Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 26
allt frá því að bankarnir hrundu hef ég verið óspar á yfir-lýsingar í fjölmiðlum um að frysta vísitöluna í öllum lána-samningum næstu tvö til þrjú árin og aftengja þannig verð-trygginguna tímabundið. Ég hef jafnframt hvatt til þess að
stýrivextir verði lækkaðir niður úr öllu valdi í einum grænum til að
bjarga atvinnulífinu. Á Íslandi er versta kreppa í heimi en við erum á
sama tíma með hæstu vexti og verðtryggingu í ofanálag. Þetta er að
kæfa heimili og atvinnulífið.
Hugsun mín með því að frysta vísitöluna í öllum lána-
samningum er að verja skuldastöðu heimila og fyrir-
tækja og koma þannig í veg fyrir að fjármagnskostnaður rjúki upp úr
öllu valdi vegna verðbólgu sem að undanförnu er fyrst og fremst hægt
að rekja til falls krónunnar.
Það er eflaust ekki hægt að vinda ofan af skaðanum sem þegar
hefur orðið á síðustu fjórum mánuðum, þ.e. hækkun lánanna frá því
að bankarnir féllu, en það er enn hægt að stöðva þennan vítahring.
Það er gert með því að setja sérstök lög sem frysta vísitölu neysluverðs
sem húsnæðislán eru bundin við.
Blekking og falsanir? Það held ég ekki. Vísitala neysluverðs verður
auðvitað áfram mæld en þegar kemur að lánasamningum verður hún
föst; það verður búið að frysta hana og óðaverðbólga hækkar ekki
skuldir fólks og fyrirtækja upp úr öllu valdi.
Þjófnaður frá gamla fólkinu í lífeyrissjóðunum? Það segja sumir.
En ég held að þessi aðgerð styrki atvinnulífið stórkostlega og sterkt
atvinnulíf merkir sterkir lífeyrissjóðir. Veikt atvinnulíf merkir veika
lífeyrissjóði. Gleymum því ekki að atvinnulífið er uppspretta lífeyris-
sjóðanna; þaðan koma peningarnir. Launþegarnir borga í lífeyrissjóði
og fyrirtækin leggja fram mótframlag.
besta forvörnin
En er nauðsynlegt að frysta vísitöluna núna þegar verðbólgan er að
hjaðna hratt og útlit er fyrir að hún verði mjög lítil næstu tvö árin?
Já, vegna þess að krónan er ónýt, verðbólgan er enn ekki hjöðnuð og
á enn nokkuð í land og um leið og slakað verður á gjaldeyrishöftum
verður fjármagnsflótti frá landinu og krónan mun hríðfalla. Þá kemur
nýtt verðbólguskot sem verður náðarhöggið á heimili og fyrirtæki.
Frysting vísitölunnar er besta forvörnin. Hún gerir kleift að hreyfa
við gjaldeyrishöftunum án þess að heimili og fyrirtæki fari á höf-
uðið út af verðtryggingunni. Nú, og ef verðbólgan er hvort sem er
að hjaðna, hverju breytir það þá að frysta vísitöluna? Hverju er þá að
tapa? Engu. Frysting vísitölunnar er hins vegar fínt öryggisnet.
Ríkissjóður mun á næstunni keppa harkalega við atvinnulífið um
fé til að fjármagna 150 milljarða fjárlagahalla. Ríkið mun eflaust bjóða
út „verðtryggð ríkisskuldabréf“. Hver keppir við slík bréf? En fari verð-
bólgan á kreik þarf ríkissjóður að greiða stórfé í verðbætur. Með öðrum
skoðun: jón g. hAuksson
aÐ liFa aF
Forsíðugrein
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Allt frá því að bankarnir féllu hef ég verið óspar á yfirlýsingar í fjölmiðlum um
að frysta vísitöluna í öllum lánasamningum næstu tvö til þrjú árin og aftengja
þannig verðtrygginguna tímabundið. Við erum í vítahring.
frysTA VÍsiTölunA
og AfTEngjA VErðTryggingu