Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Háskólinn á Bifröst hefur á síðustu árum byggt upp fjölbreyttar náms-leiðir, einkum í fjarnámi, fyrir fólk
sem vill styrkja stöðu sína á vinnumark-
aði. Má þar einna helst nefna Mátt kvenna,
Diplómanám í verslunarstjórnun og Rekstur
smærri fyrirtækja. Geirlaug Jóhannsdottir,
verefnastjóri símenntunar, hefur umsjón
með þessum námskeiðum og er stolt af því
að taka þátt í að viðhalda og efla það góða
starf sem gamli skólinn hennar sinnir í sam-
félaginu:
Hvergi betra að vera en á Bifröst
Háskólinn á Bifröst hefur tekið gríðarlegum
breytingum á síðasta áratug. Nemendafjöldi
hefur margfaldast samhliða auknu náms-
framboði og háskólaþorpið þanist út.
Stærðin hefur í för með sér aukna þjónustu
með verslun og kaffihúsi, fullbúinni líkams-
ræktaraðstöðu og nútímalegu bókasafni og
leikskóla.
Símenntun Háskólans á Bifröst býður
upp á fjölbreytt úrval námskeiða, einkum í
fjarnámi. Skólinn hefur þannig lagt áherslu
á að þjóna námfúsu fólki um allt land, óháð
stað og stund. Aðferðafræðin á Bifröst er sú
að fjarnámi og staðnámi er blandað saman
með reglulegum vinnuhelgum á Bifröst en
skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í
rúmlega einnar klukkustundar fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu.“
Meiri Máttur kvenna
Flaggskip Símenntunar Háskólans á Bifröst
er klárlega Máttur kvenna sem slegið hefur
öll aðsóknarmet. Á fjórða hundrað kvenna
hafa stundað námið og í lok febrúar munu
60 konur til viðbótar hefja nám og enn
streyma inn umsóknir.
Máttur kvenna er rekstrarnám í fjarnámi
fyrir konur. Námið stendur yfir í 3 mánuði
og byrjar og lýkur með vinnuhelgi á Bifröst.
Á vinnuhelgum er áhersla lögð og að efla
tengslanetið og leggja grunninnað farsælu
samstarfi, óháð landfræðilegri staðsetn-
ingu. Konur úr öllum geirum atvinnulífsins
hafa lokið Mætti kvenna og er menntunar-
legur bakgrunnur þeirra mjög fjölbreyttur.
Sumar hafa ekki verið í námi síðan þær luku
grunnskóla, aðrar hafa lokið meistaranámi
í ákveðinni sérgrein, t.d. innan heilbrigð-
isgeirans, og vilja víkka sjóndeildarhringinn.
Háskólinn á Bifröst
Símenntun í fjarnámi
Útskriftarhópur frá Mætti kvenna.