Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 108

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Bílar TExTi OG LjóSMyND: páll stefánsson Topp Tíu, Tvöþúsund og 9 Tímaritið Car and Driver hefur í tæpa hálfa öld valið 10 bestu bíla í heimi. Þrjár meginforsendur eru fyrir valinu. Hvernig þeir eru í umgengni, rekstri og svo tilfinninga- legi þátturinn. Þú átt að koma brosandi úr bílferðinni. Aksturseiginleikarnir eiga að vera þannig að þig langi strax aftur að aka bílnum og síðasti þátturinn snýst um hvað þú fáir fyrir aurinn, bæði í samanburði við keppi- nautana og útbúnað bílsins. Hér kemur listi tímaritsins í stafrófsröð: BMW 3, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette, Honda Accord, Honda Fit, infiniti G37, jaguar xF, Mazda Mx-5, Porsche Boxter/ Cayman, og að lokum Volkswagen GTi. Rússajeppi UAZ Patriot, eða móðurlandsvinurinn, er nýr millistærðarjepppi frá UAZ (Ulyanovsky Avtomobilny Zavod) verksmiðjunum í Ulyanovsk, fæðingarbæ Leníns. Þessi bær er við Volgufljótið og er 900 kílómetrum austan við Moskvu. Verksmiðjurnar eru hér þekktastar fyrir Rússajeppann. En sá nýi er nútímalegur, ódýr, einfaldur og stórgóður í torfærum, enda með millikassa ættaðan austan frá Kóreu. Þrátt fyrir stærðina er hann skráður fyrir níu farþega. Hestöflin eru 128 og hámarkshraðinn er 150 km á klukkustund. Verðið er dágott eða undir 15.000 dollurum. Fyrsta árið, 2007, seldust 12.011 móðurlandsvinir. úff, úff, og úfffffffff Á síðasta ári seldust 60 milljónir bíla, en framleiðslugetan er 94 milljónir ökutækja. Og fyrir árið í ár er útlitið enn dekkra. Í fyrsta skipti í yfir 70 ár er Toyota rekið með tapi. Það þykir merkilegt. Ef salan í des- ember 2008 er miðuð við sama mánuð árið áður kemur upp mjög dökk mynd. Salan á Spáni dróst saman um 50%, í Bandaríkjunum um 37%, Bretlandi 22%. Þýskaland slapp best, en samdrátturinn þar var aðeins 8%. Af framleiðendum slapp Volkswagen-fyrirtækið best, með samdrátt upp á 13%. Benz var með samdrátt upp á 23% og Nissan 29% sem mönnum finnst þokkalega sloppið miðað við samdrátt Toyota upp á 38% og Chrysler 54%. Úff.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.