Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 67
Góður dagur í Bláa Lóninu, Hreyfingu og Blue Lagoon Spa
Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu, og
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segja blaðamanni
að fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sé tilvalið að hefja daginn á
vinnufundi í Hreyfingu þar sem í boði er fundarherbergi ásamt sal
fyrir allt að 50 gesti: ,,Að fundi loknum er hentugt fyrir hópinn að
fara saman í hressandi hóptíma, eins og t.d. spinning, og gæða sér
á léttum og hollum veitingum t.d. boozt, áður en haldið er í Bláa
Lónið. Aðgangur að Betri stofu, þar sem í boði eru einkaklefar,
er góður kostur fyrir minni hópa. Kvöldverður á veitingastaðnum
Lava er frábær endir á ævintýralegum degi. Fallegir fundarsalir eru
einnig í Bláa lóninu og Eldborg í Svartsengi.“
Veislur og viðburðir
Lava, veitingasalur Bláa Lónsins, myndar heillandi umgjörð fyrir
árshátíðir, brúðkaup og aðra mannfagnaði. Matreiðslumeistarar
Lava leggja áherslu á alþjóðlegan matseðil sem byggir á íslensku
hráefni – þar sem ferskt sjávarfang er í forgrunni.
Kjörið er að bjóða upp á fordrykk við barinn sem er á ann-
arri hæð Lava með útsýni yfir salinn og út á lónið. Stórbrotið
umhverfi, falleg hönnun, lýsing og tæknilegar lausnir gera við-
burðina enn eftirminnilegri. Tveir risaskjáir eru í salnum og með
lýsingu má breyta um lit salarins og skapa þannig umhverfi sem
sniðið er að áherslum hópsins og þema viðburðarins.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og Dagný Hrönn
Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu.
Boðið er upp á hóptíma í jóga, dansi, spinning og þrekþjálfun.