Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 HORFT TIL FRAMTÍÐAR S igríður Snævarr sendiherra og María Björk Óskarsdóttir viðskipta- fræðingur eiga heiðurinn af hug- myndafræðinni „Nýttu kraftinn“ sem leggur áherslu á að atvinnulausir nýti tíma sinn og kraft á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Sigríður Snævarr, sem var sendiherra í Svíþjóð og Finnlandi þegar þar var mikið atvinnuleysi, brást strax við í kjölfar bankahrunsins og þróaði með sér fyrstu hugmyndina sem síðar varð „Nýttu kraftinn“ á grundvelli reynslu sinnar. Nánir vinir hennar í Svíþjóð höfðu misst vinnuna og hún þekkti því vel vanda þeirra sem verða atvinnulausir að ósekju, það er missa atvinnuna í tilviljunarkenndum hópuppsögnum þar sem hópum einstaklinga er sagt upp vinnu óháð frammistöðu og tilviljun ræður hvort menn halda vinnu eða missa hana. Sigríður hafði fljótlega samband við Maríu Björk Óskarsdóttur, sem þá var nýbúin að missa vinnuna í einum bankanna, og María heillaðist strax af hugmyndafræðinni sem þær hafa þróað frekar og fylgt sjálfar. Áhugasviðspróf og mentorar Nýttu kraftinn felst í að 10–15 manna hópur atvinnulausra einstaklinga hittist tvisvar sinnum. Hver og einn fær mentor sem hann hittir svo á tveggja vikna fresti í allt að þrjá mánuði. Félögum í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur býðst að sækja námskeiðið/ferlið sér að kostnaðarlausu og má búast við að svo verði um félaga í öðrum stéttarfélögum en ferlið er rétt að byrja. Í upphafi ferlisins hittist hver hópur í um þrjá tíma þar sem hugmyndafræðin er kynnt og gögn afhent, boðið er upp á fyrirlestur um sorg og sorgarferli tengt atvinnumissi, talað er um starfsráðgjöf, ferilskrá, tengslanet og eftirfylgni og þátttakendur taka Strong-áhugasviðspróf, til dæmis á vegum Háskólans í Reykjavík. Þátttakendur hitta síðan mentorana sem koma frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum þjóðfélagsins. Hlutverk þeirra er meðal annars að hvetja þann atvinnulausa áfram, veita aðhald og leggja honum lið eins og kostur er. Hópurinn hittist svo aftur þremur og sex vikum síðar. Niðurstöður áhugasviðsprófsins eru þá kynntar, farið er yfir farinn veg og skipst á skoðunum um hvernig hefur gengið og þá verður boðið upp á fyrirlestur og/eða óvæntan viðburð. Þess má geta að fleiri en leiðbeinendur verða viðstaddir þegar hópurinn kemur saman en það geta verið stuðningsaðilar úr atvinnulífinu, fulltrúar sjálfboðastarfs eða aðilar frá háskólum og kirkjunni. Mappan „Þátttakendur skuldbinda sig til að verja fjórum klukkutímum á dag í eitthvað sem þeir geta sannað að þeir hafi gert,“ segir Sigríður en hver og einn fær möppu þar sem hann safnar í alls kyns gögnum þar að lútandi. Um nokkurs konar ferilskrá er að ræða. „Það ýtir á fólk að halda sínum gamla farvegi. Á sumum líkamsræktarstöðum og sundstöðum er til að mynda hægt að fá staðfestingu á því að mætt hafi verið á staðinn, viðkomandi getur þess vegna tekið til í geymslunni og tekið myndir fyrir og eftir því til sönnunar og það er hægt að hjálpa nágranna sínum við að klippa tré og taka mynd af því. Það er margt hægt að gera sem mönnum dettur ekki í hug að væri vinna en er vinna þó það sé ekki borgað fyrir hana. Það er mikilvægt að hugsa þannig. Sjálfboðavinna er til að mynda vinna en hún er vottuð hjá Rauða krossinum. Það er hægt að setja í ferilskrána. Það sama er að segja um diplóma sem fólk getur fengið eftir að hafa „nýttu krAftinn“ fyrir AtvinnulAusA: HVeR dAgUR seM VINNUdAgUR VæRI tExti: svava jónsdóttir • mynD: geir ólafsson Mikilvægast er að forðast einangrun og mentorarnir okkar eru leið til að halda sér í tengslum við vinnumarkaðinn með því að hitta mentorinn á hans vinnustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.