Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 77
Allar eiga konurnar það sameiginlegt að vilja
bæta rekstrarþekkingu sína.
Diplómanám í verslunarstjórnun
„Háskólinn á Bifröst býður upp á diplóm-
anám í verslunarstjórnun sem er tveggja
ára fjarnám. Markmið námsins er að auka
hæfni og þekkingu starfsfólks sem vinnur
við verslun og þjónustu. Diplómanám í
verslunarstjórnun hefur notið mikilla vin-
sælda á síðustu árum en reynslan hefur leitt
í ljós að fjölmargir þeirra sem ljúka náminu
hafa fengið stöðu- og launahækkun innan
verslunargeirans. Engar kröfur eru gerðar
um grunnmenntun en umsækjendur þurfa
að hafa að lágmarki eins árs reynslu af versl-
unar- eða þjónustustörfum. Námsgreinarnar
eru m.a. kaupmennska, rekstur verslana,
stjórnun og samstarf, innkaup og vöru-
stjórnun ásamt uppýsingatækni, stærðfræði,
bókhaldi og viðskiptaensku.“
Rekstur smærri fyrirtækja (RSF)
„Rekstur smærri fyrirtækja er eins árs náms-
braut í fjarnámi við Símenntun Háskólans á
Bifröst. Námið er ætlað eigendum og rekstr-
araðilum smærri fyrirtækja sem vilja ná enn
betri tökum á almennum rekstri. fyrirtækj-
arekstri. Dæmi um námsgreinar eru: Upp-
lýsingatækni, bókfærsla, markaðsmál, við-
skiptaenska, stjórnun og samstarf, gæðamál,
innkaup og vörustjórnun.“
Með hvaða hætti hefur nám
þitt á Bifröst reynst hagnýtt?
,,Eftir að ég hóf nám í rsf (rekstri
smærri fyrirtækja) á Bifröst tel ég mig
mun betur í stakk búinn til að fást við
mín verkefni. námsefnið er yfirgrips-
mikið og tekur á flestum þáttum sem
ég fæst við í mínu starfi.
frá því ég hóf störf eftir iðnnám
hefur verksvið mitt þróast frá vinnu við
hefðbundin iðnaðarstörf yfir í rekstur
fyrirtækis.
ég tel mig mun hæfari stjórnanda
eftir að ég hóf námið og hefur það
varpað nýju ljósi á marga þætti. flestir
sem eru í rekstri og komnir með
6–7 starfsmenn eða fleiri þurfa að
hafa góða yfirsýn og góðan skilning
á flestum þeim þáttum sem viðkoma
rekstri fyrirtækja og geta tekist á við
þá af þekkingu.“
Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri
Símenntunar á Háskólanum á Bifröst.
Kostir fjarnáms:
Ég, sem hef ekki farið í skóla síðan •
fyrir daga fartölvunnar, er stórhrifinn af
þessu kennslufyrirkomulagi.
Ég get mætt í tíma þegar mér hentar!•
Ég get valið mér eins þægilegt sæti •
og ég vil, til dæmis ,,lazy boy“ stólinn
minn.
Ég get sofnað í tíma án þess að verða •
mér til skammar eða vakna upp við
að bekkurinn er að hlæja að mér eða
henda í mig bréfkúlum.
Ég get mætt í sama tímann aftur ef ég •
er annars hugar eða sofandi og missi
af einhverju.
Ég get farið afturábak í tíma til þeirrar •
stundar sem ég tók eftir síðast.
Ég get líka stöðvað tímann og fengið •
mér kaffi án þess að þurfa að rétta
upp hendi og biðja um leyfi.
Ég þarf ekki að fara út í frímínútur •
í kulda og vosbúð eða bera þunga
skólatösku til og frá skóla.
Helgi Skúli Helgason,
eigandi og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins Íslandslyftur.
Nemendur njóta veðurblíðunnar á Bifröst.
Vel er búið að fjölskyldufólki á Bifröst.