðslugrannur og með fjórhjóladrifi sem hent ar vegakerfi okkar og veðurfari fullkom- lega. Skodinn er sérstakur í útliti; framúr stefnu - legur, hábyggður. Maður situr mjög hátt í góðum sætum. Mælaborðið er feik i lega vel gert og vandað. Allt á réttum stað. Það leynir sér ekki að Yetiinn er frá Volks- wagen-samsteypunni en á næsta ári eru tuttugu ár síðan Volkswagen keypti Škoda af tékkneska ríkinu. Volkswagen-vélin er tveggja lítra túrbó-dísil, 140 hestafla vél sem vinnur feikivel með DSG-sjálfskiptingunni. Fjórhjóladrifið er frá hinu sænska Halden, notað í flestar gerðir Volkswagen-bifreiða og þykir eitt það besta sem völ er á fyrir minni tegundir bifreiða. Botnplata Yeti er nokkuð sérstök, að framan er hún Golf/Tiguan, en að aftan Volkswagen Passat sem á að gefa aukinn stöðugleika og betri aksturseiginleika. Fjöðrunin er nokkuð stíf, en að sama skapi liggur hann eins og klessa á veginum. Yeti er með háu og lágu drifi, bíll til að fara á jökla. Fjöðrunin, veghæðin og fjórhjóladrifið gera þetta að frábærum ferða bíl á fjallvegum landsins. Skódi *****, spólar grjóti, svo sannarlega. Yeti er nafnið á nýjum jepplingi sem tékkneski bifreiðaframleiðandinn Skoda frumsýnir um þessar mundir.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.