Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 35 Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hún reiddist þessu en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun hafa vitað um þessa ákvörðun Ásmundar og ekki gert veður út af henni. Haukur Hall- dórsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans, varði eðlilega þessi ákvörðun Ásmundar og sagði hana aðeins tilkomna til að brúa bilið og óeðlilegt hefði þótt að leita til einhvers af framkvæmdastjórum í bankanum. Síðan kom í ljós að Ásmundur var í mánaðarfríi á Ind- landi og þá birtust fréttir í blöðum um að bankinn væri stjórnlaus á meðan. Haukur Halldórsson tók við formennskunni tímabundið á meðan Ásmundur settist í bankastjórastólinn. En þá var komið að þeim Vali Valssyni og Magnúsi Gunnarssyni. Þeir sendu Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra sameiginlegt bréf þar sem þeir sögðu af sér formennsku í ljósi umræðna á Alþingi þar sem Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir í ræðu að í báðum stjórnarflokkunum væru fyrirhugaðar mannabreytingar í stjórnum bankanna. Þeir sögðu að fyrirhugaðar væru mjög erfiðar ákvarðanir í bönkunum og mikilvægt væri að þeir sem að þeim stæðu hefðu óskorað umboð og traust. Mótvægi við æskudýrkun En hvers vegna leitaði Geir H. Haarde til „gömlu brýnanna“ og fékk þá til að taka þetta erfiða hlutverk að sér; að endurreisa bankana? Við leituðum til Óla Björns Kárasonar, ritstjóra vefritsins amx.is, og Þór- ólfs Matthíassonar, prófessors við Háskóla Íslands, og var viðtalið við þá tekið áður en til tíðinda dró. En það er engu að síður mjög fróðlegt að sjá útskýringar þeirra á því að þeir þremenningar urðu fyrir valinu; að leitað væri til þeirra. „Einfaldasta skýringin er auðvitað fámennið. Það er ekki um marga aðra að velja,“ segir Óli Björn Kárason, ritstjóri vefritsins amx. is. „Í þessu felst ekki gagnrýni á þessa menn. Þeir eru óumdeildir, þeir hafa mikla reynslu, þeir eru hæfir og þetta er mótvægi við æskudýrk- unina. Reynsla skiptir líka máli. Hins vegar má spyrja hvort það sé ekki bara sjálfspíningarhvöt hjá þessum mönnum að taka þessi verk- efni að sér eftir að hafa lokið fullu ævistarfi.“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, er sama sinnis: „Það liggur beint við að taka inn þá menn sem kunna til verka því það verður að gerast um leið og fyrri stjórnendum er skipt út,“ segir Þórólfur. „Einn kostur er að leita til fólks í lægri stöðum í bönk- unum. Það fólk er þó oft of nátengt fyrri starfsemi. Hinn kosturinn er að kalla á eftirlaunamennina þótt þeir hafi fyrst og fremst reynslu af ríkisbönkum.“ Þórólfur saknar þess þó að ekki hafi einnig verið leitað til erlendra pensjónista úr bönkum nágrannalandanna. „Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru enn í fullu fjöri reyndir banka- menn sem urðu að takast á við svona bankakreppu í sínum löndum fyrir bara fáum árum. Það hefði mátt leita til þeirra,“ segir Þórólfur. „Aðal- atriðið er þó að það verða að finnast reyndir menn strax því það er enginn tími til að skóla nýtt fólk þegar kreppan er skollin á.“ Þórólfur segir að með „gömlu“ bankamönnunum komi einnig inn gömul gildi. „Þessir menn voru ekki áhættusæknir meðan þeir stýrðu. Þetta eru menn sem kunna að reka banka á gamaldags hátt,“ segir Þórólfur. Þá má geta þess að formenn skilanefnda gömlu bankanna eru miklir reynsluboltar. Árni Tómasson, formaður skilanefndar gamla Glitnis, er löggiltur endurskoðandi og var um tíma bankastjóri Búnaðarbankans. Lárus Finnbogason hjá Landsbanka er sömuleiðis löggiltur endurskoðandi. Steinar Þór Guðgeirsson hjá Kaupþingi er einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur. Kallað á kröfuhafa Óli Björn gagnrýnir setningu neyðarlaganna 6. október 2008 þegar bankarnir stefndu í þrot. Uppgjör bankanna þriggja var ekki frá upphafi unnið í samráði við erlenda kröfuhafa. „Þetta hefði óhjákvæmilega þýtt að erlendir menn með mikla reynslu af erfiðum uppgjörum hefðu komið inn í bankana,“ segir Óli Björn. „Þá hefðum við séð ný nöfn í íslenska bankaheiminum. Þetta er ekki gagnrýni á þá menn sem hafa valist til að vinna verkin en nánara samstarf með erlendum kröfuhöfum hefði flýtt fyrir endurreisn bankakerfisins.“ Þórólfur er ekki sammála þessu. Hann segir að aldrei sé hægt að fá fulltrúa allra kröfuhafa að boðinu. Því geti það valdið tortryggni meðal kröfuhafa og ótta við mismunun. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbanka. Valur Valsson, stjórnarformaður Nýja Glitnis. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Nýja Kaupþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.