Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
F jölskyldurnar í landinu finna áreið-anlega flestar fyrir áhrifum krepp-unnar, ekki síst það fólk sem er
með lán, íbúðalán, bílalán eða önnur lán,
sem nú eru í algjöru uppnámi. Á það jafnt
við um verðtryggðu lánin, þar sem afborg-
anir hafa tekið stökk vegna verðtrygging-
arinnar, og lán í erlendri mynt sem hafa
meira en tvöfaldast vegna gengis krón-
unnar.
FV leitaði til bankanna þriggja, Glitnis,
Landsbanka og Kaupþings, auk SPRON
og Íbúðalánasjóðs og spurði hvort menn
merktu aukna greiðsluerfiðleika viðskipta-
vina. Aðeins hjá Íbúðalánasjóði var hægt
að fá tölfræðilegar upplýsingar sem sýndu
að ástandið hefur versnað svo um munar.
Allt árið 2007 bárust sjóðnum „aðeins“
377 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika, en
í janúar í ár höfðu þegar borist yfir 300
umsóknir. Allt síðasta ár voru umsókn-
irnar 1405 en greinileg umskipti urðu í
september þegar umsóknum fjölgaði um
rúman helming frá mánuðinum á undan,
úr 51 í 107 umsóknir.
Svör bankanna um fjölda viðskiptavina í
erfiðleikum voru keimlík. Hjá einum bank-
anum kom fram að vaxandi ásókn væri frá
fólki sem alltaf hefði staðið í skilum en fyrst
hefði auðvitað fjölgað í þeim hópi sem alltaf
virðist eiga í greiðsluerfiðleikum. Góðærið
hefði þar litlu breytt en auðvitað versn-
aði ástandið til muna þegar fór að kreppa
að. „Enn sem komið er hefur ekki komið
nein holskefla af slíkum málum, en þau fara
vissulega vaxandi,“ var eitt svarið sem við
fengum. Annað var: „Töluvert er leitað til
bankans til að greiða úr erfiðleikum fólks –
við getum reyndar ekki nefnt neinar tölur
í því sambandi, heldur byggjum við þetta
meira á tilfinningu.“ Sá þriðji sagi: „Við-
skiptavinir leita mikið til okkar með beiðni
um aðstoð og úrlausnir sinna mála. Bæði
er um að ræða fólk sem þegar er komið í
vandræði með skuldbindingar sínar og fólk
sem sér fram á að lenda í vandræðum að
óbreyttu.“
Aðstoð í erfiðleikum
Úrlausnir lánastofnananna fara eftir því
um hvers konar lán er að ræða og greiðslu-
getu fólks. Talað er um klæðskerasaum-
aðar lausnir sem mótast af greiðslugetu og
greiðslubyrði. Hefðbundin úrræði, eitt-
hvað mismunandi eftir lánastofnunum,
eru þó lenging lána, skuldbreytingar lána,
t.d. að sameina óhagstæð skammtímalán
í eitt lán, tímabundin frysting afborg-
ana og greiðslujöfnun verðtryggðra lána.
Þegar um erlend lán er að ræða er algeng-
ast að bjóða frystingu vaxta og höfuðstóls
í fjóra mánuði. Einnig er boðið upp á að
fresta afborgunum í allt frá sex mánuðum
LáN Í UppNáMi
lausnir í sjónmáli
texti: fríða björnsdóttir
í dag nota flestir viðskiptafræðinemar við
háskóla íslands fartölvur á fyrirlestrum.
Þá má geta þess að allir nemendur í mBa-
námi háskólans eru með fartölvur í tímum.
„Það fer auðvitað eftir námskeiðum
að hve miklu gagni fartölvur koma,“ segir
ingjaldur hannibalsson, deildarforseti
viðskiptafræðideildar. „Ég vil til dæmis
stundum að nemendur mínir loki tölvunum
og taki þátt í umræðum.“
Búið er að aðlaga háskóla íslands
að tækninni og er til að mynda hægt að
stinga tölvum í samband við öll sæti í nýrri
stofum. Þá er þar þráðlaust net.
ingjaldur segir að þegar út á vinnumark-
aðinn sé komið noti viðskiptafræðingar
mikið tölvur. „excel er til að mynda vinnu-
tæki viðskiptafræðinga og því er eðlilegt að
notkun fartÖlVa á fyrirlestrum
Íslenskir nemendur
háðari tölvum í tímum
Ingjaldur Hannibalsson. „Það er af hinu
góða að nemendur noti tölvur í tímum en
þó má ekki ofnota þær.“