Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 42

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 G ylfi Magnússon tók við starfi viðskiptaráðherra nú í byrjun mánaðar og er á meðan í tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann þekkir málaflokkinn mjög vel út frá afskiptum sínum af fjármálamarkaðnum og samkeppnismálum á öðrum vettvangi, en trúir því og treystir að gott fólk hjálpi sér í gegnum verkferla ráðuneytis og Alþingis, sem hann kunni ekki jafngóð skil á. Hann segir starfshætti sína munu einkennast af þeim knappa tíma sem hann hafi til að sinna starfinu en bankamálin verði í brennidepli. Gylfi er fæddur vestast í Vesturbænum á miðjum viðreisnarárunum, árið 1966, og ólst upp með foreldrum sínum og tveimur eldri systkinum í húsi sem afi hans og amma höfðu keypt á fjórða áratugnum og bjó þar allt þar til hann fór utan til náms. Hann segir Vesturbæinn hafa verið skemmtilegt hverfi til að alast upp í og ekki spillti fyrir að á bak við æskuheimilið var gæslu- og fótboltavöllur þannig að stutt var að fara út að leika og mikið af krökkum í nágrenninu. Ekki var annað hægt en að vera KR-ingur í hverfinu en Gylfi segist nú engin afrek hafa unnið með félaginu þó svo að hann hafi unnið einn leik með fimmta flokki í fótbolta og hætt eftir það á toppnum. Gylfi er enn gallharður KR-ingur en segist þó reyndar vera líka farinn að styðja Gróttu í seinni tíð þar sem börnin sín æfi þar. Á uppvaxtarárunum bar hann út blöð eins og flestir strákar og seldi í smásölu bæði Vísi, Dagblaðið, Moggann og Alþýðublaðið. Þeim störfum gegndi hann með skóla framan af en starfaði síðan nokkur sumur sem „klinka“ hjá föður sínum, Magnúsi Gíslasyni, sem þá var starfandi tannlæknir, og segir það hafa verið eina inngrip sitt í heilbrigðiskerfið. stórborgarlíf og nám Gylfi segir áhugann á viðskipta- og hagfræði sjálfsagt hafa kviknað á menntaskólaárunum í Menntaskólanum í Reykjavík, þó hann hafi þá í raun ekki vitað um hvað námið snerist enda var hann á eðlisfræði- braut í menntaskóla. Þó hafi hann ekki orðið fyrir nokkrum von- brigðum með námið og útskrifaðist frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sem hagfræðingur árið 1990. Að því loknu hélt hann beint í doktorsnám til Bandaríkjanna við Yale University sem alls tók sjö ár en á þeim árum starfaði hann einnig sem aðstoðarkennari líkt og algengt er með doktorsnema, auk þess að kenna eigið námskeið. Gylfi segir að sér hafi ætíð liðið mjög vel í skóla sem kannski skýri hvers vegna hann hafi átt svo erfitt með að slíta sig frá því umhverfi. Tvímælalaust séu flestir af fremstu hagfræðiskólum heims í Banda- ríkjunum og það hafi verið mikil forréttindi að fá að fara þangað. Hann hafi haft gaman að námsárunum þar sem hann þjálfaðist í kennslu, en áður en hann hélt utan hafði hann byrjað að kenna í Menntaskólanum við Sund. Hann segir borgina sem háskólinn er í ekki endilega skemmtilegustu borg Bandaríkjanna en staðsetningin hafi verið góð þar sem hún er mitt á milli New York og Boston. Þannig gat hann notað þann frítíma sem gafst til að njóta margs af því sem stórborgirnar hafa að bjóða. skólun í blaðamennsku hjálpaði til Að námi loknu hóf Gylfi þegar störf hjá viðskipta- og hagfræðideild háskólans sem stundakennari og starfaði samhliða því sem sérfræðingur á Hagfræðistofnun á árunum 1996 til 1998. Fljótlega eftir heimkomuna kynntist hann einnig eiginkonu sinni, Hrafnhildi Stefánsdóttur. Gylfi hefur í gegnum árin skrifað fjölda greina og n æ r M y n d a f G y l f a M a G n ú s s y n i v i ð s K i p T a r á ð H e r r a Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. yfirvegaður og fylginn sér Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tók tímabundið við starfi viðskiptaráðherra. Hann er Kr-ingur í húð og hár og starfaði um tíma sem „klínka“ hjá föður sínum, Magnúsi Gíslasyni tannlækni. Hann segir að bankamálin verði í brennidepli. texti: maría ólafsdóttir Mynd: geir ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.