Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Efnahagshrunið á Íslandi hefur ýmsar hliðar. Ein þeirra varð starfsfólki Microsoft Íslandi ljós upp úr miðju síðasta ári en varð átakanlegri eftir því sem leið á haustið. „Við höfum skipulagt og haldið utan um ferðir íslensks tæknifólks á stóru
Microsoft-ráðstefnurnar á borð við TechEd og Convergence, sem
haldnar eru árlega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta eru mikilvægir
viðburðir fyrir þá sem starfa í þessum geira, þar sem þarna er fjallað
um nýjustu þróun og nýjungar sem tæknifólk þarf að kunna skil á
til að dragast ekki aftur úr í samkeppninni. Árið 2007 fóru um 350
Íslendingar á þessa viðburði. Árið í fyrra fór rólega af stað en svo fóru
afpantanirnar að streyma inn. Á endanum fóru ekki nema 60 manns
á ráðstefnurnar erlendis árið 2008 – sem er yfir 80% hrun frá árinu
á undan,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft
Íslandi.
„Copy-paste“ ráðstefna
Þessi þróun kemur í sjálfu sér ekki á óvart, enda þurftu fyrirtæki
og stofnanir á Íslandi bæði að skera verulega niður um leið og
kostnaður við utanlandsferðir hækkaði upp úr öllu valdi í kjölfar falls
krónunnar. Engu að síður er ástæða til að vera uggandi yfir þessu
því símenntun er einn lykilþáttanna í að standast keppinautunum
snúning á hinum alþjóðlega upplýsingatæknimarkaði. „Við gátum
ekki setið hjá og hreinlega horft á íslenskt tæknifólk dragast aftur
úr erlendum keppinautum og það á tímum sem beinlínis krefjast
þess að upplýsingatæknigeirinn á Íslandi komi sterkar inn við
uppbyggingu atvinnulífsins. Þess vegna ákváðum við að efna til okkar
eigin ráðstefnu hérna heima og fá til liðs við okkur marga af helstu
fyrirlesurunum sem hafa tekið þátt í stóru alþjóðlegu ráðstefnunum.
Það má eiginlega segja að við höfum gert svona „copy-paste“, svo
maður noti vafasama íslensku,“ segir Halldór.
Úr varð „Það besta frá TechEd og Convergence“, tveggja daga
ráðstefna sem haldin var á Grand Hóteli um miðjan janúar
síðastliðinn. Fyrirlesarar voru bæði sjóaðir erlendir sérfræðingar frá
Microsoft sem fluttu sömu fyrirlestra og þeir höfðu flutt á stóru
ráðstefnunum erlendis og eins kynntu fulltrúar íslenskra fyrirtækja,
sem hafa vakið athygli fyrir hugbúnaðarþróun, starfsemi sína.
Ákveðið var að hafa ókeypis aðgang til að tryggja að allir sem áhuga
hefðu á efninu gætu sótt ráðstefnuna óháð fjárhag.
Viðbrögðin framar vonum
Viðbrögð íslenskra tæknimanna, forritara og stjórnenda sýndu svo
um munaði að þörf var á þessu framtaki. Alls sóttu um 850 manns
Stærsta ráðstefna í upplýsingatækni á Íslandi var haldin í janúar:
RÁðstefnan flutt inn
fyRst ÍslendingaRniR
komust ekki út
Ráðstefnan var vel sótt.
RÁÐSteFNUR
MyNdiR: geir ólafsson