Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 77

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 77 Tiger Woods er ekki bara heimsþekktur golfari sem hefur komist í fréttir fyrir að halda fram hjá kon- unni sinni og það með fjölmörgum konum. Tiger er fyrirtæki; stórt fyrirtæki. Hann er gott dæmi um það hvernig fyrirtæki og stjórnendur skaða ímyndina með því að hafa ekki góð gildi í heiðri; sérstaklega þegar byggð hefur verið upp ímynd staðfestu og trausts. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: ÝMSIR SKÖDDUÐ ÍMYND TIGERS iger Woods er fyrirtæki. Tiger er tekjuhæsti kylfingur heims frá upphafi. Heildartekjur hans á golfmótum eru 93 mill­ jónir dollara. Þess ar tekjur eru aðeins hluti af þeim tekjum sem hann hefur fengið fyrir auglýsingasamninga. Tekjur af auglýsingum á árinu 2009 voru rúmar 95 milljónir dollara og 112 milljón ir árið áður. Tiger er fyrirtæki sem hefur geng ið vel og malað gull. Stærsta auglýsingafjárhæðin á ári, 30 mill­ jón ir dollara, kemur frá Nike sem enn held ur tryggð við hann. Nokkur stórfyrirtæki hafa hins vegar sagt upp samningum við hann. Fjögur stórfyrirtæki hafa sagt upp augl ý s­ inga samningum við Tiger. Þau eru Gillette, Gator ade, AT&T og Tag Heuer. Við þetta minnka árstekjur hans um rúmlega 25 mill­ jónir doll ara. Auk þess hafa nokk ur smærri fyrirtæki sagt upp samningi við hann. Tiger Woods hefur verið hæst launaði íþrótta maður heims síðastliðin sjö ár og vel gæti verið að hann endurtæki þann leik á þessu ári. Tiger verður að teljast í meira lagi barna­ leg ur að halda að jafnheimsþekktur maður og hann gæti lifað tvöföldu lífi til lengdar. Það er hins vegar með hreinum ólíkindum hvernig honum tókst að leyna áralöngu framhjáhaldi við fjöldann allan af konum. Eiginkonuna Elínu Nordegren grunaði ekki neitt frekar en nokkurn annan. Blaðasnápar voru samt komnir á slóðina. Þegar blaðran spakk gerðist það með mikl­ um hvelli. Gengið hefur verið frá skilnaði Tigers og Elinar Nordegren. Talið er að hún fái 300­500 milljónir dollara af auði hans en skilnaðurinn er kallaður „Norðurlanda­ rothöggið“ af bandarískum fjölmiðlum. Tiger Woods hefur verið töfranafn í heimi íþrótta allt frá því hann gerðist atvinnu­ maður í golfi árið 1996, þá aðeins 21 árs að aldri. Til Tigers Woods má rekja þann almenna áhuga á golfi sem greip um sig í heiminum upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar, sérstaklega hjá ungum krökk­ um sem litu upp til hetjunnar með blik í augunum. Frammistaða hans á þessum árum er ótrúlega glæsileg og ekkert beið hans annað en að verða settur á stall sem einn mesti íþróttamaður allra tíma. Ekki minnkuðu vinsældir Tigers hjá al­ menn ingi þegar hann giftist hinni sænsku Elin Nordegren 2004 og tvö börn litu dagsins ljós á næstu árum. Nú var það ekki aðeins íþrótta­ og fjármálapressan sem stanslaust birti fréttir af Tiger Woods, fjöl­ skylduvæn tímarit birtu myndir og sögðu frá hamingju sömu fjölskyldulífi, hversu mjög Tiger bæri hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og hversu ötull hann væri að hjálpa samtök um sem hafa það að leiðarljósi að hjálpa börnum að láta draum sinn rætast. Er þá fátt eitt nefnt af öllu því jákvæða sem fylgdi nafni hans. Ímynd fyrirtækisins varð firnasterk. Leitun var að einhverju hnjóðsyrði um Tiger á þessu þrettán ára T Ímynd fyrirtækja:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.