Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 51 p i s t i l l s i g r ú n a r mörg góðgerðarfélög. Fé úr þeirri átt varð trygg tekjulind. Mörg slík félög hafa nú misst allt sitt fé, þökk sé Madoff. Með tímanum vatt orðspor Madoffs og öll starfsemin upp á sig. Undanfarin ár var orðið víðtækt net sjóða sem sóttu fjárfestingar og dældu áfram til Madoffs. Þegar komst upp um hann voru margir sem álitu að málið væri þeim óviðkomandi, höfðu jafnvel aldrei heyrt um hann en komust svo að því að sjóðir sem þeir höfðu lagt peningana sína í höfðu fjárfest hjá Madoff. Óljós aðferðafræði Á áttunda áratugnum lýsti Madoff fjárfestingaraðferð sinni í viðtali við Wall Street Journal og sama gerði hann iðulega síðar í kynningarbæklingum. Aðferðin líktist vogunarsjóðum að því leyti að áhættan var minnkuð með gagnaðgerðum. Þar sem honum vegnaði vel að því er virtist voru margir fjárfestar sem fylgdust með fjárfestingarhreyfingum Madoffs. Margir létu blekkjast af óljósu tali hans en þeir sem fóru í saumana á fjárfestingum hans gátu þó með engu móti skilið hagnaðinn eða náð því sama. Jöfn og stöðug ávöxtun þótti grunsamleg en sá grunur varð aldrei annað en taut nokkurra sérfræðinga. Enginn virtist spá í að endurskoðandi þessarar umfangsmiklu starfsemi var gamall endurskoðandi uppi í sveit með þrjá aðstoðarmenn sem ekki voru endurskoðendur. Öðru hverju náði þetta taut þó eyrum fjármálaeftirlitsins, SEC, og öðru hverju gerði eftirlitið úttekt á Madoff. Sagt er að starfsemi hans hafi alls verið athuguð átta sinnum á sextán árum en allt kom fyrir ekki. Einn keppinautur Madoffs sem hafði legið yfir hverri hreyfingu hans reyndi eins og hann gat að fá SEC til að gera ærlega úttekt á Madoff, starfsemin gæti bara ekki staðist, en allt kom fyrir ekki. Það sem nú hefur komið í ljós er að svo virðist sem Madoff hafi aldrei fjárfest neitt. Hann tók bara fé nýrra aðila og notaði til að greiða arð til þeirra sem voru þar fyrir. Þetta var því eins og risastór keðjubréfakeðja. Af því arðurinn var svo góður og reglulegur og af því menn vissu að það væri erfitt að komast að hjá Madoff voru ekki margir sem tóku fé sitt út. En þeir sem gerðu það fengu orðalaust ávísun upp á eign sína hjá Madoff. Keðjukreppa Madoffs Madoff hafði byggt upp starfsemi í nokkrum hlutum. Sjálfur hélt hann utan um sjóðinn sem hann kallaði vogunarsjóð og sá um fjárfestingarnar. Þar unnu um 20 manns, um 100 manns unnu við hlutabréfasölu sem tengdist ekki sjóðnum og svo voru tæplega 30 manns sem unnu við fjárfestingar í London. Ýmis skyldmenni unnu hjá Madoff, meðal annars synir hans tveir, Mark og Andrew, bróðir Madoffs og bróðurdóttir. Andrew hafði sitt fé í sjóðum föðurins en það athyglisverða er að Mark tók sína peninga út fyrir átta árum. Þar sem hreyfingar í sjóðum Madoffs byggðust á fé sem kom inn var ljóst að um leið og færri kæmu inn og fleiri drægju féð út væri spilið búið. Madoff fór líklega að finna fyrir þessu strax og lánsfjárkreppunnar fór að gæta upp úr miðju ári 2007. Allt síðastliðið ár barðist hann við að greiða þeim sem fóru með því að fá inn meiri fjárfestingar. Nú voru það stóru sjóðirnar sem hann leitaði til en róðurinn var þungur. Í byrjun desember sagði Madoff sonum sínum að hann væri ekki viss um að eiga fyrir kröfum upp á sjö milljarða dala. Þegar synirnir fréttu 9. desember að pabbinn ætlaði að borga starfsfólkinu kaupauka bönkuðu þeir upp á hjá honum á skrifstofunni daginn eftir. Það gæti ekki staðist að borga kaupauka en eiga ekki upp í kröfur. Madoff sagðist ekki treysta sér til að tala um þetta á skrifstofunni en skyldi ræða við þá um kvöldið. Hann fór í jólaveislu starfsmannanna þar sem hvorugur sonanna mætti og hitti þá svo heima hjá sér síðar um kvöldið. Engin saklaus skýring Það kvöld játaði hann fyrir sonunum að féð væri uppurið, hann hefði aldrei fjárfest heldur bara haldið keðjukerfi gangandi þar sem 50 milljarðar dala hefðu farið í súginn. Madoff sagðist ætla að gefa sig fram en vildi fyrst borga 200–300 milljónir í kaupauka. Synirnir Ein helsta tækni Madoffs var að láta alla vita að sjóður hans væri bara fyrir fáa útvalda. Það gerði fólk enn ákafara að komast í þennan hóp útvalinna. Spilaborgin fallin. Lögregla færir Berard Madoff til yfirheyrslu, 11. desember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.