Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 41 Þ að er fyrst og fremst af sögulegum ástæðum sem menn rifja upp viðskipti flokkssystkinanna Jóns Baldvins og Jóhönnu. Þau áttu ekki skap saman í forystu Alþýðuflokksins á liðinni öld og komu raunar ekki sömu leið inn í þá forystu. Uppruninn skiptir miklu máli. Jón kom yst af vinstri kanti stjórnmálanna í nokkrum stökkum inn í flokk krata – Jóhanna átti ætt og uppruna í flokknum. Og sjálfsagt er enn lítil vinátta með þeim tveimur. Jón Baldvin hefur í viðtölum um Jóhönnu lýst henni sem einfara, hún sé þrjósk segir hann, en heiðarleg og áreiðanleg. Og hún kemur sínum málum fram. Það var einmitt krafan um að koma málum fram sem varð Geir H. Haarde erfiðust. Og í skopteikningum kemur Jóhanna fram sem konan sem tekur til eftir sukkið. Hún er með kúst og svuntu og uppbrettar ermar. Jóhanna er eins og Soffía frænka í húsi ræningjanna. Til þess er ætlast að hún hreinsi til eftir útrásarsamkvæmið og hún hefur ekki margar vikur til verksins. flugfreyja á toppnum Leið Jóhönnu inn í stjórnmálin liggur í gegnum vinnuna og stéttar- félög. Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum og vann síðan á skrifstofunni hjá Kassagerðinni. Þessu fylgdi stjórnarseta í Flugfreyjufélaginu og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Í norrænu samhengi þykir ekkert merkilegt að kona komi þessa leið inn í forystusveit hjá krötum. Hitt þykir merkilegra utanlands að lesbísk kona sé komin í valdamesta embætti einnar þjóðar. Og einnig að það hefur aldrei þótt neitt tiltökumál að hún hefur árum saman verið í sambúð með konu. Í enskum blöðum er Jóhanna sögð „sósíaldemókrati af sænsku gerðinni“ og þá átt við að íslenski forsætisráðherrann eigi lítið sameiginlegt með athafnamönnum sömu þjóðar. Það er ekkert leyndarmál að gagnkvæmt traust ríkti aldrei milli Jóhönnu og útrásarvíkinganna. Það var ef til vill talinn veikleiki hennar um tíma en er nú ótvíræður styrkur. velferðar-Jóhanna Það er bara svo að hvernig svo sem heimurinn veltist og snýst þá er Jóhanna alltaf Jóhanna. Hún er félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Uppnefnin eru einnig af þessu tagi: Velferðar-Jóhanna, Heilög Jóhanna eða Jóhanna félags. Jóhanna varð félagsmálaráðherra í skammlífri ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar árin 1987 til 1988. Þetta var á þeim tímum þegar þakka mátti fyrir að ríkisstjórnir lifðu út árið, ráðherrar komu og fóru en samt, Jóhanna var félagsmálaráðherra í þremur stjórnum í röð. Það var í sömu stjórnum og Jón Baldvin og hún vék ekki úr embætti fyrr en endanlega slitnaði uppúr samstarfi þeirra árið 1994. Jóhanna gekk þá úr Alþýðuflokknum til að stofna Þjóðvaka. Deilurnar við Jón Baldvin voru upphaf Þjóðvaka en sá flokkur rann inn í Samfylkinguna og Jóhanna var á ný komin í forystusveit jafnaðarmanna á Íslandi. Þingmennska Jóhönnu er líka orðin löng. Hún var kjörin á þing árið 1978 og hefur setið þar óslitið síðan. Það er reynslan og fjarlægðin frá peningasukki þessarar aldar sem ræður því að Jóhanna er nú forsætisráðherra eftir margra ára baráttu fyrir velferð – og jafnan með storminn í fangið. n æ r M y n d a f J ó H ö n n U s i G U r ð a r d ó T T U r f o r s æ T i s r á ð H e r r a kvenráðherralistinn Kona varð fyrst ráðherra á Íslandi árið 1970. Það var Auður Auðuns dómsmálaráðherra. Síðan var þróunin hæg, oft engin og í besta falli ein kona í hverri stjórn. nær aldarfjórðungi eftir að Auður varð ráðherra var enn auðvelt að muna alla röðina af kvenráðherrum í sögunni: Það voru bara þær Auður, ragnhildur Helgadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Í þriðju ríkisstjórn davíðs Oddssonar 1999–2003 verða loks straumhvörf þegar fjórar konur eru ráðherrar samtímis. núna – nær fjörtíu árum eftir að Auður varð ráðherra – eru hlutföll kynjanna loks jöfn. auður auðuns• , dómsmálaráðherra 1970–1971. ragnhildur helgadóttir• , menntamálaráðherra og síðan heilbrigðisráðherra 1983–1987. Jóhanna sigurðardóttir• , félagsmálaráðherra 1987–1994 og aftur 2007–2009. Forsætisráðherra frá 2009. rannveig Guðmundsdóttir• , félagsmálaráðherra 1994– 1995. ingibjörg Pálmadóttir• , heilbrigðisráðherra 1995–2001. siv Friðleifsdóttir• , umhverfisráðherra og síðan heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1999–2007. sólveig Pétursdóttir• , dómsmálaráðherra 1999–2003. valgerður sverrisdóttir• , iðnaðar- og viðskiptaráðherra og síðan utanríkisráðherra 1999–2007. Þorgerður katrín Gunnarsdóttir• , menntamálaráðherra 2003–2009. sigríður anna Þórðardóttir• , umhverfisráðherra og síðan samstarfsráðherra norðurlanda 2004–2006. ingibjörg sólrún Gísladóttir• , utanríkisráðherra 2007–2009. Þórunn sveinbjarnardóttir• , umhverfisráðherra 2007–2009. ásta r. Jóhannesdóttir• , félags- og tryggingamálaráðherra 2009. katrín Jakobsdóttir• , menntamálaráðherra 2009. kolbrún halldórsdóttir• , umhverfisráðherra 2009. ragna árnadóttir• , dómsmálaráðherra 2009. texti: gísli kristjánsson • Mynd: geir ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.