Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 31
Forsíðugrein 6. atVinnuleYsi Vandinn: Atvinnuleysi er að stóraukast á Íslandi og á vor- mánuðum verða um 20 þúsund manns atvinnulausir, eða um 10% af vinnuaflinu. Engin forsenda er fyrir launahækkanir við þessar forsendur. Hvað er til ráða? Skapa ný störf. Til að hleypa nýju blóði í atvinnulífið þarf að endurreisa bankakerfið hið snarasta og byrja að lána fyrirtækum. Nýsköpun getur þá hafist. Laun þurfa að lækka meira en orðið er, sveigjanleiki vinnuafls þarf að verða meiri og fjölga þarf hlutastörfum í fyrirtækjum. Framtíðin: Atvinnuleysi verður áfram mikið á næstu tveimur árum. En ef hægt er stöðva þróunina þá er hægt að fikra sig upp af botninum og horfa á björtu hliðarnar; 10% atvinnuleysi merkir 90% atvinna. Hljómar öðruvísi, ekki satt? 7. rÍkisVæÐinGin Vandinn: Stór hluti fyrirtækja hefur tapað eiginfé sínu eftir að kreppan skall á. Margir stórir og fjölmennir vinnustaðir eiga í vök að verjast og lenda í eigu ríkisbankanna innan skamms. Hvað er til ráða? Aukin ríkisvæðing í rekstri fyrirtækja er afleit leið – en hún er líklegast óhjákvæmileg við þær kring- umstæður sem eru núna þegar markmiðið er að halda uppi atvinnu og láta hjól atvinnulífsins snúast áfram. Stjórnvöld hafa gefið út að bankarnir breyti skuldum í hlutafé þar sem eitthvert vit er í rekstrinum. Framtíðin: Það verður ekki auðvelt fyrir ríkið að selja bank- ana og stórfyrirtækin sem það eignast á næstunni. Hverjir eiga að kaupa? En ríkið verður að selja þessi fyrirtæki svo jafnræðis sé gætt í viðskiptalífinu – nú og svo til að ríkið geti greitt af lánum sínum vegna endurreisnar bankakerfisins og viðskiptahallans. 8. lÍFeYrissJóÐirnir Vandinn: Lífeyrissjóðirnir eiga eftir að afskrifa stórfé og skerða lífeyri á næstu tveimur til þremur árum þegar þeir finna fyrir töpuðum útlánum til heimila og fyrirtækja og minna inn- streymis fjár vegna fólksflótta frá landinu, fjöldagjaldþrota fyr- irtækja, stóraukins atvinnuleysis og launalækkunar þeirra sem hafa vinnu. Hvað er til ráða? Atvinnulífið er undirstaða lífeyrissjóð- anna og uppspretta alls lífeyris í landinu. Sterkt atvinnulíf táknar sterka lífeyrissjóði. Veikt atvinnulíf merkir veika lífeyrissjóði. Þess vegna ættu lífeyrissjóðir að fagna hugmyndum um frystingu vísi- tölunnar í öllum lánasamningum og stórlækkun stýrivaxta; Það eru kraftarnir sem hjálpa atvinnulífinu við að rétta úr kútnum og skapa ný störf. Sem aftur eykur innstreymið inn í lífeyrissjóðina og styrkir þá. Framtíðin: Lífeyrissjóðirnir eru sterkt fjárhagslegt afl sem mikið mun mæða á í kreppu næstu tveggja til þriggja ára. En þeir verða að slaka á ávöxtunarkröfu sinni og verðtryggingunni – ella fá þeir það bara í bakið síðar og það verður harður skellur. 9. alÞJóÐaGJaldeYrissJóÐurinn Vandinn: 2ja milljarða dollara lánið sem Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn lánaði okkur með semingi heldur þjóðinni í her- kví. Svo ströng eru skilyrðin sem fylgja láninu; sérstaklega hvað varðar hina háu stýrivexti og auknar skatttekjur (sem eflaust mun verða raunin) á móti auknum ríkisútgjöldum Hvað er til ráða? Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gæða- stimpill og fór í að styrkja gjaldeyrismarkaðinn; ekki í upp- byggingu bankanna eða til að mæta halla á fjárlögum. Lánið var forsenda þess að önnur lönd vildu lána okkur. Okkur var stillt upp við vegg; m.a. vegna Icesave. En sjóðurinn verður að slaka á ströngum skilyrðum varðandi okurvexti á kreppu- tímum. Hvers vegna að hafa okurvexti á Íslandi þegar helstu ráðandi þjóðir innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, t.d. Bandaríkja- menn og Bretar, eru með núll-prósent stýrivexti? Framtíðin: Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur m.a. í sér áætlun um endurreisn bankakerfisins (AGS- lánið fór ekki í bankana), gera krónuna aftur trúverðuga og veita skuldsettum ríkissjóði aðhald með því að taka fjármál rík- issjóðs nánast af stjórnmálamönnunum. Framtíðin? Hún sýnist ... nokkur ár aftur í tímann. 10. GJaldeYrishÖFtin Vandinn: Gjaldeyrishöftin eru erfið fyrir viðskiptalífið og flestir vilja þau burtu. En við erum kefluð; í spennitreyju. Vandinn er að traust á íslenskt efnhagslíf er svo lítið að sparifé Íslendinga og útlendinga myndi streyma hratt úr landinu yrðu fjármagnsflutningar gefnir frjálsir og krónan hríðfalla með til- heyrandi óðaverðbólgu. Hvað er til ráða? Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru forsenda framfara. Það verður að koma frelsinu á sem fyrst. En þjóðin er upp við vegg. Ekki verður séð hvernig hægt verði að byggja upp nægan gjaldeyrisforða með viðskiptaafgangi við útlönd nema grípa áfram til hafta eða erlendra lána (og þau er víst ekki auðvelt að fá). Framtíðin: Þetta er skelfilegur vítahringur; höftin verða líklegast áfram. Þjóðina sárvantar erlent fjármagn til að byggja upp atvinnulífið með okkur og til þess þarf frjálsa fjármagns- flutninga. Enginn erlendur fjárfestir kemur til okkar á meðan gjaldeyrishöftin eru og allir flýja í burtu um leið og losað verður um þau. En ef vísitalan yrði fryst í öllum lánasamn- ingum og verðtryggingin aftengd færu heimilin og fyrirtæki síður í gjaldþrot vegna óðaverðbólgu og skuldahækkana í kjöl- far afnáms haftanna. Fyrirtæki og heimili með erlendar skuldir fengju samt náðarhöggið. ... frystum vísitöluna F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.