Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 95
Líklega hefur ekki verið hagstæðara í annan tíma fyrir erlenda
ráðstefnu- og fundargesti eða viðskiptamenn, sem hingað koma
til viðræðna við samstarfsaðila hérlendis, að bregða sér ögn út
fyrir borgina og kynnast landinu, að sögn Þórarins Þór, markaðs-
og sölustjóra hjá Kynnisferðum. Hann segir ennfremur að mikil
aukning hafi verið í öllum ferðum fyrirtækisins síðustu mánuði,
enda staða krónunnar hagstæð útlendingum á ferðalagi.
„Í framhaldi af þessu er rétt að benda á að þeir sem taka hér á
móti erlendum gestum ættu svo sannarlega að kynna fyrir þeim
hvað þeir geta gert, umfram það að sitja á fundum eða ráðstefnum.
Þeir gætu bætt degi framan eða aftan við Íslandsferðina og gripið
tækifærið og skoða landið,“ segir Þórarinn.
Ferð í Bláa lónið í tengslum við komu og brottför
Þórarinn leggur áherslu á hversu hentugt sé fyrir þá sem eru að
koma eða fara með flugi frá Keflavík að taka Flugrútuna, því ferðir
hennar eru stilltar inn á allar ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.
Annað sem getur hentað gestum og rétt er að vekja athygli þeirra á,
er að þeir geta tekið rútu frá Leifsstöð og farið beint í Bláa lónið þar
sem hún bíður þeirra þar til haldið er til Reykjavíkur. Á leiðinni út
á flugvöll er líka hægt að hafa sama háttinn á og aftur bíður rútan
farþeganna svo þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af farangrinum á
meðan þeir bregða sér í Lónið. Kynnisferðir sækja farþega á hótelin
kl. 10.30, en brottför í Bláa lónið frá BSÍ er kl. 11. Komið er í
Lónið kl. 11.45 og ekið af stað í Leifsstöð kl. 14.15. Með því að
nýta sér þessar sérstöku Bláa lónsferðir geta ferðamennirnir nýtt
komu- og brottfarardagana mjög vel.
Kynnisferðir bjóða upp á gríðarlegt dagsferðaprógramm út frá
Reykjavík. Farnar eru margar mislangar ferðir, allt frá hálfsdags
ferðum upp í 10–12 tíma ferðir. Gullfoss og Geysisferðirnar,
6 og 8 tíma langar, eru alltaf jafnvinsælar og sama er að segja
um vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul, sem mörgum erlendum
ferðamanninum þykja hið mesta ævintýri. Norðurlandabúar kunna
einnig vel að meta söguferð um Borgarfjörð. Þá eru Landnámssetrið
og Reykholt heimsótt og ferðamenn fá innsýn í söguna allt frá
landnámstíð þegar ekið er um byggðir Borgarfjarðar.
Panta styttri ferðir þegar komið er til landsins
Sumaráætlun Kynnisferða er komin út og nú sem fyrr er þar mikið
af ferðum m.a. inn á hálendið, norður að Mývatni og ferðir suður
um Kjöl. Þótt hægt sé að panta allar ferðir Kynnisferða á netinu
segir Þórarinn að það virðist færast í aukana að fólk panti styttri
skoðunarferðir eins og þær sem hér hafa verið nefndar fyrst eftir að
er komið til landsins, enda finnist fólki kannski þægilegt að taka
mið af veðri.
Mikil aukning
í ferðum
Kynnisferða
síðustu mánuði
Ráðstefnugestir
og viðskiptaaðilar
ættu að lengja
Íslandsferðina og
nota tímann til að
skoða sig um utan
Reykjavíkur.
Þórarinn Þór er markaðs- og sölustjóri Kynnisferða.
kynnisferðir
Jökulsárlón og Gullfoss eru meðal vinsælla áfangastaða Kynnisferða.