Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 111

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 111
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 111 Danny Boyle stofnar sjóð fyrir leikara sína Slumdog Millionaire sem Danny Boyle (Trainspotting, 28 Days Later) leikstýrir hefur fengið frábærar viðtökur, bæði áhorf- enda og gagnrýnenda og er ein mest verðlaunaða kvikmynd ársins. Myndin er gerð eftir þekktri skáldsögu Vikas Swarup, sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir tveimur árum, undir heitinu Viltu vinna milljarð? Hún fjallar um indverskan ungling sem tekur þátt í spurningaleiknum Hver vill verða milljónamæringur og var tekin í Mumbai á indlandi. Í mörgum hlut- verkum eru ung indversk börn sem flest eru frá mjög fátækum fjölskyldum og eiga ekki bjarta framtíð hvað varðar menntun og störf. Boyle hefur ekki gleymt þessum börnum og í kjölfar vinsælda mynd- arinnar hefur hann stofnað sjóð þeim til handa. Mun sjóðurinn tryggja að börn- in fái alla þá menntun sem í boði er fyrir þau og fjárhagslegt sjálfstæði að loknu skólanámi kjósi þau að mennta sig enn meira. Þess má geta að þegar fólk á vegum Boyles fór að leita uppi börn- in fannst ekki Azharuddin ismail, sem leikur aðalpersónuna þegar hún er barn að aldri. Þegar Azza loks fannst var hann meðal betlara, sofandi ofan á bílþaki. Danny Boyle með leikurum sínum við tökur á Slumdog Millionaire. Yfir landamærin Ekki hefur mikið farið fyrir Harrison Ford að undanförnu, hann hefur aðeins leikið í tveimur kvikmyndum á síðustu fimm árum, Firewall og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Ford hefur þó ekki sagt skilið við kvikmyndirnar og síðar á árinu verður sýnd Crossing Over, dramatísk spennukvikmynd þar sem þemað er ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum og aðlögun þeirra að samfélaginu í Los Angeles. Ford leikur landamæravörð sem kemst á snoðir um víðtæka glæpastarf- semi. Helstu mót- leikarar Fords eru Sean Penn, Ray Liotta og Ashley judd. Leikstjóri er Wayne Kramer og skrifar hann handritið, eftir handriti stuttmyndar sem hann hafði áður gert og vakti athygli. Harrison Ford í hlutverki landamæra- varðar í Crossing Over ásamt Alica Braga. tvöfeldni julia Roberts hefur aðallega verið í móð- urhlutverki á síðustu árum enda á hún þrjú lítil börn með eiginmanni sínum Daniel Moder og er mikið stúss í kringum þau. Hún hefur þó leikið í einni kvikmynd á ári og kvikmynd hennar þetta árið er Duplicity, þar sem mótleikari hennar er Clive Owen en þau léku saman eft- irminnilega í Closer. Hér leika þau njósn- ara sem verða að snúa bökum saman við uppljóstrun á erfiðu máli. Samstarfið er ekki auðvelt þar sem þau höfðu átt í ástarsambandi fyrir nokkrum árum sem endaði ekki vel. Aðrir leikarar eru m.a. Paul Giamatti og Tom Wilkinson. Leikstjóri er Tony Gilroy (Michael Clayton). julia Roberts mun halda sínu striki og kvik- myndin með henni árið 2010 verður The Friday Night Knitting Club, sem lítið annað er vitað um en að hún er byggð á skáld- sögu eftir Kathleen jacobs og fjallar um saumaklúbb í New york. og er ekki annað hægt að segja en að hann endi ferilinn með glæsibrag. Í upphafi leikferilsins átti Eastwood erfitt uppdráttar, en hreppti gott hlutverk í sjónvarpsseríunni Rawhide. Ekki hafði það áhrif á feril hans í kvikmyndum og lék hann í mörgum kvikmyndum meðfram því að leika í Rawhide, yfirleitt án þess að nafns hans væri getið. Það var ekki fyrr en með spaghetti- vestrunum þremur, í leikstjórn Sergio Leones, sem Eastwood festi sig á spjöld sögunnar og er ferill hans glæsilegur hvort sem litið er til hans sem kvikmyndaleikara eða leikstjóra, en hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Play Misty For Me, árið 1971. Þær kvikmyndir sem Eastwood hefur leik- stýrt hafa fengið misjafna aðsókn, sumar góða aðsókn, aðrar ekki, en aldrei hafa þær fengið slæma dóma og það er meira en sumir af frem- stu leikstjórum dagsins í dag geta státað af. Hverjar eru bestu kvikmyndirnar sem Clint Eastwood hefur leikstýrt? Því er vandsvarað en upp í hugann koma The Outlaw Josey Wales, The Unforgiven, The Bridges of Madison County, Mys- tic River, Million Dollar Baby og Letters From Iwo Jima. Við látum Clint Eastwood eiga síðustu orðin sem er svar hans við þeirri spurningu hvers vegna hann ætlar að hætta að leika: „Þegar þú ert búinn að vera jafnlengi og ég í bransanum og enn fær um að gera þitt besta er gott ráð að hætta. Þú vilt ekki verða eins og hnefaleikakappi sem hefur verið of lengi í hringnum og ósjálfrátt er farið er að vorkenna honum.“ KViKMyNDAFRÉTTiR Clint Eastwood í hlutverki Walts Kowalskis, ásamt nýliðanum Bee Wang, sem leikur Thao.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.