Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Bílar
TExTi OG LjóSMyND:
páll stefánsson
Topp Tíu, Tvöþúsund og 9
Tímaritið Car and Driver hefur í tæpa hálfa öld valið 10
bestu bíla í heimi. Þrjár meginforsendur eru fyrir valinu.
Hvernig þeir eru í umgengni, rekstri og svo tilfinninga-
legi þátturinn. Þú átt að koma brosandi úr bílferðinni.
Aksturseiginleikarnir eiga að vera þannig að þig langi
strax aftur að aka bílnum og síðasti þátturinn snýst um
hvað þú fáir fyrir aurinn, bæði í samanburði við keppi-
nautana og útbúnað bílsins. Hér kemur listi tímaritsins
í stafrófsröð: BMW 3, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette,
Honda Accord, Honda Fit, infiniti G37, jaguar xF,
Mazda Mx-5, Porsche Boxter/ Cayman, og að lokum
Volkswagen GTi.
Rússajeppi
UAZ Patriot, eða móðurlandsvinurinn, er
nýr millistærðarjepppi frá UAZ (Ulyanovsky
Avtomobilny Zavod) verksmiðjunum í Ulyanovsk,
fæðingarbæ Leníns. Þessi bær er við
Volgufljótið og er 900 kílómetrum austan við
Moskvu. Verksmiðjurnar eru hér þekktastar fyrir
Rússajeppann. En sá nýi er nútímalegur, ódýr,
einfaldur og stórgóður í torfærum, enda með
millikassa ættaðan austan frá Kóreu. Þrátt
fyrir stærðina er hann skráður fyrir níu farþega.
Hestöflin eru 128 og hámarkshraðinn er 150
km á klukkustund. Verðið er dágott eða undir
15.000 dollurum. Fyrsta árið, 2007, seldust
12.011 móðurlandsvinir.
úff, úff, og úfffffffff
Á síðasta ári seldust 60 milljónir bíla, en
framleiðslugetan er 94 milljónir ökutækja.
Og fyrir árið í ár er útlitið enn dekkra. Í
fyrsta skipti í yfir 70 ár er Toyota rekið með
tapi. Það þykir merkilegt. Ef salan í des-
ember 2008 er miðuð við sama mánuð
árið áður kemur upp mjög dökk mynd.
Salan á Spáni dróst saman um 50%, í
Bandaríkjunum um 37%, Bretlandi 22%.
Þýskaland slapp best, en samdrátturinn
þar var aðeins 8%. Af framleiðendum slapp
Volkswagen-fyrirtækið best, með samdrátt
upp á 13%. Benz var með samdrátt upp á
23% og Nissan 29% sem mönnum finnst
þokkalega sloppið miðað við samdrátt
Toyota upp á 38% og Chrysler 54%. Úff.