Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 101
s t j ó r n u n
Í hvaÐa LanDi MenntuÐu Þeir sig?
Stjórnendur sem síðast höfðu menntað sig í Bandaríkjunum virtust
þekkja þessi hugtök meira en aðrir og sama á við um notkun þeirra.
Ekki var merkjanlegur munur á milli þeirra sem síðast stunduðu nám
sitt á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum.
Menntastofnanir voru skoðaðar sérstaklega með tilliti til áhrifa
þeirra á hvernig þekking og notkun þessara stjórnendahugtaka og/
eða aðferða er hjá stjórnendum fyrirtækja. Athygli vakti að banda-
ríska módelið í viðskiptamenntun er alls staðar að ryðja sér rúms,
með MBA-menntun í broddi fylkingar. Athyglisvert væri því að
skoða hvort sá fjöldi sem segist mennta sig annarstaðar í Evrópu
sé ekki að nokkrum hluta menntaður í skólum að bandarískri fyr-
irmynd. Menntun á Íslandi hefur einmitt verið að opnast í þessa átt
undanfarin ár með fjölgun þeirra sem bjóða upp á MBA-nám.
Svo virðist sem íslenskir stjórnendur séu engir eftirbátar kollega
þeirra á Vesturlöndum í notkun utanaðkomandi ráðgjafar við rekst-
urinn.
nota ÍsLensku stjórnenDurnir rÁÐgjafa?
Aðeins um 11% stjórnenda sem svöruðu notuðu engan utanaðkom-
andi ráðgjafa en flestir þeirra eða yfir 60% notuðu innlenda ráðgjafa.
Eitthvað er um það að erlendir ráðgjafar séu notaðir, eða hátt í 30%,
en þá yfirleitt í sambland með innlendum ráðgjöfum.
Þeir sem ekki nota ráðgjafa virtust hafa minni þekkingu á þessum
stjórnendahugtökum og/eða aðferðum og nota þau minna en þeir
„ÍsLenska LeiÐin“ Í viÐskiPtuM
Síðastliðin ár hafa íslenskir stjórnendur, fræðimenn og
blaðamenn tjáð sig um „íslensku leiðina“ í viðskiptum þar
sem hvert fyrirtækið á fætur öðru réðst í landvinninga til
annarra landa. Þessi útrás og gífurlegur vöxtur þessara aðila
vöktu víða undrun hér heima sem erlendis og hraðinn þótti
einkenna þessa séríslensku leið í viðskiptum.
Þessi áleitna spurning um sérkenni íslenskra stjórnenda
var kveikjan að tilgátu í mastersritgerð Gauta Marteinssonar
við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS).
Þar sem reyna má að svara þessari spurningu frá
ýmsum hliðum er afmörkun nauðsynleg. Leiðin sem
farin er í ritgerðinni snýr að þekkingu og notkun þekktra
stjórnendahugtaka og/eða aðferða hjá stjórnendum
íslenskra fyrirtækja ásamt samanburði við kollega þeirra í
Evrópu og Bandaríkjunum.
Tilgangurinn með ritgerðinni var að auka þekkingu og
vitneskju um íslenska stjórnandann og leita eftir sérkennum.
Stjórnendur geta síðan greint sjálfa sig í þessum samanburði
til þess að vera betur vakandi yfir þeim áhrifaþáttum sem
kunna að herja á starf þeirra nú og í framtíðinni.
Vissulega getur svona listi verið gildishlaðinn og að auki
getur hvert og eitt heiti falið í sér mismunandi aðferðir við að
ná fram tilteknum markmiðum. Að auki er hægt að deila um
hvert og eitt heiti á þessum lista, hvort um sé ræða eitthvert
óljóst stjórnendahugtak eða sérstaka stjórnendaaðferð.
Því var sú leið farin í rannsókninni að kanna þekkingu og
skilning stjórnendanna á notkun þessara hugtaka, þar sem
það er einmitt þessi hugtakanotkun og vilji stjórnenda til
þess að eltast við hana, eins og hvert annað tískufyrirbæri,
sem kennismiðir og gagnrýnendur í stjórnendatískum
(management fashions) leggja hvað mesta áherslu á.
Aðalatriðið er því ekki að skoða einstök hugtök og/
eða aðferðir heldur notkun og þekkingu í heild og hvort
áhrifavaldar á Íslandi í þessu efni séu hinir sömu og í Evrópu
og Bandaríkjunum.