Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 27
orðum; skattgreiðendur, sem eru að sligast heima hjá sér undan verð-
tryggingu og verðbótum, þyrftu líka að standa undir verðtryggingu og
stórauknum fjármagnskostnaði ríkissjóðs. Um leið kæmi mikil pressa
á ríkisstjórn að hækka skatta almennings til að standa undir þessum
auknu álögum – því litla skatta mun ríkið sækja til fyrirtækja eins og
staðan í atvinnulífinu er núna.
Verðtryggðu húsnæðislánin eru ótvírætt einn versti óvinur íslenskra
fjölskyldna. Mörg heimili hafa orðið tæknilega gjaldþrota undanfarna
mánuði, eftir fall bankanna. Lánin hafa rokið upp á meðan íbúðaverð
hefur hrunið og fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Svo ekki sé nú talað
um ástandið á þeim heimilum sem tóku
erlend myntkörfulán til að standa undir
útbólgnu íbúðaverði á tímum útlánaból-
unnar.
hringrásin má ekki rofna
Það má halda því fram að hin bráðnauð-
synlega hringrás á milli banka, heimila og
fyrirtækja rofni síður ef vísitalan verður
fryst í öllum lánasamningum og vextir
stórlækkaðir með handafli. Ekkert er eins
mikilvægt fyrir atvinnulífið. Það segir sig
sjálft að heimili og fyrirtæki, sem fara á
höfuðið, eru ekki sterkir greiðendur hjá bönkum, Íbúðalánasjóði og
lífeyrissjóðum. Í raun þurfa þessar lánastofnanir að afskrifa þessi lán.
En hvers vegna ekki að frysta vísitöluna strax ef það mætti koma
í veg fyrir frekari gjaldþrot – og þann harmleik sem þeim fylgir?
Það væri í sjálfu litlu að tapa fyrir Íbúðalánasjóð, lífeyrissjóðina og
bankana sem mega alls ekki við því að 30 til 40 þúsund manns, flest
ungt fólk með börn, flýi land eftir gjaldþrot. Eða vegna þess að fyrir-
tækin, sem þau vinni hjá og eru hin raunverulega uppspretta lífeyr-
issparnaðar í landinu, eru farin á höfuðið vegna verðtryggingar og
okurvaxta.
Þegar ég hef viðrað þessar hugmyndir mínar um að frysta vísitöl-
una og aftengja þannig verðtrygginguna tímabundið hef ég orðið
fyrir miklum ákúrum frá kollegum mínum á meðal viðskiptafræðinga
og hagfræðinga. Þá hafa ótrúlega margir stjórnmálamenn og verka-
lýðsforingjar sett sig upp á móti því að aftengja verðtrygginguna með
því að frysta vísitöluna. Mig furðar raunar hvað margir hagfræðingar
og fjárfestar vilja ekki aftengja verðtrygginguna og lækka stýrivexti
niður úr öllu valdi í einum grænum til að koma atvinnulífinu á hreyf-
ingu og láta það lifa af.
Hvaða hluthafar vilja ekki lækka vexti, afnema verðtryggingu og
lækka fjármagnskostnað til þess að fyrirtækin sem þeir eiga í dafni
betur? Fjárfestar geta ekki endalaust einblínt á skuldabréf, það þarf
víst líka að borga af þeim eins og lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar hafa
komist að raun um að undanförnu.
Verðbólgan á Íslandi er sem betur fer
að hjaðna. Hún er þó enn þannig að hún
mælist 18% á síðustu tólf mánuðum.
Mánaðarhækkunin er minni. En 18%
er mikil verðbólga og setur auðvitað alla
venjulega skuldara á höfuðið þegar þeir
þurfa þess utan í mörgum tilvikum að
greiða yfir 10% vexti ofan á verðtrygg-
inguna. Þetta er galið í dýpstu kreppu
sem riðið hefur yfir lýðveldið Ísland.
Vöxtum er yfirleitt beitt gegn eftir-
spurnarverðbólgu en á Íslandi hefur
um langa hríð verið kostnaðarverðbólga
vegna gengishruns krónunnar. Laun hafa lækkað undanfarna mán-
uði, bensín hefur lækkað og húsnæðisverð hefur lækkað. Vísitala
neysluverðs, sem lánin taka mið af, hefur hins vegar hækkað vegna
kostnaðarverðbólgunnar.
Þeir sem eru andvígir því að frysta vísitöluna og aftengja þannig
verðtrygginguna í lánasamningum hafa sagt að það væri glapræði við
núverandi aðstæður og að eina raunhæfa leiðin til að losna við verð-
trygginguna og fylgikvilla hennar sé að skipta um gjaldmiðil. Það
myndi þyngja lánsklyfjar fólks.
Það eru ekki eðlilegir tímar í hagkerfinu. Þess vegna gengur skyndi-
hjálpin út á að koma með úrræði NÚNA, annars heitir hún ekki skyndi-
hjálp. Að skipta um gjaldmiðil til að losna við verðtrygginguna er fram-
tíðarmúsík. Flest bendir núna til þess að ekki verði hægt að skipta um
gjaldmiðil fyrir en eftir 10 ár, svo harðir eru hagfræðingar á því að ein-
Verðtryggðu húsnæðislánin
eru ótvírætt einn versti óvinur
íslenskra fjölskyldna. Mörg
heimili hafa orðið tæknilega
gjaldþrota undanfarna
mánuði, eftir fall bankanna.
VÍTAHringurinn
Verðbólgan
að lækka og
vextir fylgja
eitthvað niður
í kjölfarið.
Seðlabanki
ákveður þá að
afnema
gjaldeyrishöft.
Fjármagnið
flýr land og
gengið
hríðfellur.
Verðbólgan
fer hratt
af stað aftur og
menn horfa aftur
á vaxtahækkanir.
Verðtryggingin
setur heimili,
fyrirtæki og
ríkissjóð í
miklu erfiðari
skuldastöðu.
Aftengd
verðtrygg-
ing. skuldir
hækka ekki
vegna verð-
bólgu.
forVörn: